Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 102
Agústa Þorbergsdóttir
En ef þið fyrirgefíð öðrum misgerðir þeirra ...51
í NRSV er forðast er að nota enska orðið man. Eftirfarandi dæmi er úr
Postulasögunni þegar Komelíus fellur til fóta Pétri og veitir honum lotn-
ingu:
(35) Pétur reisti hann upp og sagði: „Statt upp, ég er maður sem þú.“52
But Peter made him get up, saying, “Stand up; I am only a mortal'’
Tilgangurinn með þessum breytingum er sá einn að nota ekki orð sem gæti
útilokað konur. Þau orð, sem notuð eru í staðinn, eru ekki alltaf jafngild. í
dæmi (35) vill Pétur ekki að Komelíus veiti sér lotningu þar sem hann er
ekki Guð heldur maður. í NRSV er lýsingarorðið mortal, ‘dauðlegur’ notað í
staðinn fyrir enska orðið man. í fmmtextanum er notað orðið maður, áv0p-
CúitOQ. Hins vegar eru til orð í grísku sem merkja ‘dauðlegur’, t.d. (þBap-
TÓQ og 0vt|t:ÓQ, en þau em ekki notuð í þessu tilviki.
Orðið maður er mjög algengt sem seinni liður samsettra orða. Orðin for-
ráðamaður, lögmaður, ábyrgðarmaður, eftirmaður og talsmaður geta jafnt
átt við um karla og konur. Oft er orðið notað til að tákna uppmna eða ætt:
Strandamenn merkir ekki aðeins karla sem fæddir eru í Strandasýslu og
Norðmenn eru ekki bara hálf norska þjóðin. Einnig er orðið algengt í starfs-
heitum: flugmaður, ökumaður.
í Vinkonum og vinum Jesú eru samsett orð sem enda á -maður notuð ef
þau vísa eingöngu til karla:
(36) fræðimaður (Mt 7.29)
fiskimaður (Mk 1.16)
tollheimtumaður (Mk. 2.15)
sáðmaður (Mk. 4.14)
varðmaður (Mk. 6.27)
Vísi orð sem enda á -maður til beggja kynja þá er farin sú leið að umrita þau:
(37) þau sem bera fram falskan boðskap53 (Mt 7.15)
51 Ef þér fyrirgefið mömnim misgjörðir þeirra ... Mt 6.14.
52 Biblian 1981, P 10.26.
53 Falsspámenn (Biblian 1981).
100