Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 18
Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem
brynjadogg@mbl.is
„Horfur sjúklinga sem gangast und-
ir skurðaðgerð vegna lungnakrabba-
meins á Íslandi hafa batnað.“
Þetta er fyrirsögn BS-lokarit-
gerðar Hannesar Halldórssonar við
læknadeild Háskóla Íslands. Hannes
hlaut verðlaun á rannsóknar-
ráðstefnu þriðja árs læknanema í
maímánuði síðastliðnum fyrir BA-
verkefni sitt, en
rannsóknina vann
hann undir hand-
leiðslu Tómasar
Guðbjartssonar
prófessors.
Hannes segir
horfur þessa
sjúklingahóps
sem rannsóknin
tók til hafa batn-
að á síðustu tíu
árum, en til
stendur að yfirfara betur niðurstöð-
urnar í sumar og birta í erlendu vís-
indatímariti. „Þetta eru ánægju-
legar fréttir í baráttunni við
lungnakrabbamein, sem er annað al-
gengasta krabbameinið hjá báðum
kynjum hér á landi,“ segir Hannes.
Tæplega 700 aðgerðir
Rannsóknin var framkvæmd með
þeim hætti að upplýsingum var safn-
að úr sjúkraskrám og krabbameins-
skrá Krabbameinsfélags Íslands auk
dánarmeinaskrár Landlæknisemb-
ættisins. Um var að ræða umfangs-
mikla rannsókn sem náði til áranna
1991-2014, en á tímabilinu voru
framkvæmdar 693 aðgerðir á 655
einstaklingum. Algengasta skurð-
aðgerðin var svokallað blaðnám, sem
var beitt í 76% tilvika. Fyrir hvern
sjúkling voru skráðar hátt í 100
breytur, til dæmis aldur, kyn og hve
dreifður sjúkdómurinn hefði verið
þegar hann greindist. „Í rannsókn-
inni er bæði litið til fylgikvilla og
dánartíðni innan 30 daga frá skurð-
aðgerð en sérstaklega þó lang-
tímahorfa sjúklinga, það er svokall-
aðrar lifunar, sem gefur til kynna
hversu margir eru á lífi einu, þremur
og fimm árum frá aðgerð og er einn
mælikvarði á árangur meðferða við
krabbameinum. Einnig var litið á
dánarorsakir þeirra sem létust,“
segir Hannes. Hann segir skurð-
aðgerð vera einu vel rannsökuðu
læknismeðferðina við lungnakrabba-
meini þó að stundum komi til greina
að beita geislun og lyfjameðferð,
hafi krabbamein dreift sér.
Rannsóknir á dreifingunni
Niðurstöðurnar rannsóknarinnar
benda til þess að sjúklingar sem fari
í skurðaðgerð lifi sífellt lengur.
Hannes segir erfitt að finna eina
skýringu á bættum horfum sjúk-
linga. Ekki virðist hægt að rekja
bættan árangur til þess að sjúkdóm-
urinn greinist fyrr en áður eða að
fleiri greinist með meinið fyrir til-
viljun. „Við teljum sennilegra að
bættar rannsóknir á dreifingu sjúk-
dómsins fyrir aðgerð hafi haft áhrif
en einnig gæti aukin notkun krabba-
meinslyfja sem viðbótarmeðferðar
eftir aðgerð hjá sumum sjúklingum
haft þýðingu, en slíkri meðferð hefur
verið beitt hér á landi í rúman ára-
tug við stærstu æxlin. Þetta þarf þó
að rannsaka betur,“ segir Hannes.
Góður árangur eldri sjúklinga
Aðgerðir á síðustu tíu árum rann-
sóknarinnar sýndu betri horfur en
þær sem voru framkvæmdar fyrr á
rannsóknartímabilinu, sem spannaði
samtals 24 ár. Rannsóknin sýndi
ekki mun á árangri hópsins eftir
kyni eða aldri, en Hannes segir ár-
angur eldri sjúklinga einnig hafa
verið mjög góðan.
„Næstum fjórðungur af sjúkling-
um í rannsókninni var yfir sjötugu
og hlutfall eldri sjúklinga á eftir að
aukast enn frekar á næstu árum.
Ekki er því hægt að segja að ákveðin
aldursmörk séu til staðar fyrir að-
gerð, en hvert tilvik er metið sér-
staklega. Elsti sjúklingurinn í okkar
rannsókn var til dæmis 83 ára og sú
aðgerð gekk mjög vel,“ segir
Hannes.
Hátt hlutfall í skurðaðgerð
Rannsóknin náði til þriðjungs
allra þeirra sem greindust með
lungnakrabbamein, það er allra
þeirra sem gengust undir skurð-
aðgerð, en ekki sjúklinga með
dreifðan sjúkdóm. Að sögn Hann-
esar þykir hlutfall þeirra sem fara í
skurðaðgerð vegna lungnakrabba-
meins vera hátt í samanburði við
hinar Norðurlandaþjóðirnar og flest
lönd í Evrópu.
„Við getum verið stolt af því, enda
markmiðið að bjóða sem flestum upp
á læknandi meðferð þegar slík með-
ferð á við.“
Skurðaðgerðir árangursríkar
Yfirgripsmikil rannsókn sýnir bættar horfur vegna lungnakrabbameins
Morgunblaðið/Ómar
Veikindi Hlutfall sjúklinga sem fer í skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins þykir hátt á Íslandi í samanburði við
Norðurlandaþjóðir og margar aðrar þjóðir innan Evrópu. Batahorfur sjúklinga hafa einnig batnað verulega.
Hannes
Halldórsson
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
Laugavegi 103 | 101 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is
Ný sending af
March
ferðatöskum
Xtra léttar og
á frábæru verði
Embætti rík-
islögmanns hefur
ekki tekið
ákvörðun um
hvort áfrýjað
verður dómi þar
sem íslenska rík-
ið var dæmt til að
greiða ungri
konu, sem þjáist
af arfgengum
hrörnunarsjúkdómi, bætur vegna
þess að hún fékk ekki endurgjalds-
lausa táknmálstúlkaþjónustu.
Í svari embættisins við fyrirspurn
Morgunblaðsins segir að mennta-
málaráðuneytið muni fyrst skoða
efni dómsins. Samkvæmt upplýs-
ingum frá ráðuneytinu hefur Illuga
Gunnarssyni menntamálaráðherra
ekki gefist tóm til að skoða efni
dómsins en það mun hann gera á
næstu dögum.
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi á þriðjudag íslenska ríkið til
að endurgreiða Snædísi Rán
Hjartardóttur gjöld sem hún
greiddi Samskiptamiðstöð heyrn-
arlausra og heyrnarskertra vegna
þess að miðstöðin hafði synjað
henni um endurgjaldslausa túlka-
þjónustu. Að auki fékk hún dæmdar
miskabætur á þeirri forsendu að ís-
lenska ríkið hefði vanrækt að setja
reglur og byggja upp kerfi sem mið-
aði að því að tryggja einstaklingum
með þá fötlun, sem Snædís Rán
glímir við, viðhlítandi aðstoð að
þessu leyti.
„Í þessu felst viðurkenning á
þeirri augljósu staðreynd að ríkið
hefur um langa tíð brotið með mjög
grófum hætti gegn mannréttindum
þessara einstaklinga. Það þurfti
Snædísi Hjartardóttur og hennar
kjark og þor til að kenna ríkinu þá
lexíu. Við skulum vona að það dugi
til,“ sagði Páll Rúnar M. Krist-
jánsson, lögmaður Snædísar, við
mbl.is. sh@mbl.is
Áfrýjun
ekki enn
ákveðin
Ríkið dæmt til
greiðslu miskabóta
Snædís Rán
Hjartardóttir
Umboðsmaður Alþingis hefur sent
háskólaráði Háskóla Íslands bréf
vegna afgreiðslu á beiðni nemanda
um endurskoðun skrásetningar-
gjalds skólans. Umboðsmaður óskar
eftir rökstuðningi vegna ákvörðunar
ráðsins um að synja erindinu og að
taka ekki afstöðu til athugasemda
sem þar komu fram. Háskólaráð fer
með úrskurðarvald í málefnum skól-
ans en umboðsmaður tók fram í bréfi
sínu að sendandi erindisins væri
nemandi skólans og greiddi því skrá-
setningargjaldið.
Aukin gjaldtaka í HÍ
Í kvörtun nemandans til umboðs-
manns segir að þótt gjaldið hafi áður
verið umkvörtunarefni hafi laga-
grundvöllur málsins breyst.
Í beiðninni til háskólaráðs rekur
nemandinn áhyggjur sínar vegna
hækkunar skrásetningargjalda og
lækkandi opinberra fjárframlaga.
Samkvæmt reglum háskólans sé
skrásetningargjaldinu ekki ætlað að
standa undir kostnaði við almenna
kennslu. Hún skuli fjármögnuð með
almannafé samkvæmt lögum um op-
inbera háskóla en gjaldflokkar skrá-
setningargjaldsins bendi til þess að
gjaldið fjármagni kennsluna að ein-
hverju leyti.
Óskað eftir endurskoðun
Með beiðninni óskaði nemandinn
eftir heildarendurskoðun á skrásetn-
ingargjaldinu með hliðsjón af laga-
umgjörð þess og einstökum gjaldlið-
um. Að auki krafðist nemandinn þess
að háskólinn félli frá töku skrásetn-
ingargjalda vegna þjónustu sem ekki
félli að eðli þjónustugjalda enda væri
skrásetningargjaldið þjónustugjald.
Nemandinn telur háskólaráð hafa
brotið gegn lögmætisreglu stjórn-
sýsluréttar og óskráðum megin-
reglum um þjónustugjöld með
fyrirkomulagi gjaldtökunnar.
jbe@mbl.is
Deilt um skrá-
setningargjald
Málið á borði umboðsmanns Alþingis
Morgunblaðið/Ómar
Háskólaráð Umboðsmaður hefur
afgreiðslu ráðsins til skoðunar.