Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 150
Sigurður Arni Þórðarson
staðar í ritinu, þó ekki sjáist það á yfirborðinu í þessu verki. Það er mik-
ið burðarvirki að baki sem þolir talsvert hnjask, titring og skjálfta.
10. Guðfræði Marteins Lúthers er ítarleg trúræktarbók og því mjög pastoral
í áherslu. í henni er rætt um afar marga þætti í lífi kristins manns, ekki
síst þá sem nútímafólk á í erfiðleikum með. Sigurjón Árni ritar ítarlega
um eðli bænarinnar, bænahald, trúariðkun og trúarlegar æfingar í ljósi
Lúthers og hefðarinnar sem hann stóð í. Þessi bók á því erindi við þau
sem vilja eflast í ferðalaginu með Kristi í samræmi við lútherska trú-
rækni. Það er því Ijómandi tilefni að lesa þessa bók á föstunni með Pass-
íusálmum.
11. Bókin er opin í tíma, vitnar til samtíma og bendir á sameiginleg við-
fangsefni Lúthers og okkar sem nú lifum. Sigurjóni Árna tekst að sýna
hið klassíska gildi Lúthers og að hann á erindi í samræðu um trú, heim,
mann og Guð í samtíðinni. Þetta er hið mikla túlkunarfræðilega gildi
bókarinnar og afrek. Þótt sitthvað gangi á í greiningum Sigurjóns Árna
og þar megi finna að sumu hefur honum tekist að draga út ýmis inntök
og möguleika á lífi, af því tagi sem Paul Ricoeur hefur lagt áherslu á að
sé markmið túlkunar.
12. Með því að leggja fram og verja þessa miklu ritgerð á íslandi er Sigur-
jón Árni að leggja vel til iðkunar guðfræði í landinu. Verður hann von-
andi prestum fyrirmynd og hvatning til að feta sömu leið og guðfræði-
nemum vegvísir.
Allt er þetta þakkarvert hvort sem horft er úr horni akademískrar guð-
fræði eða kirkjunnar. Það er ástæða til að stefna til fjalls með ritið hans Sig-
urjóns Árna að leiðarvísi.
Akademískar kröfur Háskóla Islands
Almennar kröfur sem gera verður til ritgerðar við doktorsvörn eru skil-
greindar í reglum Háskóla Islands. Við þær verður að miða. Að auki eru svo
akademískar hefðir og viðmið þeirra skóla sem kennarar, starfsmenn háskól-
ans sem og andmælenda hafa stundað nám í og þeirra hefða sem þeir hafa
lært af. í nálgun minni er reynt að miða við það sem sagt er í reglum og það
sem mér virðist lágmarksviðmiðanir.
Ástæða er til að vekja athygli á að doktorsvarnir eru með ýmsu móti.
Doktorsnám sem kennt er við Ph.D. er skipulegt mótunarferli fræðimanns og
148