Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 80
Arnfríður Guðmundsdóttir
unni og íslenskunni eins og kemur til dæmis vel fram í 8. versinu, þar sem
segir:
En er þau heyrðu til Drottins Guðs, sem var á gangi í aldingarðinum í
kveldsvalanum, þá reyndi maðurinn (ha-adam) og kona hans (issa) að fela
sig fyrir Drottni Guði millum trjánna í aldingarðinum.
Ný þýðing:
Þá heyrðu þau til Drottins Guðs sem gekk um í aldingarðinum í kvöld-
svalanum og maðurinn og kona hans földu sig fyrir augliti Drottins milli
trjánna í aldingarðinum.
NRSV:
They heard the sound of the Lord God walking in the garden at the time
of the evening breeze, and the man and his wife hid themselves from the
presence of the Lord God among the trees of the garden.
Hjónavígsl utextar
Notkun texta ritningarinnar í handbók íslensku þjóðkirkjunnar fylgir eins og
áður segir biblíuútgáfunni frá 1981.11 Ég hef valið að skoða sérstaklega
notkun ritningartexta úr hjónavígsluathöfninni, þar sem texti úr 1. Mósebók
gegnir lykilhlutverki. Astæða er til að skoða nánar notkun orðsins maður í
24. versi 2. kafla, sem vitnað var í hér á undan:
Þess vegna yfirgefur maður (is) föður sinn og móður sína og býr við
eiginkonu (issa) sína, svo að þau verði eitt hold (basar). (1. M 2.24)
Þessi texti er tekinn upp í Matteusarguðspjalli, en í útgáfunni frá 1981 er
búið að breyta orðinu hold (gríska: sarks) í maður og þá hljómar textinn
svona:
Fyrir því skal maður (antliropos) yfirgefa föður og móður og bindast konu
sinni, og þau tvö skulu verða einn maður (eis sarka mian). (Mt 19.5)
Eins og áður kom fram er í nýju þýðingunni búið að breyta textanum í 1.
Mósebók í samræmi við breytinguna í guðspjallatextanum, þar sem hold
(basar) er nú þýtt með maður. Það má ganga út frá því að við flest allar
11 Sjá Gerðir kirkjuþings 1980.
78