Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 163
Ritdómar
Pétur Pétursson
Frank C. Senn.
New Creation. A Liturgical Worldview.
Fortress Press. Minneapolis. 2000.
Frank C. Senn er þjónandi prestur í lútherskum söfnuði í Evanston í Illinois
í Bandaríkjunum og sérfræðingur í helgisiðafræðum (litúrgíu). Hann hefur
skrifað um tug bóka í fræðigrein sinni og starfað sem háskólakennari í þess-
um fræðum og kennir enn einstaka námskeið og hefur um árabil verið eftir-
sóttur sem fyrirlesari við ýmsa háskóla. Hann flutti þrjá frábæra fyrirlestra á
vegum Helgisiðastofnunar í Skálholti í tengslum við Skálholtshátíð s.l. sum-
ar undir yfirskriftinni Cult, Creed and Culture.
Sú bók sem hér um ræðir fjallar um messuna eins og hún hefur þróast í
Vesturkirkjunni. Efnið er ekki framsett sem söguleg greinargerð, en augljóst
er að höfundurinn eys úr digrum sjóði þekkingar þegar það á við. Markmið
bókarinnar er að gefa samstæðilega greiningu á því hvernig messan tjáir,
varðveitir og miðlar trúnni sem kirkjan byggist á og til að ná fram því mark-
miði beitir hann bæði trúfræðilegri og félagsfræðilegri greiningu. Messan er
kjarninn í starfi kirkjunnar þar sem bæn og lofgjörð kristins safnaðar verður
eitt með himneskri litúrgíu fyrir hásæti Guðs. En hún er einnig sögulegur og
félagslegur veruleiki sem lýtur almennum samfélagslegum lögmálum.
Bókin skiptist í tólf kafla og heiti þeirra allra hefst á orðinu litúrgía að
viðbættu einhverju af þeim lykilorðum sem varpa ljósi á viðfangsefnið.
Þannig tekur hann fyrir messuna og guðfræði, messuna og guðshugtakið,
messuna og Krist og í réttri röð kirkjuna, sköpunina, heiminn, lofgjörðina,
gestrisnina, menninguna, trúboðið, bænina og lífið. Messan er hjarta krist-
innar kirkju og æðar hennar liggja víða. í henni er að finna rökin fyrir krist-
inni menningu og lífsgildum.
Rannsóknir í helgisiðafræðum undanfarinna áratuga hafa getið af sér
margar afbragðsgóðar bækur um sögu og hlutverk messunar og hefur Frank
C. Senn lagt þar gjörva hönd á plóginn m.a. með bók sinni: Christian Litur-
161