Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2002, Page 169
Ritdómar
prédikara frá 19. og 20. öld eins og dr. Péturs Péturssonar biskups, Helga
Hálfdánarsonar og Haralds Níelssonar. Öllum þessum mönnum og ótal
mörgum fleiri, konum og körlum, á íslensk kristni mikið að þakka. Það
breytir því ekki að það er jafnan sérstakt fagnaðarefni þegar út kemur pré-
dikanasafn eftir Sigurbjörn.
í tilefni af 90 ára afmæli hans stóðu Prestafélag íslands, guðfræðideild,
Hallgrímskirkja, Hið íslenska biblíufélag, Biskupsstofa og Skálholtsútgáfan
að útgáfu nýs prédikanasafns Sigurbjörns. Sjálfur valdi hann prédikanirnar í
safnið.
Flestar eru þær prédikanir sem hér er að finna eru frá allrasíðustu árum.
Sjálfur minnist ég þess að mér og þeim sem voru með mér í Seltjarnarnes-
kirkju á nýársdag 2000 þótti sérlega áhrifamikil prédikun sem Sigurbjörn
flutti þar, ekki síst hvernig þessi aldni og áhrifamikli kennimaður horfði yfir
öldina sem var að kveðja og þótti ekki allar hinar miklu breytingar aldarinn-
ar hafa orðið til góðs. Sigurbjörn byrjaði á því að vitna í húslesturinn í bað-
stofunni á helgum dögum þar sem hann mundi fyrst eftir sér. Sá húslestur
hófst á því að farið var með stysta sálm Saltarans, þ.e. S1 117:
Lofið Drottin, allar þjóðir,
miklið og prísið hann, allir lýðir,
því að hans miskunnsemi og trúfesti
eru staðföst yfir oss eilíflega.
Hallelúja.
Þessi orð sem Sigurbjörn fór með í bernsku sinni „fylltu lágreist híbýli yfir-
jarðneskri birtu,“ eins og hann kemst að orði og bætir við að þau séu honum
„vitnisburður um þökk og lofgjörð farinna kynslóða fýrir þá blessun, sem
heilög trú hefur veitt í lífsstríði íslenskra alda.“
Hér er vel komist að orði og ég minnist þess að þeir sem með mér voru í
þessari guðsþjónustu voru á einu máli um að þessa prédikun þyrfti að birta.
Það er mér því sérstakt gleðiefni að sjá hana hér í upphafi þessa prédikana-
safns. í niðurlagi prédikunarinnar ber hinn aldni biskup fram þá bæn „að vér
megum sjá fram á nýja öld í ljósi hans [Jesú Krists] og fáum enn tækifæri til
að stuðla að því, að hann nái að göfga, helga og blessa íslenska þjóðarsál um
ókomin ár og aldir.“
Heiti þessa prédikunarsafns dr. Sigurbjörns biskups kallast á við pré-
dikanasafn hans ,Meðan þín náðu frá árinu 1956. í báðum tilfellum er heit-
ið sótt í passíusálm Hallgríms „Gefðu að móðurmálið mitt.“ Vel má sækja
fleiri heiti í þennan góða sálm og væri óskandi að við ættum eftir að sjá fleiri
167