Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 61
Nútíminn og hefðir í hnattvœddum heimi
hvemig maður fer að í borginni. Hvað mun bróðir minn sem hefur alltaf
verið á hirðingjasvæðinu gera þá?18
Niðurlag
Hefðum er oft stillt upp sem andstöðu við eitthvað sem við köllum nútíma.
Slík tvíhyggja felur ekki eingöngu í sér að samfélög mannanna séu stödd á
þjóðhverfum þróunarskala þar sem vestræn menning er viðmiðið heldur lítur
hún framhjá mikilvægi margbreytileika þekkingar og siða, einnig þeirra sem
við köllum hefðbundna, til að auka öryggi í óvissum og breytanlegum
aðstæðum. Breytingar og hreyfanleiki eru jafnframt ekki eingöngu hluti af
samtímanum, eins og hnattvæðingarumræðan felur stundum í sér heldur
hafa verið mikilvægir þættir í lífi fólks í gegnum söguna.
Að sama skapi hef ég reynt að undirstrika að hefðir eru ekki endilega
fastar og ósveigjanlegar heldur fela allt eins í sér sveiganleika og hæfni til að
bregðast við nýjum aðstæðum. Það er því nauðsynlegt að stilla ekki
sjálfkrafa hefðum og breytingum upp sem andstæðum, því samfélög nýta sér
hefðir til að skilja og ramma inn breytingar á lífsháttum. Ferli hnattvæðingar
fela í sér að hefðir eru notaðar til að skilja og ramma inn breytingar á lífs-
háttum. Breytingar verða þá skiljanlegar út frá sérkennum og siðum sem
fyrir eru. Á tímum hnattvæðingar, þar sem hagsmunir fólks eru í vaxandi
mæli samtengdir og þekking okkar á áhrifum lífshátta okkar á hagkerfi og
afkomu fólks annarsstaðar er oft brotakennd er sérlega mikilvægt að undir-
strika að önnur samfélög, sem sum hver virka framandi, eru einnig hluti af
samtímanum.
Heimildaskrá
Adebayo, A. G. (1991). „Of Man and Cattle: A Reconsideration of the Traditions of
Origin of Pastoral Fulani of Nigeria." History in Africa, 18:1-21.
Agnew, Clive and Ewan Anderson (1992). Water Resources in the Arid Realm. London,
New York: Routledge.
Beaumont, Peter (1989). Drylands: Environmental Management and Development.
London and New York: Routledge.
Bernus, E. (1973). „Drought in Niger Republic." Savanna, 2(2); 129-132.
Cooper, Fredrick (2001). „What is the Concept of Globalization Good for? An African
Historian Perspective.“ African Affairs 100:189-213.
de Bruijn, M. and H. J. W. v. Dijk (1999). „Insecurity and Pastoral Development in the
Sahel.“ Development and Change (30): 115-139.
Fabian, Johannes (1983). The Time and the Other: How Anthropology Makes its
Objects. New York: Colombia University Press.
18 Úr viðtali við farandverkamann í Niamey 1997.
59