Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 121
Biblíuleg stefí kvikmyndum
klassískum trúarlærdómum settum fram með orðfæri samtímans. Er það
ekki einmitt hin sístæða glíma guðfræði og kirkju?“n
I þessu ljósi er e.t.v. unnt að tala um kvikmynd eins og þessa sem trúar-
lega þó svo að nokkuð ljóst megi vera að framleiðandi myndarinnar hafa
ekki verið með hugann við hjálpræðisskilning Lúthers.
í þessu sambandi er kannski ástæða til þess að benda á þau augljósu sann-
indi að kvikmyndir eru a.m.k. mjög mismunandi mikið á trúarlegum nótum.
Hér vil ég taka dæmi af annarri grein minni í bókinni um eina af uppáhalds-
kvikmyndum mínum, gyðinglegu kvikmyndina The Chosen, sem fjallar um
samskipti tveggja gyðinga, unglingspilta á Manhattan á árunum 1944-
1948.12 Ég tel víst að allir myndu samsinna því að þar sé um trúarlega kvik-
mynd að ræða. Öll umgjörð myndarinnar er trúarlegs eðlis, m.a. fáum við
góða innsýn í hugarheim hinna svokölluðu hasídím-gyð'mga og átök þeirra
við hina veraldlegu gyðinga sem vildu beita sér íyrir stofnun gyðingaríkis í
Landinu helga. Að mati hasídím gyðinga var það Messías einn sem gæti
komið því til leiðar og það væri beinlínis guðlast af öðrum að fara að taka
að sér það hlutverk hans. Við fylgjumst með gyðinglegri guðsþjónustu, trú-
arlegu líferni hasídím-gyðinganna sem birtist meðal annars í sérkennilegum
klæðnaði þeirra.
En vegna áhuga míns á sálmum Saltarans gekk ég skrefi lengra í túlkun
minni á myndinni. Á einum stað í henni er augljóslega vitnað í Sálm 1 og
auk þess sá ég fleiri hliðstæður við þann kunna spekisálm. Ég leyfði mér því
að nota sálminn sem eins konar túlkunarlykil á myndina, taldi það varpa nýju
og áhugaverðu ljósi á hana án þess að ég væri þar með halda því fram að það
hefði beinlínis verið í huga þeirra eru gerðu myndina. Að þessu leyti er ég á
svipuðum nótum og Árni Svanur, þ.e. að benda á áhugaverða hliðstæðu milli
kunnra trúarlegra stefja eða texta og ákveðinnar kvikmyndar.
Hér er sá munur á að hið trúarlega samhengi er augljóst í myndinni The
Chosen en fáir kvikmyndahúsagestir hefðu tekið þannig til orða eftir að hafa
séð kvikmyndina Cast Away að þeir hefðu verið að horfa á trúarlega kvik-
mynd. Enginn myndi hins vegar draga í efa að flestar þær kvikmyndir sem
Bjarni Randver Sigurvinsson fjallar um í ítarlegustu greininni í bókinni séu
trúarlegar kvikmyndir enda fjallar sú grein um trúarlegar hreyfingar.13 En
hér skal látið staðar numið í spjalli þessu um mismunandi afstöðu til þess
11 Sama rit, s 121.
12 Gunnlaugur A. Jónsson 2001, „Hinn útvaldi: Gyðingleg kvikmynd skoðuð af sjónarhóli 1. sálms
Saltarans." í: Guð á hvíta tjaldinu, s. 217-228.
13 Bjami R. Sigurvinsson 2001, „Heilaþvottur, hugstjórnun eða sjálfstæð ákvörðun: Umdeildar
stjórnmálahreyfingar og trúarhreyfingar í kvikmyndum." í: Guð á hvíta tjaldinu, s. 165.
119