Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 45
Spinoza og spegillinn
sem ekki verða tjáð nema í skjóli samræðuformsins eins og Tracy heldur
fram.36
En samræðuformið er ekki einungis nýlunda í því að ijalla um trúar-
brögðin á tíma Hume. Með því að velja verk Cícerós, De natura deorum, að
fyrirmynd þá opinberar Hume í raun áhuga sinn á samanburðarfræðum
þegar trúarbrögð og heimspeki eiga í hlut. Aðeins með því að öðlast innsýn
í önnur trúarbrögð er mögulegt að skilja eigin trúarlegar hefðir eins og Tracy
bendir réttilega á. í öðru verki eftir Hume, sem er minna þekkt en
Samræðurnar, Náttúruleg saga trúarbragðanna, heldur Hume því fram að
trúarbrögðin eigi uppruna sinn í mannlegu eðli. Með því að bæta við innsæi
mannfrœðinnar bendir Hume á fyrirbæri eins og „ótta og von“ sem grund-
völl trúarlegrar hugsunar almennt. Þannig nægja þá engan veginn heim-
spekileg rök ein saman, segir Tracy, heldur verður að koma til samanburðar-
fræði sem t.d. mannfræðin leggur til.37
Með tilliti til þessara atriða, samræðuformsins sem tækis til að velta
vöngum yfir röksemdafærslu fyrir tilveru guðs og skýringa á uppruna trúar-
bragðanna í mannlegum ástríðum, birtist Hume fyrst og fremst sem heim-
spekingur þar sem samanburðarrannsóknir (t.d. á sviði heimspeki og sálar-
fræði) sitja í fyrirrúmi. Sem slíkur á hann enn erindi í nútímaumræðu um
efnið að áliti Tracy.38
Ef Hume er raunhyggjumaður þá hefir Kant verið lýst fremur sem
efasemdarmanni og loks Hegel sem heimspekingi sem aftur leggur áherslu á
að fjalla um guðfræðileg hugtök í heimspekilegu ljósi. Enda þótt ekki verði
eins auðveldlega greint á milli áherslna Kants á útskýringum á trúarlegum
fyrirbærum og spurningum um röksemdafærslu þeirra þá telur Tracy að
þessar áherslur séu til staðar—áherslur sem grundvallandi séu fyrir saman-
burðar-rannsóknir. í verkum sínum um skynsemina leggur Kant vissulega
mikið upp úr vandamálinu um gagnrýna röksemdafærslu fyrir skynsam-
legum rökum fýrir trú (augljósum eða ekki). Á hinn bóginn tekur Kant dæmi
úr mörgum trúarbrögðum í bók sinni um Trúarbrögðin innan marka
skynseminnar einnar (Die Religion innerhalb der Grenzen der blofien
Vernuft) eins og Tracy bendir á.39
En hvernig birtast þá þessi hugtök um röksemdafærslu og skýringar í
hugsun Kants? í fyrsta lagi, segir Tracy, þá hefir hugmynd Kants um fyrir-
36 „On the Origins of Philosophy of Religion," 16-17.
37 Ibid., 18.
38 Ibid., 19.
39 Ibid., 19.
43