Morgunblaðið - 02.07.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
SÓLARHRINGUR
SUMARFERÐA 2.-3. JÚLÍ
Hefst á hádegi í dag 2. júlí
Betri verð í sólina
SUMARFERDIR.IS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fáir mótmælendur voru mættir á Austurvöll við
upphaf eldhúsdagsumræðna á Alþingi í gær-
kvöldi. Umræður hófust um klukkan 19:50. Að
sögn sjónvarvotta voru þá um 100 manns á
Austurvelli, þar af um 10 mótmælendur og um
90 erlendir ferðamenn. Fjögur settust undir
styttu Jóns Sigurðssonar og börðu á trommur og
blésu í lúður. Um 400 manns höfðu boðað komu
sína á mótmælin á Facebook. »6
Barið og blásið undir styttu Jóns
Morgunblaðið/Golli
Fáir mótmælendur á Austurvelli við upphaf eldhúsdagsumræðna
„Þetta er búið að vera nokkuð rólegt í
[gær]kvöld og engin merki eru um
eldhræringar,“ segir Hildur María
Friðriksdóttir, jarðeðlisfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, um jarð-
skjálftahrinu á Reykjanesskaga sem
hófst um klukkan 21 á þriðjudag og
skiptu skjálftarnir sem mældust
hundruðum. Stærsti skjálftinn mæld-
ist 5 að stærð aðfaranótt miðviku-
dags.
Hildur segir að skjálftahrina sem
þessi sé eitthvað sem gerist reglu-
lega. „Gliðnunarhrina á sér stað
reglulega vegna spennulosunar í
jarðskorpunni,“ segir hún.
Ólíklegt að það fari að gjósa
Aðspurð hvort útiloka megi eldgos
segir Hildur aldrei hægt að útiloka
neitt slíkt. Svæðið sé eldvirkt sögu-
lega séð „en við erum farin að anda
nokkuð rólega. Þetta virðist vera að
róast,“ segir hún en bætir við að
áfram verði fylgst með gangi mála.
Þegar Morgunblaðið fór í prentun í
gærkvöldi var litakóði fyrir flug enn
gulur fyrir eldstöðina Eldey sem er
15 km norðaustur af Geirfuglaskeri
en Veðurstofa Íslands ákvað í sam-
ráði við vísindamenn og Almanna-
varnir að breyta litakóðanum úr
grænum í gulan í gær.
Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarð-
skjálftavár hjá Veðurstofu Íslands,
sagði í samtali við mbl.is í gær að ekki
væri óvanalegt að sjá svona hrinur á
rekbeltinu. „Það sem við höfum séð
síðustu ár er að þá kemur svona
virkni og svo deyr hún bara út.“
5 á Richter á Reykjanesskaga
Skjálftahrinan hófst á þriðjudagskvöld Svæðið er eldvirkt sögulega séð
Engin merki um eldhræringar og dró úr skjálftum í gærkvöldi
Reykjaneshryggur
Jarðskjálftahrina hófst á þriðjudagskvöld
Geirfugladrangur
Krýsuvík
Gerðardómur hefur boðað deiluaðila
til fundar í kjaradeilu BHM og ríkis-
ins á morgun, að sögn Garðars
Garðarssonar hæstaréttarlögmanns,
sem var í gær skipaður formaður
gerðardóms. Auk hans taka þau Ásta
Dís Óladóttir, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Fríhafnarinnar, og
Stefán Svavarsson endurskoðandi
sæti í dómnum. Hæstiréttur tilnefndi
þau þrjú í gærmorgun og gekk at-
vinnuvegaráðuneytið í kjölfarið frá
skipun dómsins.
Hlutverk gerðardóms er að ákveða
kaup og kjör félagsmanna BHM,
m.a. Dýralæknafélags Íslands, Fé-
lags geislafræðinga og Ljósmæðra-
félags Íslands, en kveðið var á um
skipun dómsins í lögum sem sett
voru á verkfall BHM hinn 13. júní sl.
Garðar segir að á fundinum á
föstudag verði lagðar fram gerðar-
reglur sem dómurinn er búinn að búa
til. „Þetta verður fyrsti snertiflötur
aðila og dómsins. Við ræðum um
framhaldið. Það eru ýmis formsatriði
sem þarf að fara yfir og útskýra,“
segir Garðar.
Spurður hvort stefna BHM á
hendur íslenska ríkinu vegna laga-
setningar á verkfallið muni hafa áhrif
á störf gerðardóms segir Garðar svo
ekki vera á meðan lögunum eða til-
nefningunum hafi ekki verið hnekkt.
„Við höfum ekki annan kost en að
halda áfram. Við eigum eftir að ræða
það við aðila málsins. Gerðardómur
vill ekki deila við neinn, það eru að-
ilarnir sem bera ábyrgð á þessari
deilu,“ segir Garðar, en gerðardómi
er gert að úrskurða í málinu eigi síð-
ar en 15. ágúst nk.
Gerðardómur boðar deilu-
aðila til fundar á morgun
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kjaradeila Gerðardómi er ætlað að
kveða upp úrskurð fyrir 15. ágúst.
Búið að ganga
frá skipun dómsins
Kjarasamningur
milli Félags leið-
sögumanna og
Samtaka atvinnu-
lífsins var und-
irritaður hjá rík-
issáttasemjara í
gærkvöldi. Gildir
hann til 31. des-
ember árið 2018.
Snorri Ingason, formaður samn-
inganefndar félagsins, segir að
samningurinn verði kynntur fé-
lagsmönnum, sem eru um 900 tals-
ins, á sunnudagskvöld. Í kjölfarið
fari fram rafræn kosning um samn-
inginn og er því gert ráð fyrir að nið-
urstaða úr kosningunni liggi fyrir
um miðjan mánuð.
Hann segir niðurstöðuna vera í þá
átt sem lagt var upp með í kjara-
viðræðunum.
„Taxtabreytingarnar eru í þessu
mynstri sem var sett upp í samning-
unum í maí. Það eru sérkröfur sem
við vorum að ræða miklu frekar,“
segir Snorri og bætir við að heil-
miklar breytingar hafi þurft til og
því hafi margt þurft að leiðrétta í
samningnum.
„Við komumst á veg með hluta
þess en ekki allt saman. Það er fleira
sem þarf að ræða í samvinnu seinna
meir, en eins og staðan er núna get-
um við verið nokkuð sátt með þær
breytingar sem náðust,“ segir
Snorri sem mun hvetja félagsmenn
til þess að samþykkja samninginn.
Samið hjá
leiðsögu-
mönnum
Samningur Kosið
verður rafrænt.
Sérkröfurnar að-
allega til umræðu
Tíu ára gömul stúlka féll í sjóinn við
Krossanes í fyrrakvöld. Lögreglan á
Akureyri var kölluð út ásamt sjúkra-
liði til að bjarga stúlkunni.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu var stúlkan að leik með yngri
vinkonu sinni þegar hún féll í sjóinn.
Vinkonan hljóp heim til foreldra
sinna til að láta vita hvað hafði gerst
en í millitíðinni sáu íbúar á svæðinu
stúlkuna í sjónum og komu henni til
aðstoðar.
Lögregla kom á svæðið ásamt
sjúkrabíl og var stúlkan flutt á
Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynn-
ingar. Stúlkan var köld og með blóð-
nasir en að sögn lögreglu er mikil
mildi að sjórinn hafi verið stilltur.
Ung stúlka
féll í sjóinn