Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 106
Agústa Þorbergsdóttir
(44) Leikkonur og leikarar Þjóðleikhússins æfa af kappi fyrir frum-
sýningu.
Fjöldi söngkvenna og söngvara sungu á tónleikunum.
Ökumenn og ökukonur, gætið varúðar í hálkunni.
Allir skátar og allir kvenskátar eru náttúruvinir og náttúruvinkonur.
Þess eru einnig dæmi að merkingabreytingar verði í ósamsettum orðum, t.d.
hafði orðið séra63 upphaflega kynbundna merkingu, þ.e. merkti herra, en
varð síðar almennur preststitill hvort sem um konu eða karl er að ræða.
Bróðir
í íslensku getur orðið bróðir haft fleiri en eina merkingu. Fyrsta merking
orðsins bróðir er ‘sonur sömu foreldra’ en önnur merking er ‘náungi,
meðbróðir’ og þá er það alls ekki bundið við karla. Til eru ýmis orðatil-
tæki þar sem ljóst er að með orðinu bróðir er átt við félaga:
(45) Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.
Enginn er annars bróðir í leik.
Eins og íslenska orðið bróðir merkir gríska orðið ócSeA,(þÓQ ekki eingöngu
‘sonur sömu foreldra’ heldur getur það einnig merkt ‘meðbróðir’ eða
‘trúbróðir’. í Vinkonum og vinum Jesú og í NRSV gætir mikillar viðkvæmni
gagnvart þessu orði og er reynt að forðast að þýða áSeíiíþÓQ sem bróðir
þegar það merkir ‘meðbróðir’
Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga
þínu?64
(46) Hvers vegna sérðu flísina í auga annarrar manneskju en tekur ekki
eftir bjálkanum í þínu eigin auga?65
Athyglisvert er hvemig Mt 18.15 er þýtt í NRSV:
(47) Ef bróðir þinn syndgar [gegn þér], skaltu fara og tala um fyrir
honum, og sé það ykkar einna í milli. Láti hann sér segjast, hefur þú
unnið bróður þinn.66
63 Sbr. enska orðið sir, <alþ.lat. *seior <lat. senior ‘eldri’.
64 Biblian 1981, Mt 7.3.
65 Vinkonur og vinir Jesú, Mt 7.3.
66 Biblían 1981, Mt 18.15.
104