Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 142
Hjalti Hitgason
viðmiðun varðandi upphaf miðalda. Síðar í sömu nótu spreytir höfundur sig
svo á að meta tímabilið og segir: „Upphaflega voru miðaldir litnar neikvæð-
um auguin og álitnar vera tími hnignunar. A dögum rómantísku stefnunnar
tóku menn hins vegar að líta á miðaldir með jákvæðu hugarfari." (167) Sjálf-
ur virðist höfundur vera talsmaður hinnar „krítísku“ sýnar á tímabilið en í
annarri neðanmálsgrein stendur:
Óhætt er að fullyrða, að hinar svokölluðu „gullnu miðaldir" hafi verið
liðnar undir lok á dögum Lúthers. Raunar mætti spyrja hvort þær hafi yf-
irleitt verið til nema í huga rómantískra skálda og fylgismanna þeirra....
(nmgr 2, 45)
Hér er höfundur á hálum brautum. Það er vissulega ekki aðeins áhangendur
rómantísku stefnunnar á 19. öld sem hafa tekið hið neikvæða mat á miðöld-
unum til endurskoðunar. I sagnfræðirannsóknum á síðustu áratugum 20. ald-
ar viku frasar um „hinar myrku miðaldir“ vissulega fyrir slagorðum á borð
við „hinar björtu miðaldir", „hinar dynamísku miðaldir" eða öðrum hlið-
stæðum. Æskilegt hefði verið að höfundur hefði tekið meira mið af því mati
sem nú ræður ríkjum í sagnfræðinni og hliðstæðum greinum í þessu efni.
Almennt má síðan segja að þegar höfundur fjallar um miðaldir bregði
hann upp furðu einfaldri augnabliksmynd af þessu 1000 ára tímabili í sögu
Vestur-Evrópu. Lesandi fær auðveldlega þá sýn að gjörvallar miðaldir rúmist
í einu andartaki, einni stefnu, einni skoðun, einni lífssýn og því ekki einni
persónu. Að hyggju höfundar virðist hinn dæmigerði miðaldamaður raunar
hafa holdgerst í munkinum Marteini Lúther eins og hann var áður en hann
„enduruppgötvaði“ boðskap Nýja-testamentisins og frumkirkjunnar. Sé
þetta gert er mögulegt að skella einföldum merkimiðum á miðaldirnar. Öll
þróun og framvinda hverfur hins vegar úr myndinni. Veruleikanum er
þröngvað inn í „systematískan“ hugtakaheim sem á lítið skylt við sögulega
umfjöllun. Tilhneiging höfundar í þessa átt kemur glöggt í ljós þegar sagt er:
Það var kirkjan sem mótaði þann ramma sem miðaldamenn hugsuðu og
störfuðu í og innan hans glímdu menn við spurningar er snertu Guð.
Menn leituðu svara í breiðum straumi hefða sem byggðust mismikið á
ritningunni. Spurningar og svör voru ekki miðuð við einstaklinginn, held-
ur tengd baráttu prestaveldis kirkjunnar við ríkið. Fólk í vanda naut að-
stoðar presta í finofnu kerfi sálusorgunar og afláts, þar sem reynt var að
svara þeirri spurningu sem brann á einstaklingnum: „Hvernig finn ég náð-
ugan Guð?“ Það eru svörin við þessari spurningu sem marka skil síðmið-
alda og siðbótar. Spurningin kvaldi Lúther eins og aðra.... (167-168)
140