Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 58

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 58
Kristín Loftsdóttir WoDaaBe benda einnig á að hreyfanleiki gerir þeim ekki eingöngu kleift að nýta betur strjálar auðlindir svæðisins heldur felur tíður flutningur heimil- isins í sér minni hættu á margs konar smitsjúkdómum. Flugur, sem eru næst- um órofinn hluti af jarðföstum heimilum, sjást vart á heimilum WoDaaBe. Samhjálp er samofin mikilvægi hreyfanleika á margvíslegan hátt í því að minnka áhættu: „Við fylgjum kúnum okkar til að hafa i okkur og á, en bræðrum okkar ef við eigum engar kýr,“ sagði fólk oft við mig til að leggja áherslu á mikilvægi samhjálpar fyrir ættina og ljölskylduna. Eins og í flest- um öðrum samfélögum er slíkt ósjálfstæði neyðarúrræði vegna þess að fjöl- skyldufaðir sem á engar kýr eða hefur ekki nóg fyrir sig og sína, er upp á aðra kominn (oftast bróður eða frænda) og ræður hvorki ferðum sínum né búsháttum. Til að minnka líkurnar á að verða þannig upp á ættingja kominn ef í harðbakkann slær líta einstaklingar á örlæti við aðra sem mikilvægan lið í að tryggja velferð fjölskyldunnar til lengri tíma. Manneskja sem áður hefur verið örlát á mat og lán við aðra ættingja er mun líklegri til að mæta velvild annarra ef hún þarf á hjálp að halda. „Ef ég deili ekki með öðrum,“ sagði maður nokkur við mig, „get ég ekki ætlast til að aðrir deili með mér síðar ef ég þarfnast þess.“ í þessu samhengi lagði hann áherslu á mikilvægi þess að deila með öðrum í stórfjölskyldunni þegar honum hafði áskotnast fé eða verðmæti. Árstíðabundinn skortur eða erfiðleikar eru þó að ákveðnu marki venju- bundnir í lífi margra á Sahel svæðinu.15 Hirðingjarnir óttast mun frekar að missa hjarðir sínar í slæmu árferði og að fótunum verði þannig kippt enn frekar undan framfærslugetu þeirra. Sköpun félagslegra tengsla er mjög mikilvægt í því að stuðla að auknu öryggi í þessu samhengi. Kerfi sem miða að því að skapa félagsleg tengsl í gegnum lán eða gjafir á kúm þekkjast í mörgum samfélögum Afríku og stuðla að áhættudreifingu yfir á stærri hóp. Habana ’i er trúlega mikilvægasta gjafaskipta-lánskerfið meðal WoDaaBe en það byggist á því að einstaklingur fær kvígu að láni og hefur hana þangað til hún hefur borið tveim kálfum. Kúnni er þá skilað til upprunalegs eiganda en lánþeginn heldur kálfunum. Lán eiga sér einnig stað á öðrum dýrategundum og lúta þá svipuðum eða sömu lögmálum og habana ’i. Gildi slíkra lána felst í að þeir sem hafa misst stóran hluta dýra sinna geta endurnýjað hjarðir sínar á mun skemmri tíma en ella með mörgum habana ’i lánum. Skammtímamarkmið lánanna eru samt ekki síður mikilvæg því að lánþeginn fær mjólkurkú eða kýr að láni og við það hefur hann fæðu fyrir fjölskyldu sína. Einstaklingurinn sem lánar kú sína er einnig að tryggja 15 Hamilton, Popkin og Spicer 1984. 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.