Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 165
Ritdómar
komast fram hjá kjarna þeirrar litúrgíu sem þar mótaðist eru dæmdar til að
mistakast þegar á reynir. Sniðugar uppákomur, auglýsingar og málamiðlanir
til að henta tímabundnum kröfúm við ákveðnar æðstæður virka ekki. Að-
skotahlutir fara að skipta máli og hið lifandi orð dofnar og návist Guðs verð-
ur ekki lengur áþreifanleg í samfélagi trúaðra og sakramentunum. Slík lit-
úrgía frelsar varla nokkra sál, hvað þá heldur allan heiminn.
Styrkur klassískrar messu felst í því að hún býr yfir ákveðnum félagsleg-
um takti sem þýðir að hún er hátíðlegt form sem hægt er að endurtaka og
þess vegna sameinar hún ólíka hópa í tíma og rúmi og skapar samhengi.
Senn leitast við að sýna að messan er í takt við mannlífið á stað og stund um
leið og hún á alhliða ítök í heiminum (global connections) í dag. Því meir
sem hugað er að þessu samhengi því nær færist kristnin heilagri almennri
kirkju.
Prestar og annað starfsfólk kirkjunnar ætti ekki að láta þessa bók fram hjá
sér fara. Hún er tilvalið viðfangsefni t.d. fyrir leshring presta. í guðfræði
messunnar rúmast kristinn boðskapur eins og hann leggur sig og greining
Senns sýnir að messan skírskotar til allra sviða lífsins - reynslu, þekkingar
og heimsmyndar. Þar er m.a. að finna praktískar athugasemdir til íhugunar
íyrir þá sem skipuleggja og þjóna í messunni sem undirstrikar mikilvægi
hennar fyrir boðun kirkjunnar og þátttöku ólíkra hópa í starfi hennar. Fjall-
að er um ytri umgjörð messunnar og mikilvægi þess hvernig hún er auglýst
og kynnt og tekið á móti kirkjugestum - m.ö.o. hvernig messan snertir fólk.
Þetta getur skipt sköpum og er þess vegna hluti af guðfræði litúrgíunnar.
Sama er að segja um útfærslu einstakra messuliða með tjáningarmáta og
táknmáli ríkjandi menningar (enculturation). Hér verður guðfræðingurinn að
vega og meta. Senn segir réttilega að bæði litúrgísk guðfræði og guðfræði lit-
úrgíunnar hljóti að eiga að minnsta kosti eitt sameiginlegt og það er reynsla
af Guði. Guðfræði sem missir sjónar af þessu er á flæðiskeri stödd.
Gunnlaugur A. Jónsson
Johnson, Bo, Judendomen
— i kristet perspektiv. Arcus Förlag 2000, 168 bls.
Gamlatestamentisfræðingurinn dr. Bo Johnson (f. 1928), prófessor emeritus
við guðfræðideild Lundarháskóla, hefur löngum verið mikill áhugamaður
um samband gyðingdóms og kristni. Mætti segja um hann svipað og sagt var
um einn merkasta gamlatestamentisfræðing 19. aldar, Þjóðverjann Franz
163