Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 86
Agústa Þorbergsdóttir
bróðir systir
hani hæna
högni læða
í þessum orðum má sjá tengsl á milli líffræðilegs kyns og málfræðilegs kyns.
Slík tengsl er oft að finna í andstæðupörum, frændsemisorðum og ýmsum
dýranöfnum. Mörg dæmi eru hins vegar um ósamræmi á milli líffræðilegs
kyns og málfræðilegs kyns. Dæmi um karlkynsorð og hvorugkynsorð sem
merkja kvenkynsverur:
(2) kk. hk.
kvenmaður sprund
svanni víf
Orð sem merkja lifandi verur geta verið af öllum kynjum. Hægt er að nota
nafnorð í hvaða kyni sem er um karl eða konu:
(3) kk. kv. hk.
kennari hetja skáld
Islendingur skytta bam
Málfræðilegt kyn og líffræðilegt kyn þurfa þannig ekki að fara saman. Orðin
í (3) geta ýmist átt við karla eða konur. Ekkert í eðli karlkynsorðanna kennari
og íslendingur segir hvort um sé að ræða karl eða konu og kvenkynsorðin
hetja og skytta eru jafnt notuð um karla og konur. Svo tekið sé dæmi úr hand-
bolta þá er þar talað um leikmenn, markverði, fyrirliða og vítaskyttur óháð
kynferði, ekki leikkonur, markverjur og vítaskyta2.
í flestum starfsheitum er ekki greint á milli karla og kvenna í íslensku.
Sem dæmi má nefna orðin dómari, félagsráðgjafi, fulltrúi og arkitekt. I
sumum málum, t.d. þýsku, er algengt að mynda sérstök kvenkennd starfs-
heiti við hlið karlkenndra í þeim tilgangi að leggja áherslu á líffræðilegt kyn,
t.d. Inhaber - Inhaberin, Lehrer - Lehrerin, Student - Studentin, Gartner -
Gártnerin. í íslensku er slíkt ekki algengt. Ekki hefur þótt ástæða til að
mynda starfsheiti á borð við kvendómari eða dómarakona, kvenfélagsráð-
gjaft eða félagsráðgjafakona og ekki víst að almenn ánægja yrði með slík
heiti jafnvel þótt þau séu til í málinu. Nú eru flestir kennarar konur en fæst-
2 Orðið skyti kemur fyrir í Völundarkviðu.