Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 148
Sigurður Arni Þórðarson
Guðfræði Marteins Lúthers er fjölbreytileg og kostarík bók. Sumt í bók-
um er þess eðlis að það er bæði kostur og galli og matið er háð frá hvaða
sjónarhóli er séð. Hér eru tilfærð gæði sem vert er að nefna sérstaklega áður
en lengra er haldið. Fyrst eru það gæðin eða góðu fréttirnar en síðan hinar,
sem verri eru.
Margföld gœði
1. Bókin er saga ferðar. Hún er ekki kíkir eða smásjá, sem beinir sjónum
að einum nálaroddi eða naglahaus í heimi fræðanna. Hún er fremur um
samskipti og samspil Qögurra ferðafélaga: Sigurjóns Arna Eyjólfssonar,
Marteins Lúthers, Guðs og lesandans. Samhengið er vestræn saga síð-
ustu tvö þúsund ár og víða áð á leiðinni. Vissulega þarf talsverða hæfni
til að sjá alla ferðalangana og ekki síst saman, og þó er þetta engin felu-
bók. Sumir munu aðeins sjá Sigurjón Árna eða jafnvel glappaskot hans,
aðrir aðeins Lúther. Einstaka mun kunna til innlifunarlestrar og sjá sig í
mynd einstaklingsins, mannsins sem þeir félagar Marteinn og Sigurjón
Árni halda í hendur á. Sá er frammi fyrir Guði, fyrir ásjónu Guðs með
allan vanda mennskunnar opinberaðan í lífinu. Og síðan er Guð á ferð
og er í tíma og handan hans, í tómi og fyllingu, í gleði og sorg, lausnar-
inn sjálfur. Guðfræði Marteins Lúthers í útgáfu Sigurjóns Árna hefst
með Guði og er uppteknust af þeim veruleika og þætti. Og af því mað-
urinn er í tíma, ferðast hann og reisubókin verður síðan eins og handbók
um lífið í heiminum, uppsláttarrit til stuðnings.
2. Bókin Guðfræði Marteins Lúthers lýkur upp Lúther. Með því að lesa
hana fæst góð yfirsýn um veigamikla þætti guðfræði siðbótarmannsins.
Efnistök ritsins eru samstæðileg og Sigurjón Árni dregur saman þætti
sem tengjast, ríma vel og þurfa samsýn. Bókin birtir marga texta Lúth-
ers og gefur því innsýn í heim hans, röksemdir, hvaða leið hann fer og
af hverju. Hér er því til orðin ágæt heimild öllum þeim sem rannsaka
sögu siðbreytingartímans, trúarsögu Lúthers eða leita heimildar um bak-
svið einhvers í trúarhefð Islendinga. Hún mun því nýtast mörgum og
væntanlega um langan aldur.
3. Bókin er uppsláttarrit um sögulega þróun ýmissa kenninga kirkjunnar,
mikilvægra guðfræðinga í sögu og samtíð. Ekki þykir mér síst, að spek-
ingurinn Gerhard Ebeling, sem nú er nýlátinn, skuli hafa fengið að lið-
sinna svo vel við bókargerðina. Af honum hefúr Sigurjón Árni mikið
lært og vel að hann skuli enduróma Orðsgjörning - sem Ebeling endur-
146