Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 143

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Síða 143
Andmœli við doktorsvörn Sigurjóns Árna Eyjólfssonar Annað dæmi um þessa einföldu sýn á miðaldir má lesa út úr eftirfarandi orð- um: Hér skilur Lúther sig frá hugmyndum miðaldakirkjunnar um eftirfylgdina við Krist sem verkaréttlætingu. Þar var litið á Jesú sem fyrirmynd fremur en frelsara. Jesús var í augum manna staðall fyrir þeirra eigin hegðun og bar að líkja eftir honum.“ (290-291) Segja má að hin ýmsu guðfræðiviðhorf miðalda hafi rúmast í „segulsviðinu“ frá Agústínusi til Pelagíusar. Þegar um meginstrauminn er að ræða var blæ- brigðamunur á hvort fremur var um að ræða „semi-ágústínska“ guðfræði eða „semi-pelagíanska“. Þó er ljóst að gera verður ráð fyrir mun fjölþættari mynd en hér er gert. A síðmiðöldum rúmaði kirkjan ýmsa strauma skólastískrar guðfræði, sakramentisguðrækni af ýmsu tagi, leikmannahreyf- ingar sem byggðu á trúarlegum innileika og virkni og loks dulhyggju. Mið- að við róttæka sola fide-guðfræði Lúthers má e.t.v. segja að flestir þessara strauma komi út sem einhvers konar verkaréttlæting. Þó ber að varast of grófar alhæfingar eins og lesa má út úr þeirri „einvíðu“ mynd af miðalda- kirkjunni og guðfræði hennar sem höfundur bregður upp. Enn eitt dæmi um túlkun á hugmyndasögu miðalda kemur fram í þessum orðum: Við hlið þessarar hefðar (þ.e. hugmynda skólaspekinnar um Guð sem hið eina, óendanlega, hátt upphafna, óskýranlega, óumbreytanlega og eilífa - innskot HH) mótuðust hjá kirkjunnar mönnum og alþýðu hugmyndir um réttlætingu mannsins frammi fyrir Guði og innan kirkjunnar. Þar er Guð skilinn sem sá kraftur sem beitir manninn aga og siðferðislegum þrýstingi. í raun studdist kirkjan við tvenns konar guðshugtök: eitt fyrir fræðin og annað fyrir daglegt líf fólks (praxis). Með kennivaldi kirkjunnar var reynt án árangurs að miðla þar á milli. Það leiddi til þess að ákveðnum þáttum guðfræðilegrar íhugunar var haldið frá alþýðu manna. Afleiðingin varð sú, að í daglegu lífi hins kristna manns urðu skilin æ meiri milli hins krefj- andi Guðs hversdagsins og hins hátt upp hafna Guðs náðarinnar sem skólaspekin boðaði. Þessi togstreita varð til þess að alið var á almennum óróa sem blundaði í hjörtum trúaðra. Innan skólaspekinnar var reynt að brúa bilið með því að færa umfjöllunina um eðli Guðs nær íhuguninni um persónu hans. (171) Hér vakna margar og stórar spumingar. Hvað réttlætir t.d. þá umsögn að „án árangurs“ hafi miðaldakirkjan reynt að beita kennivaldi sínu til að miðla á milli tvenns konar guðshugtaka þar sem eitt laut að fræðunum en annað að daglegu lífi fólks? Að hve miklu leyti hafði almenningur yfir höfuð eitthvað 141
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.