Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 10

Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 10
… er Ásdís að ljúka við gerð Veðra- brigða, 80 mínútna heimildamyndar um Flateyri í Önundarfirði, sem er samframleiðsla þriggja landa, Ís- lands, Þýskalands og Póllands, og fjallar um daglegt líf nokkurra þorpsbúa árið 2014, kvótakerfið og fleira sem snertir líf þeirra. Lit- greiningu myndarinnar verður lokið norður á Raufarhöfn þar sem Ásdís og maður hennar, Pétur Magn- ússon, reka lítið fyrirtæki, Arctic Angling, og taka á móti og leiðsegja stangveiðimönnum í veiðiferðum um Melrakkasléttu og Langanes. „Auk kvikmyndagerðar hef ég starfað við ferðaþjónustu í tuttugu ár, datt inn í þetta af því ég tala mörg tungumál og hef flest sumur farið í tvær tíu til ellefu daga ferðir með Ferðaskrifstofu Harðar Erl- ingssonar, gengið á fjöll og borðað þríréttað á kvöldin. Algjör mun- aður.“ Smálubbinn frændi kúalubbans Á Melrakkasléttu ætlar Ásdís líka að tína smálubba, sem er sveppur og frændi kúalubbans, þurrka hann og markaðssetja sem hráefni í súpur, sósur, risotto og fleiri rétti. „Við vonumst til að koma afurðinni á markað í haust, en fyrst er að fá vottun hjá Matís, hanna umbúðir og þvíumlíkt. Fyrst um sinn erum við með starfsstöð fyrir sveppa- framleiðsluna í eldhúsinu í grunn- skólanum á Raufarhöfn, en síðan er meiningin að flytja hana í hús sem við erum að gera upp í bænum.“ Frá því Ásdís lék í Skilaboðum til Söndru hefur hún ekki verið laun- þegi hjá öðrum, nema á árunum 2004-2006 þegar hún var safnstjóri í minjasafninu á Hnjóti í Örlygshöfn og síðan einn vetur skólastjóri Kvik- myndaskóla Íslands. Eftir mennta- skóla var hún skrifta hjá RÚV í eitt og hálft ár og starfaði um þriggja vikna skeið í Ljóðhúsum, bóka- forlagi Sigfúsar Daðasonar, sem rit- ari Málfríðar Einarsdóttur rithöf- undar. „Mér fannst það mjög skemmtilegt starf, þótt skammvinnt væri, því í ljós kom að útgefandinn hafði ekki efni á launuðum starfs- manni. Ég hef líka haft mikla ánægju af að lesa fyrir Hljóð- bókasafn Íslands eins og ég hef gert í mörg ár. Sérstaklega vegna þess að þá les ég bækur sem ég hefði kannski ekki annars lesið og svo finnst mér skemmtilegt að lesa upp- hátt.“ Ætlaði alltaf að gera kvikmyndir Ásdís ætlaði aldrei að verða leik- ari. Hún ætlaði að gera kvikmyndir. Þegar framleiðandinn, Guðný Hall- dórsdóttir, frænka hennar, bað hana að leika annað aðalhlutverkið í Skilaboðum til Söndru á móti Bessa Bjarnasyni sló hún til af þeirri ein- földu ástæðu að hún hafði svo mik- inn áhuga á kvikmyndum. „Ég hafði verið í árs námi í leikhúsfræðum við Háskólann í Gautaborg, þar sem ég skrifaði leikrit og leikstýrði. Þegar mér bauðst hlutverk Söndru hikaði ég ekki, tók hlutverkinu og það varð góður skóli.“ Á meðan á upptökum mynd- arinnar stóð fékk Ásdís bréf um að hún hefði komist inn í Þýsku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíuna í Berlín (dffb). Veturinn áður hafði hún þreytt inntökuprófið og stundað nám í heimspeki við Die Freie Uni- versität á meðan. „Ég hafði gott af að kynnast annarri hugsun en ég var vön í heimspekinni. Áherslan var á málheimspeki, sem fjallar um tungumál og samband þess við heiminn og mannlega hugsun. Kennari minn var stjörnuprófessor, Ernst Tugendhat að nafni. Að vísu vissi ég ekki þá hversu merkilegur hann var, en eitt sinn vatt sér að mér maður á bar hérna heima og sagði að ég væri ábyggilega eini Ís- lendingurinn sem hefði lært hjá Tu- gendhat. Mér hefur alltaf þótt svo- lítið fyndið að frægur heimspekingur hafi spanderað visku sinni á mig.“ Ingaló og Draumadísir Ásdís útskrifaðist frá Kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni árið 1989. Þar hafði hún kynnst Martin Schlüt- er og eignast með honum dótturina Gunni, sem fæddist 1988. Fjöl- skyldan fluttist til Íslands tveimur mánuðum áður en múrinn féll. Ásdís og Martin stofnuðu framleiðslufyr- irtækið Gjólu ehf. og framleiddu m.a. Inguló 1992, sem fór á kvik- myndahátíðir út um allan heim, og Draumadísir fjórum árum síðar. Ás- dís skrifaði handrit og leikstýrði báðum. Þau Martin skildu í millitíð- inni, en eru góðir vinir. Hann bjó lengi á Íslandi eftir skilnaðinn en býr núna í Berlín og er ráðgjafi hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Fram til þessa dags hefur Ásdís komið víða við í kvikmyndagerð, ým- 1983 NÚNA Geri bara það sem mér finnst skemmtilegt Ásdís Thoroddsen var 24 ára þegar hún lék sitt fyrsta og eina aðal- hlutverk í kvikmynd árið 1983. Skilaboð til Söndru í leikstjórn Krist- ínar Pálsdóttur var nýverið endursýnd á RÚV. En hvar er Ásdís nú, rúmum þrjátíu árum eftir að hún lék Söndru, ungu ráðskonuna sem Jónas, miðaldra rithöfundur, réð til að sjá um sig á meðan hann skrifaði kvikmyndahandrit um Snorra Sturluson? Og hvað hefur á daga hennar drifið síðan? Persónur og leikendur Ásdís, Bessi Bjarnason og Ásgeir Sigurvinsson. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Glæsileg garðhúsgögn á frábæru verði! Kauptúni 3, 210 Garðabær | s. 771 3800 | www.signature.is Opið: Mán–fös kl. 12–18, lau. 12–16 Duo Harpverk heldur tónleika í Bóka- kaffinu á Selfossi í kvöld kl. 20.30. Dúettinn, sem stofnaður var árið 2007, er skipaður hinni bandarísku Katie Buckley hörpuleikara og Hol- lendingnum Frank Aarnink slagverks- leikara. Markmið dúettsins hefur frá upp- hafi verið að panta og flytja tónlist fyrir hörpu og slagverk og hafa þau pantað mörg slík verk eftir tónskáld frá Íslandi, Danmörku, Bandaríkj- unum og víðar að. Buckley og Aarnink eiga langan tónlistarferil að baki. Þau hafa spilað með mörgum erlendum sinfón- íuhljómsveitum og leikið með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í mörg ár. Dúett- inn hefur einkum getið sér gott orð fyrir flutning á nýrri tónlist. Þótt þau hafi flutt verk reyndra tónskálda hefur dúettinn lagt áherslu á að leika tónlist ungra íslenskra tón- skálda. Á tónleikunum í Bókakaffi á Sel- fossi í kvöld frumflytja þau verk eftir Ruud Wiener, Áka Ásgeirsson, Guð- mund Stein Gunnarsson og Jeffrey Mumford. Auk leika þau verkið Á himni og jörðu frá 2011 sem er svíta úr ballettinum Englajólum eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan hús- rúm leyfir. Vefsíðan www.facebook.com/sunnlenska.bokakaffid Duo Harpwerk Dúettinn Frank Aarnink og Katie Buckley. Harpa og slagverk í Bókakaffinu Norræna húsið í Vatnsmýrinni var fullbyggt árið 1968 og opnað al- menningi það ár. Æ síðan hefur það þótt ein af perlum borgarinnar. Finninn Alvar Aalto (1898-1976) er arkitekt þessa stílhreina og klass- íska húss, en það er eitt sárafárra húsa eftir hann utan Finnlands. Alvar Aalto, sem þykir einn af merkustu arkitektum síðustu aldar, hannaði ekki aðeins byggingar heldur einnig flest sem húsum og híbýlum tilheyrir, eins innréttingar, húsgögn og lampa, gler- og skraut- muni. Núna og allt til ágústloka stend- ur yfir sýning á hönnun Aalto í Norræna húsinu, þar sem gestum gefst tækifæri til að setja hana í samhengi við önnur verk hans og valin verk í eigu hússins eftir aðra norræna listamenn. Húsið er eitt af síðustu verkum Aalto og þykir meistaraverk í sjálfu sér og sköpun þess eitt fegursta sameiningartákn norræns sam- starfs og menningar. Á sýningunni gefst einstakt tækifæri til að fá til- finningu fyrir sögu Norræna húsins að sögn sýningarhaldara. Endilega … … fáið tilfinn- ingu fyrir sögu hússins Morgunblaðið/Sverrir Byggingarlist Norræna húsið eftir Alvar Aalto. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. „Óður til glysgjarnra en hirðuleysis- lega klæddra hippa á sjöunda ára- tugnum“ sögðu margir tískurýnar þegar Saint Laurent Paris-tískuhúsið kynnti vor- og sumartísku herra árið 2016 í París á sunnudaginn. Ef rétt er væri það ekki í fyrsta skipti sem tískufrömuðir heimsins sæktu inn- blástur sinn til hippanna og þess tímabils sem var þeirra blómaskeið. Rifnar gallabuxur, prjónahúfur, ógreitt hár, blússujakkar, hermanna- jakkar, ponsjó og upplitaðir bolir ein- kenndu flíkur fyrirsætnanna, sem margar líktust stelpum. Hedi Slim- ane, hönnuður og listrænn stjórnandi fyrirtækisins, mun hafa leitast við að kalla fram áhrif Woodstock- tónlistarhátíðinnar 1969. Tiltækið átti að ögra – sem það og gerði að sögn eins tískurýnisins sem varð litið á verðmiðann. Herratískan frá Saint Laurent vorið og sumarið 2016 AFP Óður til hippa – aftur og aftur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.