Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 33
*
Jón Ma. Asgeirsson
Spinoza og spegillinn:
‘Ekki margir guðir heldur einn
sem býr yfir óendanlegum eiginleikum’
Spinoza á Marsöld
Benedict (Baruch) Spinoza (1632-1677) er ekki nafn sem hátt hefir borið í
umræðu um guðfræði og trúarheimspeki á undanfarinni öld. Hugmynda-
fræðingar nútímans í ýmsum öðrum greinum húmanískra fræða hafa heldur
ekki rakið rætur kenninga sinna til þessa hugsuðar á meðan margir aðrir
heimspekingar frá sextándu og fram á tuttugustu öld hafa löngu skipað sér
sess í hugmyndasögu Vesturlanda. Heimspekingar sem veitt hafa Spinoza
athygli hafa einkum rannsakað framlag hans til rökgreiningar (analytical
philosophy) og í raun látið hugmyndir hans um frumspekina fyrir róða.1 2 3
í sinni eigin samtíð stendur Spinoza mitt á milli trúarofstækismanna sem
úthrópa hann sem guðlastara, en honum var til dæmis vísað úr samfélagi
Gyðinga í Amsterdam fyrir róttækar skoðanir, og háskólasamfélagsins sem
hann kaus að standa fyrir utan til að þroska hugsun sína, en hann hafnaði
boði um prófessorsembætti í Þýskalandi (Heidelberg). Ekki svo að hann
einangraði sig frá umheiminum því hann fágaði og þroskaði hugsun sfna í
þeim spegli sem er form sendibréfsins og stendur á gömlum merg samræðu-
formsins eða díalektík hinnar klassísku hefðar heimspekinnar. Handan þessa
2
spegils stritaði Spinoza fyrir lífsviðurværi með glerslípun og speglagerð."
Á undanfömum árum hefir þessum einfara verið veitt æ meiri athygli á
ný og þá ekki síst sem upphafsmanni gagnrýninnar hugsunar (critical theo-
ry) í margs konar nútímaskilningi en ekki síst á sviði póst-strúktúralískra
rannsókna í bókmenntum og heimspeki/ Þannig hefir framlag Spinoza til
biblíurannsókna og rannsókna á hinum sögulega Jesú verið viðurkennt þar
sem hann situr í öndvegi með Emst Troeltsch (1865-1923), og á undan
guðfræðingunum David Friedrich Strauss (1808-1874), William Wrede
1 Sjá t.d. Christopher Norris, Spinoza and ihe Origins of Modern Critical Theory (Oxford: Blackwell,
1991), 11.
2 Alasdair Maclntyre, „Spinoza, Benedict (Baruch),“ EPH 7-8: 530-531; cf. Norris, ibid., 21.
3 Norris, Origins of Modern Critical Tlteory, passim.
31