Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 65
Trú og heimspeki
dómur og heimspeki samtvinnazt á ótal vegu, svo að frægast er í ritum höf-
unda eins og heilags Ágústínusar í fornöld og heilags Tómasar frá Akvínó
undir lok miðalda. Og það er stundum vandséð hvað er heimspeki og hvað
guðfræði hjá þeim. Að minnsta kosti er einn hugsandi hugur i hvorutveggja.
Og hvílík hugsun!
Á 19du og 20stu öld hefur svonefnd frjálslynd guðfræði reynt að skera á
þau bönd sem bundið höfðu heimspekina og guðfræðina frá öndverðu, til
dæmis með þeirri kenningu Friedrichs Schleiermacher (1768-1834) að trú
sé ekki mál skoðunar og skynsemi heldur tilfinningamál.6 Þar með komi hún
heimspekingum ekki við. En það er sama hvað þessi frjálslynda guðfræði
reynir. Þar sem hún bregður hnífi á sum böndin festir hún sig í öðrum. Þau
binda hana einmitt við heimspeki. Satt að segja er frjálslynd guðfræði lítið
annað en uppsuða úr þýzkri hughyggjuheimspeki. Immanuel Kant (1724-
1804) er á bak við Schleiermacher, og Martin Heidegger (1889-1976) á bak
við Rudolf Bultmann (1884-1976). En ég á enn eftir að hitta frjálslyndan
guðfræðing sem kærir sig um að vita mikið af því að meðal heimspekinga
hefur slík hughyggja sætt römmum rökræðum og snjallri gagnrýni alla 20stu
öldina.
Descartes
Ég varði öllu síðasta ári (2000) til að semja langan inngang að Hugleiðing-
um að frumspeki eftir René Descartes (1596-1650). Bókin kom út nú í sept-
ember (2001), og er tileinkuð herra Sigurbimi Einarssyni eins og þetta mál-
þing.7
í þessum inngangi reyni ég að halda mig fast við texta Hugleiðinga um
frumspeki og sögulegt umhverfi hans. Þegar Descartes er lesinn, og ekki
skeytt þá stundina urn hvernig hann hefur verið lesinn á breyttum tímum og
í öðru umhverfi í hálfa ijórðu öld, kemur í ljós að hann er að drjúgu leyti trú-
arlegur hugsuður. Ef hann átti sér einhverja íyrirmynd í hópi eldri heimspek-
inga, svo frumlegur sem hann þó var og umsvifamikill byltingarmaður, þá
var sú íyrirmynd Ágústínus kirkjufaðir.
Það er margt til marks um vanskilning síðari tíma fólks á því hvernig trú
og heimspeki tvinnast saman hjá Descartes. Til dæmis heyrist oft að setning-
in „Ég hugsa, þess vegna er ég til“ sé undirstaða allrar þekkingar hjá
6 Richard R. Niebuhr: „Schleiermacher, Friedrich Daniel Emst“ í Encyclopedia of Pliilosophy VII,
316-319. Sbr. líka William Charlton: Philosophy and Christian Belief, 12-15
7 René Descartes: Hugleiðingar um frumspeki, íslenzk þýðing eftir Þorstein Gylfason sem einnig rit-
ar inngang, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 2001. Næstu tvær málsgreinar eru teknar lítt
breytnar úr inngangnum, 108-109 og 90-91.
63