Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 131
Andmæli við doktorsvörn
Sigurjóns Arna Eyjólfssonar
Doktorsvörn í Odda HÍ, 16. mars, 2002
Hjalti Hugason
Hvers konar rit?
Inngangur
Ég kýs að hefja mál mitt með þeirri spurningu hvers konar rit framlögð bók
sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar raunverulega sé. Niðurstaða þeirrar grein-
ingar hlýtur óhjákvæmilega að verða forsenda sem gengið verður út frá við
alla gagnrýni á ritinu.1
Hefðbundnar vísinda- og doktorsritgerðir einkennast oftast af því að þær
eru (1) ritaðar um þröngt afmörkuð viðfangsefni, (2) í þeim er lögð til
grundvallar skýr aðferð, (3) uppbygging þeirra er leidd út frá aðferðinni, (4)
í upphafi er sett fram vel afmörkuð tilgáta eða varpað fram afmörkuðum
rannsóknarspurningum og (5) í lokin er spurningunum svarað eða tilgátan
rökstudd á samstæðilegan hátt. I hugvísindum og þar á meðal guðfræði er af-
mörkun viðfangsefnisins tíðum þematísk og hún gjarna þrengd enn frekar
með afmörkun í tíma. Titill þeirrar ritgerðar sem hér er til umíjöllunar er
skólabókardæmi um þetta: Guðfrœði Marteins Lúthers í Ijósi túlkunar hans
á Jóhannesarguðspjalli 1535-1540. Heiti ritgerðarinnar vekur því þá vænt-
ingu að hún sé rituð innan þess ramma sem hér var lýst.
Fyrir allnokkrum árum benti þekktur sænskur guðfræðingur á að í nor-
rænum guðfræðirannsóknum gætti sterkrar tilhneigingar til að afmörkun
viðfangsefna, vinnuaðferð og önnur efnistök drægju mjög dám af sögulegri
aðferð, hvort svo sem síðan yrði um að ræða kirkjusögu, guðfræðisögu, hug-
myndasögu eða einhverja annars konar sögu. Sérkenni sögulegrar nálgunar
felast í því að viðfangsefnið er afmarkað m.t.t. tíma (eins og hér er raun á),
það er skoðað utanfrá og sem mest í ljósi síns eigin sögutíma, aðferðin sem
1 Sigurjón Árni Eyjólfsson 2000, Guðfrœði Marieins Lúthers í Ijósi túlkunar hans á Jóhannesar-
guóspjalli 1535-1540. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag.
129