Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 15
Ávarp að loknu málþingi 30. nóvember 2001
nautið starir á nývirki. En einmitt eins og naut. Það þekkir ekki forvitnina
eða undrunina á mennsku stigi, það starir stjörfum augum, fær aldrei að-
kenningu af þörf fyrir að spyrja, hvað búi undir, hvað sé á bak við fyrirbær-
in, stjörnurnar, mínúturnar ellegar æðaslögin.
Það getur víst komið fyrir, að guðfræðingur verði að nauti. Kannski fleiri
fræðimenn. Jafnvel heimspekingar.
Hitt gerist aldrei, að um skipist á hinn veginn.
Svörin, sem trúarbrögðin hafa að bjóða við frumspurningum mannsins
eru margvísleg. Þar kveður við margan tón, eins og allir vita, af því að tóna-
sviðið í mannssálinni er harla stórt.
Trúarbrögðin afhjúpa manninn að svo miklu leyti sem nokkuð mannlegt
dugir til þess.
Hvað svo sem þau kunna að birta eða afhjúpa að öðru leyti, þá opinbera
þau manneskjuna. Þar stendur hún ber og nakin fyrir augum, ef nokkurs
staðar.
Meðal þeirra fræða, sem heyra undir humaniora, eru trúarbrögðin for-
vitnilegust, ef um er að ræða að komast í námunda við hjartarætur mennsk-
unnar.
Það er ekki auðvelt rannsóknarsvið í því tilliti. En það er ber vanvirða við
manninn að vanrækja það fræðasvið eða afrækja það.
Polla ta deina
anþrópou d'ouden deinoteron,
margt er undrið en ekkert til
undur þvílíkt sem maðurinn.
Svo kvað Sófókles.
Hvar er því undri að mæta fremur, hvar verður undur eða gáta mannsins
nærgöngulli en þegar skyggnst er um á vettvangi trúarbragðanna?
Ég vona það fastlega og læt þá ósk eindregið í ljós hér, að það spyrjandi
viðhorf, sem er upprunaeinkenni hins mennska manns, verði í heilbrigðum
farvegi á 21. öldinni. Og að þá lendi það ekki útundan að spyrja, hvað mað-
urinn er sjálfur.
En þannig verður ekki spurt í alvöru án þess að taka trúarbrögðin alvarlega.
Það eru núna nær 60 ár síðan ég fór að bera við að kenna almenn trúar-
bragðafræði hér við Háskólann.
Tilmælin um það komu frá guðfræðideildinni, deildarforseti hennar þá
var prófessor Ásmundur Guðmundsson, hann hafði frumkvæðið um þetta og
guðfræðideildin, eins og eðlilegt var, hún er móðir Háskólans.
13