Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Qupperneq 40
Jón Ma. Ásgeirsson
Guð, eða efni (substance), sem samanstendur af óendalegum eiginleikum
(,attributes), og sem hver um sig gefur til kynna eilíft og óendanlegt eðli
(essence), hlýtur að vera til (Siðfrœði I: P11)!
Og í útskýringum sem á eftir fylgja segir Spinoza meðal annars á þessa leið:
Þar eð ekki er um það að ræða að handan hins guðlega eðlis (nature)
fyrirfinnist nokkur ástæða (reason), eða orsök (cause), sem svipt geti
guðdóminn tilveru sinni, hlýtur örsökin að hvíla innan hins guðlega eðlis,
ef guð er ekki til. Þannig hlyti þá eðli guðs að fela í sér mótsögn ... . En
mótsögn er óhugsandi að eigna veru (Being) sem er algerlega óendanleg
og yfirmáta fullkomin. Þannig er þá engin orsök eða ástæða, hvort heldur
í guði eða handan guðs, sem getur afmáð tilveru hans. Guð hlýtur því
nauðsynlega að vera til (Siðfrœði I: Pll: Dem. 21-28).25
Eiginleikar guðs (attributes) eru eins og hann óendanlegir og eilífir, segir
Spinoza, og hafa því hlutverki að gegna að gefa til kynna eðlið (essence) að
baki efnis (substance) guðleikans (Siðfrœði I:P19). Og í ljósi orsakalögmáls-
ins þá eru endanleg fyrirbæri ekki annað en tilbrigði (modifications) við hið
guðlega efni. Af óendanlegum eiginleikum guðs skynjar manneskjan einasta
eiginleikana „hugsun og útvíkkun“. Copleston skýrir þetta samband frekar
svo að dauðlegur hugur sé tilbrigði við þann eiginleika guðs sem er hugsun
(thought) og að dauðlegur líkaminn sé tilbrigði við þann eiginleika guðs sem
er útvíkkun (extension). Hér er þá loks komið að mótum skaparans og hins
skapaða (frá natura naturans til natura naturata).26
Áður en Spinoza skrifar sitt áhrifamesta verk, Siðfrœði, hafði hann sam-
ið styttra verk um guð og mann, sem ekki er talið eins áreiðanlega varðveitt
og síðara verkið,27 og líta má á sem nokkurs konar aðdraganda að fyrsta
kafla Siðfræðinnar sem einmitt fjallar um guð. í bréfaskiptum Spinoza frá
ofanverðum sjöunda áratug sautjándu aldar er að finna margvísleg viðbrögð
við hugmyndum Spinoza um guð sem hann er að glíma við í fyrri samantekt
sinni um guðdóminn og manneskjuna. Hér er sem í spegli að sjá hvernig
Spinoza fágar röksemdir sínar og útskýrir fyrir oft ráðvilltum vinum. í bréfi
frá Henry Oldenburg í London (27. september 1661) innir hann Spinoza eftir
skýringum bæði á ýmsum hliðum rúmfræðilegrar framsetningar hans, svo
sem um frumsendur (axioms), og eins um ýmsar hliðar í skýringum hans á
25 Cf. einnig Copleston, History of Philosophy, 217.
26 Ibid., 217.
27 Cf. Curley, Tlie Collected Works ofSpinoza, 46-53.
38
J