Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 112
Agústa Þorbergsdóttir
(59) Hvað finnst þeim sem láta sér þetta í léttu rúmi liggja um að hlut-
unum sé snúið við og tungutakið kvengert?86
(60) ... Við höfum hins vegar séð að þessi rök gilda sjaldnast þegar
kvenkynsmyndir eru notaðar í stað karlkynsmynda. Þeim sem finnst
orðið bræður eiga við konur, finnst þó ekki á sama hátt að orðið
systur eigi við um karla. Þeim finnst móðgun að tala til karla í
kvenkyni. Hvers vegna fínnst þeim þá aldrei móðgun að tala um
konur í karlkyni? 87
Vert er að benda á, ef ætlunin er að festa í sessi hið svokallaða málfar
beggja kynja, að ekki er „nóg“ að umskrifa eingöngu Biblíuna. Þyrftu
breytingamar þá ekki að verða á öllum sviðum? Það þyrfti m.a. að umskrifa
Lagasafn íslands, þar er karlkyn notað í 3. p. þegar vísað er til beggja kynja
eins og talist hefur eðlileg málnotkun í íslensku til þessa:
(61) Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem kosningarrétt á
skv. 1. gr. og hefur óflekkað mannorð.88
Samkvæmt skilningi þeirra kvennaguðfræðinga, sem nefndar hafa verið,
geta konur ekki tekið til sín það sem skrifað er í karlkyni. Vissulega væri
grafalvarlegt mál ef lög landsins ættu aðeins við karla. En þetta er aðeins eitt
dæmi af ótalmörgum sem þyrfti að huga að ef taka ætti upp nýtt málfar.
Hvemig á að koma í veg fyrir málfarslega ringulreið? Einnig þyrfti að taka
afstöðu til áður útgefínna texta. Hvað á að gera við kveðskap sr. Hallgríms
Péturssonar, t.d. heilræðavísuna Lítillátur, Ijúfur, káturl Þarf að gefa út
„skýringar“ þar sem fram kæmi hvort heilræðunum er beint til hálfrar eða
allrar þjóðarinnar?
Islensk tunga hefur sérstaka félagslega merkingu sem helsta undirstaða
íslenskrar menningar. Mikilvægt er fara af gát og virðingu með málið, það
er ekki síður viðkvæmt en gróður landsins. Stefna ætti að því að halda mál-
kerfrnu óbreyttu og raska ekki stórlega merkingum orða. Það hefur verið
metnaðarmál þjóðarinnar að varðveita samhengið í íslensku máli þannig að
Islendingar séu læsir á íslenskt mál allra alda.
86 Arnfríður Guðmundsdóttir 2001:16.
87 Vinkonnr og vinir Jesú 1999:8.
88 Lög um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000.
110