Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 78
Arnfríður Guðmundsdóttir
1981:
Og Guð skapaði manninn (ha-adam) eftir sinni mynd, hann skapaði hann
eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu (zakar uneqebá).
Ný þýðing:
Og Guð skapaði manninn. Hann skapaði hann eftir mynd sinni. Hann
skapaði þau karl og konu.
NRSV:
So God created humankind in his image, in the image of God he created
them; male and female he created them.
í síðari sköpunarsögunni, sem er að finna í 2. kafla sömu bókar, segir svo í
v. 7:
1981:
Þá myndaði Drottinn Guð manninn (ha-adam) af leiri jarðar og blés lífs-
anda í nasir hans, og þannig varð maðurinn (ha-adam) lifandi sál.
Ný þýðing:
Þá mótaði Drottinn Guð manninn af moldu jarðar og blés lífsanda í nasir
hans. Þannig varð maðurinn lifandi vera.
NRSV:
... then the Lord God formed man from the dust of the ground, and
breathed into his nostrils the breath of life; and the man became a living
being.
í 1. Mósebók 2.21-25 segir svo frá því þegar Eva er sköpuð úr rifi Adams:
1981:
Þá lét Drottinn Guð fastan svefn falla á manninn (ha-adam). Og er hann
var sofnaður, tók hann eitt af rifjum hans og fyllti afitur með holdi.
Og Drottinn Guð myndaði konu (issá) af rifinu, er hann hafði tekið úr
manninum (ha-adam), og leiddi hana til mannsins (ha-adam).
Þá sagði maðurinn (ha-adam): „Þetta er loks bein af mínum beinum og
hold af mínu holdi. Hún skal karlynja (issa) kallast, af þvi að hún er af
karlmanni (is) tekin.“
Þess vegna yfirgefur maður (is) foður sinn og móður sína og býr við
eiginkonu sína (issa), svo að þau verði eitt hold (basar).
Og þau voru bæði nakin, maðurinn (ha-adam) og kona (issa) hans, og
blygðuðust sín ekki.
76