Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 126

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 126
Gunnlaugur A. Jónsson flétta fær þó óvæntar og afdrifaríkar afleiðingar þar sem hin nýja eiginkona flyst fyrirvaralaust úr landi, og skilur Kolya fimm ára son sinn eftir og kem- ur í hlut Louka að annast. Louka neyðist til að taka drenginn með sér í vinnuna og þannig kynnist Kolya Sálmi 23 sem stöðugt er verið að syngja við jarðarfarir. Tómstunda- iðja hans verður smám saman helst sú að teikna líkkistur og jafnvel að svið- setja jarðarfarir. Sálmur 23 myndar umgjörð um myndina og lokaatriðið er áhrifaríkt þeg- ar Louka skilar drengnum til móður sinnar og Kolya heldur í flugvél með henni út í óvissuna heim til Rússlands og hefúr þá yfir Sálm 23, sem er hið fyrsta sem hann hafði lært í tékknesku, og má í því atriði merkja hið hugg- unarríka eðli sálmsins. Notkun Sálms 23 í niðurlagi myndarinnar fær áhorf- endur til að trúa því að allt muni fara vel „því að þú ert hjá mér.“ í myndinni sjáum við því annars vegar það einkenni Sálms 23 að hann er mikið notað- ur við útfarir og í návist dauðans en hins vegar líka að hann tjáir vernd og handleiðslu. Sunnudagsenglar Ekki síður athyglisverða notkun á Sálmi 23 er að finna í norsku kvikmynd- inni Sunnudagsenglum og svo skemmtilega vill til að þessi mynd keppti við Kolya um óskarsverðlaunin sem besta útlenda kvikmyndin 1996. Myndin Qallar um Maríu, norska prestsdóttur á táningsaldri, og uppreisn hennar gegn hinum stranga föður sínum og þeirri kristnu trú sem hann boð- ar. Jóhannes faðir Maríu sýnir lítinn skilning á því uppgjöri sem dóttir hans á í og vandamálum táningsáranna. María hugsar til þess að þegar hún fermist hefur hún setið 640 tíma í kirkjunni og hana langar meira á veitingahús bæj- arins og getur ekki skilið að það sé synd að drekka kók eða bera eyrnalokka. Smám saman byrjar María að uppgötva sinn eigin styrk. Gegn hinni ströngu guðsmynd kirkjunnar og foður síns teflir María annarri guðsmynd sem hún finnur t.d. í Ljóðaljóðunum og Sálmi 23 og teng- ir við ástir og fegurð sköpunarverksins. „Ég á mér stað út af fyrir mig inni í skóginum,“ segir María og þann stað tengir hún við Sálm 23. Þá spyr hún vinkonu sína, Tunheim kirkjuvörð, hvort Salómon konungur hafi verið guð- leysingi þar sem hann tali í Ljóðaljóðunum um konur, kossa og vín. „Furðu- legt að þetta skuli vera í Biblíunni,“ segir hún. Segja má að María tefli fram fagnaðarerindi ritningarinnar gegn einhliða lögmálstúlkun föður síns og það fagnaðarerindi finnur hún ekki síst í Sálmi 23, sem hún tengir við fegurð sköpunarverksins. 124
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.