Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 147
Sigurður Árni Þórðarson
Leiðum lýst
Inngangur
Herðubreið er fjall mikilleikans. Ur Qarska er hún tilkomumikil og tíguleg.
Því nær sem komið er verður hún stærri - og maðurinn smærri. Hægt er að
skynja og túlka Herðubreið með margvíslegu móti, úr íjarlægð, sem form í
landi eða rof sjónarhrings og einnig sem jarðfræðilegt dæmi. Svo er hægt að
upplifa allt annað í nálægð, með því að ganga við rætur og upp í hlíðar eða
jafnvel lengra. Eitt sinn vorum við tvö á ferð í Herðubreiðarlindum snemma
sumars. Sprengisandur var illfær og ferðamennirnir vart komnir. Vegna
kyrru og fámennis var hægt að njóta og nánast þreifa á mikilfengleik Qalls-
ins, klungrin blöstu við og ský léku við kúfinn. Ummerki hamfarahlaupa
juku á mannsmæðarvitund og urðu baksvið myndar af andvaka útlaga. í
hana blandaðist leikur straumanda og hið glaða líf flugu og harðgerrar fánu.
Var rétt að klífa fjallið? Var það hægt? Leyfðu aðstæður og var það eftirsókn-
arvert? Enginn fór, því þoka sleikti hlíðar og ekki gott að klífa stórfjall í
þannig aðstæðum. Því var frá haldið, farið í annan Qallafaðm og gruflað svo-
lítið í Aðventu Gunnars, minnst hrútsins, eða var það kannski Guðslambið?
Og voru þeir félagar hundur og Bensi, kannski guðleg symból? Er ekki allt
sem sýnist? Hvað er hvað, hvers vegna og til hvers?
Guðfræði Marteins Lúthers í ljósi túlkunar hans á Jóhannesarguðspjalli
hafði Herðubreiðaráhrif við fyrstu kynni. Vissulega verður bókin ekki geng-
in, hvorki upp eða niður, en samt er hún óræður stórveruleiki og jafnvel ill-
viðráðanlegt fyrirbæri. Hún gnæfir upp úr fræðasamhengi sínu, stendur sér
og er eiginlega úr takti við allt, sem búast hefði mátt við. Umfangið er ógur-
legt og fargið virtist gríðarlegt. Er hægt að nálgast þennan veruleika á hraða
nútímamanns? Eru allir aðrir en ofurþjálfaðir dæmdir frá? Er einhver úti-
legumaður í spili ritarans, einhver óuppgerð saga sem aldrei verður sögð? Er
til fær uppgönguleið?
Lesturinn varð gjöfull og margt kom í ljós. Orð, sem á efitir fara, eru
kompuslitur, sem deilt er með ykkur að gefnu tilefni. Þetta eru brot af
reynslu og ekki umhverfismat. Við vitum ekki hvort íslendingar muni lesa
þetta mikla rit. En vitum þó, að ef farin er öll leiðin á góðum degi verður út-
sýn mikil.
145