Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Blaðsíða 158
Sigurður Arni Þórðarson
fagnaðarerindi, reiði Guðs, tveggja ríkja kenninguna og guðsmynd og
guðsímyndir í samtíð Lúthers og meðferð þeirra á síðari tímum. Allt þetta
efni er rakið á verulega samþjöppuðum 120 blaðsíðum.
Síðan kemur gífurlegur kafli um samviskuhugtakið. Sigurjón Árni gerir
grein fyrir samviskunni eins og hann væri að skrifa sérrit um hana, með al-
mennum inngangi og síðan rekur hann hugtakið í meðförum Gamla testa-
menntisins og Nýja testamenntisins, svo hér er á blaði heilmikil biblíuguð-
fræði. Þá rekur hann hvernig forn-Grikkir túlkuðu samviskuna og síðan
merkingu og baksvið hinnar mikilvægu setningar frá yfirheyrslum í Worms
árið 1521: „Og þar sem samviska mín er bundin í orði Guðs, get ég hvorki
né vil afturkalla nokkuð, því að það er hvorki áhættulaust né heiðarlegt að
breyta gegn samvisku sinni. Guð hjálpi mér. Amen.“ (bls. 164). í ljósi þessa
fetar Sigurjón Árni sig i gegnum guðfræðistefnur miðalda, skólastík,
mýstikina og endurreisnarhefðina og síðan afitur í heimspeki og guðfræði-
hefðir fornar og fram í meðferð Lúthers á samviskunni. Allur þessi kafli er
meistaralega unninn og hefði mátt gjarnan standa einn sér og birtast sem sér-
stök bók. Litlu hefði þurft að bæta við til að hann gæti staðið algerlega sjálf-
stætt verk. Því er hér eiginlega monografía af meðalstærð með ákveðinn
möndul og meginstef.
Tn'iarlífið - þriðji hlutinn
Þriðji meginbálkurinn (frá bls. 377 og til enda bls. 491), íjallar um trúarlíf
mannsins (kaflar 11-14). Fjallar Sigurjón Árni um það efni með skoðun á
bæninni og tengslum hennar við verk, bænahefð og bænaþurrð. Þá er ijall-
að um réttlætinguna, mismunandi skilning og guðfræði endurlausnar og
réttlætingar og hvernig siðbótararmenn og rómversk-kaþólska kirkjan
íjölluðu um þau mál. Fjallað er um tengsl trúar og tóms (12. kafli). 1 þrett-
ánda kafla er svo fjallað um ýmsa þætti í prófun trúarinnar, glímu hennar
og hjálparefni. Hugað er einnig að tengslum skynsemi og trúar og hvernig
Lúther skildi þau (14. kafli). Síðasti kaflinn, svonefnd „Niðurstaða“ er síð-
an um trú og afhelgun veraldar og sem næst algerlega með nútímaleg við-
mið og umræðuefni. í þessum bálki öllum greinir Sigurjón Árni sprungu-
svæði mannslífs og sálarkvilla af mikilli íþrótt.
Þessi bálkur, sem er um 130 blaðsíður, er einna læsilegasti hluti alls rits-
ins. Sérstaklega er niðurstöðukafli, sem eiginlega hefði átt að númerast sér-
staklega, afar áhugaverð lesning. Hér er komið að guðfræðilegri mannfræði.
Viðfangið er mannsýn nútímans en guðfræðisamræðan er á máli Lúthers.
Sömuleiðis, eins og í hinum bálkunum, gæti þessi hluti staðið algerlega sér
156