Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Side 159
Andmœli við doktorsvörn Sigurjóns Árna Eyjólfssonar
og þyrfiti litlu við að bæta og breyta til að bálkurinn hefði notið sín betur í
eigin kápu og með fullu sjálfstæði.
Þrílógía - bókaþrenna
Þegar litið er til baka tel ég ljóst, að þrátt fyrir innrím bókarinnar hefði öll-
um verið greiði gerður að gera úr efni Sigurjóns þrjár bækur frekar en eina.
Vissulega er handhægt að hafa allt efnið í einu bandi. Það fer þá ekki á ver-
gang á meðan. En líklega hefði „þrílógía“ orðið öllum til bóta, bæði Lúther,
Sigurjóni Árna og lesendum. Guð geldur ekki fyrir stórvirkjaáráttu dokt-
orsefnis! En andmælanda og guðfræðideild er nokkur vandi á höndum þeg-
ar svona þríbók er lögð fram til doktorsvarnar. Hún er ekki einfold, heldur
margbrotin í sniðinu. Því er eðlilegt, að spurt sé um fræðileg tök og ábyrgð
í aðferð. Þar er skorið úr um veigamikinn faglegan þátt, sem aldrei má slaka
á með.
Þar sem Guðfræði Marteins Lúthers virðist ekki vera „monografia“
heldur „polygrafía“ hlýtur að verða að spyrja spurningar, hvort fella verði
doktorsefnið vegna fjölbreytileikans og þar með aðferðarvanda? Það er öll-
um ljóst af því, sem hér hefur þegar verið sagt, að kunnátta Sigurjóns Árna
er ekki aðeins næg heldur yfirfljótandi, vinnan að baki langt umfram lág-
markskröfur og frágangur til sóma. Þá er jafnframt ljóst, að grunnefni í Jó-
hannesarpredikunum Lúthers gefur tilefni til þessarar skipunar bókarinnar,
þar sem frelsun, trúarlíf mannsins og önnur þau atriði sem Sigurjón Árni
setur niður, eiga sér fyrirmynd í vinnulagi Lúthers og ritskýringu hans. Því
má segja sem svo, að viðfang Lúthers sjálfs vefjist fyrir doktorsefninu. En
vinnulag Lúthers er fjölbreytilegt eftir tilefni rita og því tilviljanakennt og
of flókið fyrir endurvinnslu. Það er ekki sjálfgefið að rita bók um guðfræði
Lúthers með skipan efnisflokkunar predikana hans. Sumt af efnisþáttum í
Sigurjónsbókinni mætti skera burt og einfalda. Efni sem sjálfsagt hefur ver-
ið samið við ólíkar aðstæður og fýrir mismunandi hópa hefur verið slípað
og samþættað. Sigurjón Árni hefur líka talað við marga og við mismunandi
aðstæður og bætir ofan á flækju Lúthers.
Ólíkindi þessa efnis hafa vafist talsvert fyrir mér. Reglur Háskóla ís-
lands virðast þó greiða vandann. Þær gera einnig ráð fyrir að hægt sé að
leggja fram ritgerðasafn. Segir í reglunum, að ef sú leið sé farin verði
ritgerðir að varða sama meginrannsóknarsvið og mynda nokkra heild.
Semja skuli sérstaka yfirlitsritgerð þar sem dregið skuli saman efni
hinna einstöku ritgerða og settar fram heildarályktanir. Mér sýnist að
hið framlagða verk Sigurjóns Árna sé fremur ritgerðasafn en samfellt
157