Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 63
Þorsteinn Gylfason
Trú og heimspeki
Trú gegn heimspeki
Á miðöldum þýddi ónefndur íslenzkur höfundur, sem var að íjalla um
Hippókrates, latneska orðið „philosophia“ með íslenzka orðinu „ástarspekt“:
það er spekt af ást á spektinni.1 Það kann að hafa verið Magnús Jónsson
prúði (15257-1591), sýslumaður Barðstrendinga, sem tók upp á að kalla ást-
arspektina „heimspeki“ á íslenzku, vísast með hliðsjón af þýzka orðinu
„Weltweisheit“ sem þarlendir málhreinsunarmenn vildu á þeim tíma nota í
staðinn fyrir útlenda orðið „Philosophie“. Þýzka orðið tórði fram á daga
Kants á ofanverðri 18du öld, en má nú heita gleymt meðal Þjóðverja.2
Hvers vegna „heimspeki“ eða „Weltweisheit“? Jú, til að greina veraldleg-
an vísdóm sem vandlegast frá andlegum vísdómi, heimspekina frá guðfræð-
inni. Listmálarinn Rafael skreytti Stanza della segnatura í Vatíkanhöll -
dómsal páfagarðs - með mikilli hind. Þar málaði hann höfuðdyggðirnar og
skáldatindinn Parnassos. Á annan langvegginn málaði hann „Skólann í
Aþenu". Hann er hópmynd af frægustu lærdómsmönnum Grikkja og fáein-
um öðrum eins og Persanum Saraþústra og Serkjanum Averroés (Ibn-
Rushd). Á hinn málaði hann „Kappræðuna um heilaga kvöldmáltíð“. Þar
ræðast kirkjufeður og aðrir rómaðir kennimenn við af því kappi sem skapaði
kristna kirkju í öndverðu. „Skólinn í Aþenu“, sem er óskipt mynd, sýnir
heimspekinga, iðkendur veraldlegra vísinda, hin guðfræðinga sem iðka hin
andlegu fræði. „Kappræðan um kvöldmáltíðina“ er vitnisburður urn hin
síðarnefndu. Hún er tvískipt og þar má sjá bæði þennan heim, með
Híerónýmusi, Ágústínusi og meira að segja skáldinu Dante auk postulanna
1 Sjá Alfrœði islenzka í útgáfu Kálunds. Orðið „ástarspekt" er hvorki hjá Fritzner né Guðbrandi
Vigfússyni. Guðbrandur nefnir að „heimspeki" muni myndað á 16du öld eftir fyrirmyndinni
„Weltweisheit".
2 Sjá ritgerð Kants Versuch, den Begriff der negativen Gröþen in die Weltweisheit einzufUhren
(Tilraun til að taka upp hugmyndina um neikx’œðar stœrðir í heimspeki) i Immanuel Kants Werke II
(Vorkritische Schriften), Bruno Cassierer, Berlin 1912, 203-242.
61