Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 108
Agústa Þorbergsdóttir
Fótspor systkina verður aldrei jafnt,
karls og konu, því að karlsins er stærra.
Þegar greinilegt er að konur eru líka ávarpaðar mætti eins þýða fleirtöluna
af gríska orðinu á8eA,(j)ÓQ sem systkin. Hins vegar má velta því fyrir sér
hvort höfundur hefði notað orðið bræður eða systkin ef það orð hefði verið
til.
Sonur og faðir
í þýðingum á málfari beggja kynja er reynt að forðast orðin sonur ogfaðir.
Dæmi um það er þýðing Mt 7.9 í Vinkonum og vinum Jesú'.
(51) Hver er sá maður meðal yðar sem gefur syni sínum stein er hann
biður um brauð?72
Hvaða foreldri myndi gefa barni sínu stein þegar það biður um
brauð?73
Stundum virðist textanum sérstaklega vera beint til annars kynsins og
breytingar til að auka jafnréttið geta orðið hjákátlegar. Dæmi um þetta er
þýðing NRSVá Orðskviðunum 5.1-3 þar sem ástæða hefur þótt til að vara
ekki einungis syni heldur einnig dætur við lauslátum konum. Var þá ekki
ástæða að vera samkvæmur þýðingarstefnunni og þýða hér human being í
stað womanl'.
(52) My child, be attentive to my wisdom; incline your ear to my under-
standing, so that you may hold on to prudence, and your lips may
guard knowledge. For the lips of a loose woman drip honey, and her
speech is smoother than oil.74
Son minn, gef gaum að speki minni, hneig eyra þitt að hyggindum
mínum, til þess að þú megir varðveita mannvit og varir þínar geymi
þekkingu. Því að hunangsseimur drýpur af vörum Iauslátrar konu, og
gómur hennar er hálli en olía.75
72 Biblian 1981.
73 Vinkonur og vinir Jesú.
74 NRSVOk 5.1-3.
75 Biblian 1981, Ok 5.1-3.
106