Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Qupperneq 64
Þorsteinn Gylfason
Páls og Péturs við altarið, og síðan uppheim með heilögum anda, Kristi sjálf-
um og Guði föður ásamt ýmsum öðrum eins og Gyðingnum Móse.
Svona strangur greinarmunur fræða þessa heims og annars var ekki bara
gerður í kristindómnum á endurreisnartímanum, hjá Rafael og Magnúsi
prúða. Arabar gerðu hann miklu fyrr. Það voru vel að merkja Arabar sem
varðveittu hinn gríska heimspekiarf á miðöldum þegar enginn Evrópumað-
ur kunni staf í grísku. Rit Aristótelesar urðu fyrst kunn í Evrópu seint á mið-
öldum af latneskum þýðingum úr arabísku. Af þeim kynnum spratt skóla-
spekin, og af skólaspekinni endurreisnin. Af þessum sökum er Ibn-Rushd
með á mynd Rafaels.
Hjá Aröbum má greina allar miðaldir, löngu fyrr en í Evrópu, og lengi
síðan tvær máttugar fræðilegar hefðir. Önnur þeirra er einmitt kennd við
guðfræði, en hin við heimspeki sem mun heita „falsafa“ á arabísku, og er
orðið runnið af „fílósófía“ í grísku. Frægustu heimspekingar Araba eru þeir
Ibn-Sina (Avicenna, 980-1023) og Ibn-Rushd (Averroés, 1126-1199). Einn
af merkustu guðfræðingum íslams var Persinn Al-Ghazali (Algazel, 1058/9-
1111). Hann var auk annars höfundur ritsins Um rökleysur heimspekinga
(eða Sjálfseyðing heimspekinnar). Það var einkum samið gegn fylgismönn-
um Avicennas.3 Kaþólskur enskur heimspekingur á okkar dögum, William
Charlton, segir það mundu reynast ágæta kennslubók um trú og heimspeki
enn í dag, og þá handa kristnum mönnum ekki síður en múslímum.
Hvað um það: í löndum íslams, eins og í Evrópu, hefur öldum saman ver-
ið farið með trú og heimspeki sem rammar andstæður.
Trú með heimspeki
En er nú víst að þær tvær séu aðrar eins andstæður og hefðin sem ég var að
lýsa bendir til?
Satt að segja höfum við margar vísbendingar um annað úr sögu kristin-
dómsins: þar hafa trú og heimspeki verið margvíslega samofnar frá fyrstu
tíð.4 Þegar á dögum Krists var áhrifa grískrar heimspeki tekið að gæta í Gyð-
ingdómi. Gyðingurinn Fílón frá Alexandríu (Philo Judeus, fl. 20-40) var
heimspekingur með grísku sniði. Hann var samtímamaður Krists, og átti eft-
ir að hafa gagnger áhrif á kristindóminn með kenningum sínum, ekki síður
en á Gyðingdóm og íslam.5 Síðan á annarri öld okkar tímatals hafa kristin-
3 Um Al-Ghazali sjá Encyclopedia of Philosophy III, 326-328, og William Charlton: Philosophy and
Christian Belief, Sheed and Ward, London 1988, lsta kafla. Sbr. um bók Charltons grein mína
„Ljósið sem hvarf ‘ í Skírni CLXIV (haust 1990), 387-388.
4 Sjá William Charlton: Philosophy and Christian Belief um framhaldið af §2.
5 Harry Wolfson: „Philo Judaeus" í Encyclopedia of Philosophy VI, 151-155.
62