Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 155

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 155
Andmœli við doktorsvörn Sigurjóns Árna Eyjólfssonar síst 20. aldar guðfræði. Oft rekur Sigurjón Árni einstaka sprota allt aftur til rita Biblíunnar, til grískrar heimspeki og til feðra guðfræðinnar. Fjöldi ritaumsagna og endursagnir auka gildi ritsins í höndum þeirra sem leita skjótfengins en ítarlegs yfirlits. En þarna er líka kominn vettvangur til skoð- unar fyrir alla sem hafa löngun til að íhuga hina guðfræðilegu túlkun og við- fangsefni í þýsku samhengi. Það er allt mikill bónus og til að gleðja hvern sem rennur skeiðið til enda. Athygli vekja hinir mörgu útúrdúrarar (excursus). Þessir eru hliðarhopp, sérleiðir sem eru eins og kenningarsögulegar skýringar, trúarheimspekilegar æfingar eða yfirlit, hugmyndasögubrot og annað sögulegt uppfýllingarefni. Ekki er alveg ljóst hvernig á að túlka þessa skilningsauka. Af hverju er Sig- urjóni Árna svo mikilvægt að birta allt þetta efni? Er lesandanum ekki treystandi til handbókarkunnáttu? Er það kennarinn sem vill létta nemanda lífið? Varla eru þetta námsnótur sem fá að fljóta með? Ekki er ljóst af hverju allt þetta efni fýlgir, því stundum flækir það og jafnvel skyggir á viðfangs- efnin. Er ekki einfaldara að sækja þetta efni á Netinu? Leiðarval, markmið og afmörkun Þegar kraftmikill höfundur er undir áratug að skrifa bók, fjöldi fólks hefur lagt á sig mikla vinnu við að koma henni á prent, fólk úti í bæ gerir lestrar- atlögu að þessum þéttrituðu 559 blaðsíðum flókinnar guðfræði um Martein Lúther og höfundur vill að hún sé vegin sem doktorsritgerð er eðlilegt að spurt sé: Hver er tilgangur þessarar bókar? Hvað er þarft og hvað er óþarft? Þegar hefur margt verið sagt um gæði og gildi verksins. Markmið, sem höf- undur sjálfur setur, eru í samhengi dagsins þó aðalatriði og til skoðunar. Þau eiga að móta byggingarlag eða leið sem fara skal. Þegar rýnt er eftir gæðum og göllum er ástæða til að skoða aðferð Sigurjóns Árna, sem er jafnframt lýsing hans á burðarvirki bókarinnar. Ég hef brotið niður setningar firá Sig- urjóni Árna, „hans eigin orðum,“ úr inngangi og formála til að greina við- fangið: Sigurjón Arni vill: 1. Leitast við að setja guðfræði Lúthers fram á samstæðilegan hátt (bls. 21); 2. Með hliðsjón af túlkun Lúthers á Jóhannesarguðspjalli frá árunum 1535-1540 (bls. 21); 3. Vill kynna Lúther með „hans eigin orðum“ (bls. 23); 4. Leitast við „að velja og greina kjarnatexta þar sem Lúther fjallar ítarlega um tiltekin stef innan guðfræðinnar“ (bls. 23)“; 153
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.