Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 75
Hvers kyns Biblía? - jafnréttisumrœðan og Biblíuþýðingin
Þetta er í samhljóman við þýðinguna frá 1981 sem hljómar svona:
Heyrið, allir þér sem þyrstir eruð, komið hingað til vatnsins, og þér sem
ekkert silfur eigið, komið, kaupið korn og etið! Komið, kaupið korn án
silfurs og endurgjaldslaust bæði vín og mjólk!
Annað dæmi úr Jesaja, 60. kafla versi 4 er svona í nýju þýðingunni:
Hef upp augu þín og litast um,
þeir (NRSV: they all) safnast allir saman og koma til þín,
synir þínir koma langt að
og dætur þínar verða bornar á örmum.
í gömlu þýðingunni er versið svona:
Hef upp augu þín og litast um: Þeir safnast allir saman og koma til þin.
Synir þínir koma af ijarlægum löndum, og dætur þínar eru bomar á
mjöðminni.
Samhengið segir sem sagt að „þeir“ sem safnast saman séu synir og
dætur, en samt sem áður er haldið til streitu að kalla þau „þá“.
Og fleiri dæmi úr sömu bók. í Jesaja 65.21-23 er dæmi um notkun orðsins
maður, en hugað verður nánar að tvíræðu hlutverki þess orðs hér á eftir. í
nýju þýðingunni segir svo:
Menn munu reisa hús og búa í þeim,
planta víngarða og neyta ávaxta þeirra.
Menn munu ekki reisa hús sem annar býr í,
ekki planta og annar neyta
en þjóð mín mun ná aldri trjánna
og mínir útvöldu njóta ávaxta iðju sinnar.
Þeir munu ekki erfiða til einskis
og ekki eignast böm sem deyja fyrir tímann
því að þeir eru niðjar þeirra sem Drottinn hefur blessað
og börn þeirra með þeim.
Hér er reyndar breytt frá gömlu þýðingunni sem notaði „þeir“ í staðinn fyrir
„menn“. í NRSV hljómar þetta vers svona á máli beggja kynja:
L
73