Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 95
Er biblíumál karlamál?
Fundi var loks slitið með bænastund ... og fóru allar glaðar til síns
heima.
Allar sem ljúka keppni fá verðlaunapening og T-bol.
Þegar þessar setningar standa í kvenkyni vísa þær aðeins til kvenna. Sama er
að segja um eftirfarandi setningar:
(21) Ekki fer hjá því að margar velji svínakjöt af einhverju tagi til að bera
á borð einhvem af öllum þeim tyllidögum sem brátt fara í hönd.27
Una þær sér glaðar þar sem yndið er best,
allir kannast við að þann stað prýðir flest.28
Eins og í eintölunni verður málfræðilegt kvenkyn aðeins notað um konur.
Karlar em útilokaðir í setningunum í (21). I fyrra dæminu, sem er úr Vísi í
vikulokin, er eingöngu átt við konur og ekki er gert ráð fyrir að karlar
matreiði svínakjötið á tyllidögunum. Seinna dæmið er fengið úr Söngbók
Vindáshlíðar. í þessum söng er notað kvenkyn (glaðar) þar sem átt er við
stúlkumar sem una sér svo vel í Vindáshlíð en seinni hluti setningarinnar er
í karlkyni enda er þar vísað til alls fólks (allir vita ...). Það væri ekki vana-
leg íslenska að segja „öll vita að þann stað prýðir flest“. Öll hver? Þá þyrfti
að hafa komið fram um hverja er verið að tala.
En hvað þá með sæluboðanirnar? Hvort skyldi vera eðlilegra að nota þar
karlkyn eða hvorugkyn? I Vinkonum og vinum Jesú eru sæluboðanimar í
hvomgkyni enda er þar forðast að nota fomöfn og sagnfyllingar í karlkyni
þar sem vísað er til beggja kynja. í Biblíunni frá 1981 er hins vegar notað
karlkyn:
(22) Sœl em sorgbitin, því að þau munu verða hugguð.29
Sœlir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.30
Hvort er hlutlausara hér, karlkyn (Sœlir em ...) eða hvorugkyn (Sæl em ...)?
Seinna dæmið er í samræmi við íslenska málvenju, rétt eins og dæmin í (18).
Enda þótt notað sé málfræðilegt karlkyn í þessum dæmum verður varla
27 Vísir i vikulokin, nr. 86, janúar 1971.
28 Söngbók Vmdáshlíðar.
29 Vinkonur og vinir Jesú, Mt 5.4.
30 Biblian 1981, Mt 5.4.
93