Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 122
Gunnlaugur A. Jónsson
hvað beri að telja trúarlegar kvikmyndir. Þess í stað skal að lokum vakin at-
hygli á flokkunarkerfi því sem við sem stöndum að Deus ex cinema höfum
notað er við skrifum um kvikmyndir á vefnum (www.dec.hi.is). Þar er leit-
ast við að fylla inn í eftirtalda flokka: Beinar tilvísanir í texta í trúarriti, hlið-
stæður við texta í trúarritum, persónur úr trúarritum, sögulegur trúarpersón-
ur, guðfræðistef, siðfræðistef, trúarbrögð, goðsögulegir staðir og helgistaðir,
trúarleg tákn, trúarembætti, trúarlegt atferli og trúarleg reynsla.
Væntanlega má segja að kvikmynd sé trúarlegri eftir því sem tekst að
fylla í fleiri af ofangreindum flokkum. En algildur er sá mælikvaði vissulega
ekki.
Kristsgervingar í kvikmyndum
Hugtakið kristsgervingur hefur verið mjög til umræðu innan klúbbsins Deus
ex cinema svo og í bókinni Guð á hvíta tjaldinu og hefur mikil notkun þesss
sætt nokkurri gagnrýni, meðal annars í ritdómi dr. Sigurjóns Árna Eyjólfs-
sonar þar sem hann setur spurningamerki við tilraun dr. Péturs Péturssonar
prófessors til að gera kúrekann sem Clint Eastwood leikur í kvikmyndinni
Pale Rider að kristsgervingi.14 Spyr Sigurjón Árni hvort hugtakið kristsgerv-
ingur sé ekki orðið alltof vítt og það verði af þeim sökum merkingarlítið og
ómarkvisst. En hugum þá að skilgreiningu á þessu hugtaki.
í ítarlegri og fróðlegri yfirlitsgrein dr. Arnfríðar Guðmundsdóttur lektors
um Krist á hvíta tjaldinu er að finna þessa skilgreiningu sem hún tekur fram
að geri ekki tilkall til að vera fullkomin eða skotheld:
í fyrsta lagi þarf kristsgervingur ekki að líkjast Kristi í öllum meginatrið-
um til þess að geta með réttu kallast því nafni, þó að ekki sé nóg að um sé
að ræða aðeins lauslega skírskotun. í öðru lagi þarf kristsgervingur að
hafa trúverðuga skírskotun til persónu Krists eða boðskapar hans. Með
öðrum orðum þarf sú tilvísun sem á sér stað að vera í samræmi við líf og
starf Krists og ekki á á skjön við frelsunar- og kærleiksboðskap hans.15
Gunnar J. Gunnarsson lektor við KHÍ, einn af höfundum bókarinnar, hefur
lýst þeirri skoðun sinni að hann kjósi frekar að tala um vísanir til Krists í
kvikmyndum en kristsgervinga.16 í mörgum tilfellum tel ég að rétt sé að
14 Pétur Pétursson 2001, „Grettir, Hallgrímur Pétursson og Clint Eastwood: Jesúgervingar í bók-
menntum og kvikmyndum." í: Guö á hvíta tjaldinu, s. 85-110.
15 Arnfríður Guðmundsdóttir 2001, „Kristur á hvíta tjaldinu: Um túlkun á persónu og boðskap Jesú
Krists í kvikmyndum." í: Guð á hvíta tjaldinu, s. 33-70
16 Gunnar J. Gunnarsson 2000, „Vísanir til Krists í kvikmyndum." Fyrri og seinni hluti. Bjarmi 94,
2000, 2. tbl. s. 8-11 og 3. tbl. s. 18-21.
120