Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 115
Gunnlaugur A. Jónsson
Biblíuleg stef í kvikmyndum
Notkun Biblíunnar og annars trúarlegs efnis í kvikmyndum er sérlega heill-
andi og gefandi viðfangsefni fyrir guðfræðinga. Þetta viðfangsefni hefur
enda dregið til sín mjög aukna athygli fræðimanna á síðustu árum. Hér á
landi hefur þessi nýja vídd guðfræðinnar verið talsvert á dagskrá.1
í þessari grein mun ég að nokkru styðjast við erindi sem ég flutti í mál-
stofu Guðfræðistofnunar síðastliðið vor og nefndi „Guð á hvíta tjaldinu - í
bókarlok.“ Titillinn vísaði til bókar sem ég hafði staðið að útgáfu á í lok síð-
astliðins árs.2
Vitaskuld var það ekki ætlun mín að flytja einhvers konar ritdóm um bók
sem ég hef sjálfur tekið þátt í að ritstýra og auk þess skrifað tvo kafla í. Hins
vegar taldi ég mig geta spjallað um ýmis álitamál sem tengjast efni bókar-
innar og í vissum tilfellum hlyti ég þá að vitna til bókarinnar máli mínu til
stuðnings. Þessa grein hef ég hins vegar ákveðið að skrifa undir öðrum titli
enda tengslin við bókina engan veginn allsráðandi. Eg vil þó byrja á því að
fara nokkrum orðum um hana.
Guð á hvíta tjaldinu
Bókin Guð á hvíta tjaldinu er afrakstur starfsemi klúbbsins Deus ex cinema
þar sem klúbbfélagar hafa hist vikulega allt frá 4. júlí 2000 til að horfa á trú-
arlegar kvikmyndir eða kvikmyndir sem hafa að geyma trúarleg stef, notkun
trúarlegra texta eða hugmynda í kvikmyndum.
Klúbbfélögum hefur ijölgað mjög verulega frá stofnun klúbbsins og
koma þeir nú úr ýmsum áttum og af ýmsum fræðasviðum, svo sem sviði
bókmenntafræða, heimspeki, kvikmyndafræða og myndlistar þó svo að guð-
fræðingarnir séu ijölmennastir.
1 Sbr. Gunnlaugur A. Jónsson 1999, „Réttlæti og fögnuður kyssast. Um biblíuleg stef í kvikmynd-
um.“ í: Heimur kvikmyndanna. Ritstj. Guðni Elísson. Reykjavík, Forlagið, s. 443-456.
2 Bjarni R. Sigurvinsson, Gunnlaugur A. Jónsson og Þorkell Á. Óttarsson (ritstj.) 2001, Guð á hvita
tjaldinu. Trúar- og biblíustef í kvikmyndum. Reykjavík, Fláskólaútgáfan.
113