Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 43
Spinoza og spegillinn
ójafnaðar á meðal fólks. Ef ekki er guðleg sú rödd réttlætisins hlýtur hún jafn-
framt að hverfa og mennina deyða. í Orðskviðunum standa þessi orð:
Eins og andlit horfir við andliti í vatni,
svo er hjarta eins manns gagnvart öðrum.
Dánarheimar og undirdjúpin eru óseðjandi,
svo eru og augu mannsins óseðjandi (27.19-20).
Trúarheimspeki á krossgötum
Spinoza hefir í raun brætt saman með snilldarlegum hætti verufræðilegar
rökforsendur og raunveruleik efnisis annars vegar og eiginleika þess hins
vegar—sem afleidd fyrirbæri. Á meðan verund og efni mynda órofa heild þá
birtast eiginleikar þeirra sem óendanleg fyrirbæri. Þannig er þá hið æðsta
eðli (guð) um leið óskiptanlegt (ekki margir guðir) og hinir sköpuðu eigin-
leikar óendanlega margir. I þessari skilgreiningu hefir Spionza í senn höggv-
ið á rök fyrir tilveru guðs á grundvelli gyðing-kristinnar trúar og opnað
þannig öllurn öðrum trúarbrögðum leið að þessari skynsamlegu umræðu um
guð og guði. Spionza hefir með þessum hætti rutt veginn fyrir vestræna
heimspeki að öðrum trúarbrögðum heims og á sama hátt austrænnar heim-
speki að trúarbrögðum Vesturlanda: Vettvangur trúarheimspeki í samhengi
heimstrúarbragða á rætur í þessu framlagi Spinoza enda þótt David Hunre
(1711-1776), Immanuel Kant, og Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-
1831) hafi að öllu jöfnu verið taldir upphafsmenn trúarheimspekinnar í
nútímaskilningi (en ekki miðalda), eins og David Tracy heldur fram, (sem
sjálfstæðrar fræðigreinar).32
Sjálfstæði trúarheimspekinnar liggur í því, að áliti Tracy, að höggva á
þann kristna þráð sem lengstum hefur hnýtt saman heimspekilega umljöllun
um trú (í vestrænum skilningi). Forverar Spinoza á þessu sviði á
Vesturlöndum mættu þannig að sönnu teljast guðfræðingar sem aðhæft hafi
ýmislegt úr mörgum heimspekihefðum til að tjá hugmyndir sínar um tilveru
guðs og eiginleika hans (sem vissulega hafa skilað ýmiss konar merkilegum
árangri). Þar mætti telja til Klemens frá Alexandríu (150-215), Órígenes frá
Alexandríu, Ágústínus frá Hippó, Móses Maímónídes (1135-1204), hl.
Tómas frá Aqvínó, og Jóhannes Duns Scotus (1265-1308) en jafnvel Hegel
32 „On the Origins of Philosophy of Religion: The Need for a New Narrative of Its Founding," í Frank
E. Reynolds og David Tracy ritstj., Myth and Philosophy (SUNY Series, Toward a Comparative
Philosophy of Religions; Albany, NY: State University of NewYork Press, 1990), 12.
41