Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 97
Er biblíumál karlamál?
(24) Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska
hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honnmá3
Þau sem elska mig varðveita orð mitt og Guð, sem er faðir minn og
móðir, mun elska þau. Við munum koma til þeirra og gera okkur
bústað hjá þeimá4
Breyting úr eintölu í fleirtölu getur haft áhrif á merkingu. Áherslan er ekki
lengur sú að Guð elski sérhvem einstakling. Fyrirheitinu hefur verið breytt
með því að láta orðin vísa til hóps. Stundum er notuð fleirtala í Biblíunni,
t.d. í sæluboðununum, en það rökstyður ekki breytinguna í dæmi (24), ein-
mitt í þessu versi er notuð eintala. Hefur þýðandi slíkt vald að hann geti
ákveðið að breyta texta úr eintölu í fleirtölu? Höfundur ræður sjálfur hvað
hann skrifar en þar er það ekki þýðandans að bæta um betur. Verk hans er að
skila sem nákvæmustum texta á sem bestu máli - ekki að ritskoða textann í
leiðinni.
I NRSV er einnig nokkuð algengt að breyta 3. persónu eintölu í 2.
persónu til þess að forðast að nota karlkynsfomafn eins og sjá má af
eftirfarandi dæmi úr Opinbemnarbókinni 3.20. í íslensku biblíuþýðingunni
frá 1981 er versið í 3. persónu eintölu karlkyni, eins og í gríska
frumtextanum.35
(25) Sjá, ég stend við dymar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og
lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar
með honum og hann með mér.36
Listen! I am standing at the door, knocking; ifyou hear my voice and
open the door, I will come in to you and eat with you, and you with
me.37
Jafnrétti er mikilvægara en málfræði segja bæði Amfríður Guðmundsdóttir
og Auður Eir Vilhjálmsdóttir.38 Sú fullyrðing skýrir e.t.v. málspjöllin í eftir-
33 Biblían 1981, Jh 14.23.
34 Vinkomir og vinir Jesú, Jh 14.22-23.
35 fcáv xvq áKoúari xfj? P°° Kal ávoi^n öúpcxv, [mi] EÍaeXeúaopai npóq
aúxóv Kai Seuivljaco pei' aúTOÚ Kai atnó? pei' epoú.
36 Biblian 1981, Op 3.20.
37 NRSV. Op 3.20.
38 Amfríður Guðmundsdóttir 2001:93; Auður Eir Vilhjálmsdóttir 2001:15.
95