Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 69
Arnfríður Guðmundsdóttir
Hvers kyns Biblía?
- jafnréttisumrœðan og biblíuþýðingin
Það kann að vera að það vefjist fyrir einhverjum hvað jafnréttisumræðan
hafi með biblíuþýðingar að gera. Er ekki þýðing bara þýðing, hvað sem allri
umræðu um jafnrétti kynjanna kann að líða? Jafnréttisbarátta liðinna áratuga
hefur eins og kunnugt er ekki einskorðast við kröfuna um aukna þátttöku
kvenna á vinnumarkaðnum, fleiri leikskóla, sömu laun fyrir sömu vinnu, eða
aðrar félagslegar umbætur. Jafnréttisumræðan hefur einnig beinst að
tungutakinu og „karlmiðlægni“ þess. Konur hafa meðal annarrs gagnrýnt
það að vera ávarpaðar í karlkyni í opinberri umræðu og eru konur innan
kirkjunnar hér engin undantekning. í jafnréttisáætlun kirkjunnar, sem tók
gildi 1. janúar 1999, er tekið undir mikilvægi tungutaksins í jafnréttisbarátt-
unni, en eitt af fimm megináhersluatriðum jafnréttisáætlunar er að unnið
verði að „endurskoðun málfars í kirkjulegri boðun og starfi.“2 Vegna þess
lykilhlutverks sem textar Biblíunnar gegna í starfi og boðun kirkjunnar er
ljóst að markmiði jafnréttisáætlunar verður ekki náð nema málfar Biblíunnar
fylgi með í umræddri endurskoðun.
í erindisbréfi þýðingarnefndar Gamla testamentisins, er settur rammi að
starfsreglum þýðingarnefndar, þar sem sagt er fyrir um hlutverk nefndarinn-
ar og ýmislegt um starfshætti hennar. í inngangi að erindisbréfinu er áréttað
mikilvægi biblíuþýðinga í mótun málfarsins og því þurfi að vanda málið,
ekki síður en gæta trúnaðar við frumtextann. Þar segir orðrétt:
íslenskar biblíuþýðingar hafa mótað málfar íslendinga um liðnar aldir. Ný
íslensk biblíuþýðing mun móta íslenskt málfar um komandi tíma og þess
vegna er brýnt að vandað sé til íslensks búnings hennar ekki síður en að
nákvæmlega sé þýtt úr frummálunum og jafnframt tekið tillit til stíls
frumtexta. Sú biblíuþýðing sem unnið er að er kirkjubiblía og ber því
2 Jafnréttisáætlun kirkjunnar, 1,5. Gerðir kirkjuþings 1998.
67