Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Nýjar hagstæðar lausnir í innréttingum. Nútímaleg hönnun, glæsilegt útlit og örugg gæði frá fagmönnum. Verktakar – húsbyggjendur ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Ef miðborgin getur ekki vaxið verður borgin eins og risi með dvergshjarta sem er of lítið til að viðhalda þrótti hennar og borgin verður máttfarin og líflaus.“ Þannig komst Bjarki Jó- hannesson, verkfræðingur og arkitekt, að orði í lesbók Morgunblaðsins árið 1981, þar sem hann færði rök fyrir því að Reykjavíkur- flugvöllur ætti að víkja úr Vatnsmýrinni. Í stað hans myndi fást aukið rými fyrir miðbæinn og starfsemi Háskóla Íslands, auk 10-15 þúsund manna íbúðahverfis. Hugmyndir Bjarna hljóma vafalítið kunnug- lega í eyrum þeirra sem fylgst hafa með um- ræðunni um Reykjavíkurflugvöll síðustu miss- eri. Af máli hans má að minnsta kosti ljóst vera að staðsetning vallarins hefur verið umdeild um þónokkurt skeið, en brátt verða liðin 70 ár síðan Bretar afhentu Íslendingum flugvöllinn til afnota eftir stríðslok, þann 6. júlí 1946. Tæpum sex árum áður, haustið 1940, hafði breski herinn hafið flugvallargerð í Vatnsmýr- inni þrátt fyrir hörð mótmæli þáverandi borgarstjóra, Bjarna Benediktssonar. Að loknu stríði var fljótlega farið að huga að mögulegum flutningi vallarins og síðan þá hafa fjölmargar nefndir verið skipaðar og enn fleiri skýrslur verið gerðar þar sem reynt hefur ver- ið að finna honum betri stað. Þjóðhagslegur kostnaður umfram ábata Árið 1965 skipaði samgönguráðherra nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan flug- vallarmála Reykjavíkur. Klofnaði nefndin í af- stöðu sinni en meirihluti hennar taldi að innan- landsfluginu væri best borgið á Álftanesi. Áratug síðar, árið 1975, kom fram þings- ályktunartillaga á Alþingi um flugvöll á Lönguskerjum í Skerjafirði, byggð á hug- myndum Trausta Valssonar skipulagsfræð- ings, sem vann tillöguna með alþingismönn- unum Guðmundi G. Þórarinssyni og Steingrími Hermannssyni. Snerist hugmyndin um að nýta flugvallarstæðið til að reisa þéttan byggðarkjarna til að efla háskólasamfélagið. Samgönguráðherra skipaði árið 1988 nefnd til að vinna áhættumat vegna vallarins. Í niðurstöðunum var meðal annars mælt með því að æfinga-, kennslu- og einkaflug fengi að- stöðu á nýjum flugvelli í nágrenni borgarinnar. Í úttekt Hagfræðistofnunar HÍ árið 1996 var þjóðhagslegur kostnaður við flutning vall- arins talinn vera umfram ábata, en ef miðað væri eingöngu við hagsmuni Reykvíkinga væri niðurstaðan innan óvissumarka. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, kom árið 1999 fram með hug- mynd að innanlandsflugvelli í Engey. Hug- myndin gat þó ekki talist raunhæf að mati borgarverkfræðings, meðal annars vegna lítils landrýmis og árekstra við hafnarstarfsemi. Almenna verkfræðistofan gerði sama ár lauslega athugun um flugvallarstæði í Skerja- firði. Voru umsagnir fremur neikvæðar, meðal annars vegna mikils kostnaðar. Dræm þátttaka í atkvæðagreiðslunni Í mars árið 2001 var loks haldin rafræn at- kvæðagreiðsla á meðal borgarbúa þar sem af- staða þeirra til flugvallarins var könnuð. Gaf hún yfirvöldum óljós skilaboð en 49,3% þeirra sem greiddu atkvæði vildu að flugvöllurinn færi á meðan 48,1% vildi að hann yrði áfram. Þátttakan var dræm eða sem nam 37,2%. Á vormánuðum ársins 2008 kynnti Ólafur F. Magnússon borgarstjóri áform um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri, sem rísa ætti fyrir árslok 2009. Höfðu áætlanirnar verið í farvatninu í nokkur ár á undan en líklegt verður að teljast að efnahagskreppan hafi sett strik í reikninginn. Að minnsta kosti bólaði ekkert á miðstöðinni að ári liðnu og var hún endanlega slegin út af borðinu seint árið 2010. Í apríl 2013 gerði borgin samkomulag við innanríkisráðuneytið um byggingu nýrrar flugstöðvar og var vonast til að hún myndi rísa vorið 2015. Þau áform kunna að hafa raskast nokkrum mánuðum síðar vegna samkomulags- ins sem ríkið, Reykjavíkurborg og Icelandair Group gerðu um að flugvöllurinn yrði í Vatns- mýri til 2022. „Við erum að taka þetta mál upp úr skotgröfunum og setja það í lausnamiðaðan farveg,“ sagði Dagur B. Eggertsson, núver- andi borgarstjóri, við það tilefni. Í samkomulaginu var gert ráð fyrir stýri- hópi sem finna myndi flugvellinum nýja stað- setningu og var Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fengin til að leiða hópinn. Kynnti hópurinn niðurstöður sínar í síðasta mánuði en þar kemur fram að nýr flugvöllur í Hvassahrauni sé besti framtíðarkosturinn. Hvassahraun langversti kosturinn? Athyglisvert þykir að í janúar árið 2001 lýsti flugráð, sem var samgönguráðherra og flug- málastjóra til ráðuneytis um flugmál, sig mót- fallið tillögum Stefáns Ólafssonar prófessors um nýja staðsetningu flugvallarins. Taldi ráðið Hvassahraun vera langversta kostinn frá flug- tæknilegum sjónarmiðum. Í skýrslu Stefáns var kosturinn hins vegar talinn vænlegastur. Erfitt er að spá um framhaldið en víst má vera að málefni flugvallarins verða ekki óum- deild næstu ár, fremur en áratugina á undan. Deilur um Reykjavíkurflugvöll frá aldamótum Mars 2001 Atkvæðagreiðsla haldin um framtíð flugvallarins. 49,3% vildu hann burt eftir árið 2016. 48,1% vildu hann áfram. Apríl 2005 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skipar nefnd til að skoða sex kosti um staðsetningu innanlandsflugvallar. Apríl 2007 Nefndin skilar niðurstöðum sínum. Þar er staðsetning á Hólmsheiði álitin koma þjóðhagslega best út. Apríl 2008 Ólafur F. Magnússon borgarstjóri kynnir áætlanir um samgöngumiðstöð í Vatnsmýri, sem rísa skuli árið 2009. Nóvember 2010 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri slá áform um samgöngumiðstöð út af borðinu. Apríl 2013 Innanríkisráðuneytið og borgaryfirvöld gera samkomulag um byggingu nýrrar flugstöðvar, sem rísa eigi vorið 2015. Ágúst 2013 Félagið Hjartað í Vatnsmýrinni hefur undirskriftasöfnun gegn áformum um að flugvöllurinn víki. Nærri 70.000 undirskriftum var skilað um mánuði síðar. Október 2013 Ríkið, Reykjavíkurborg og Icelandair Group gera samkomulag um að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri til 2022. Nóvember 2013 Stýrihópur um innanlandsflug, einnig þekktur sem Rögnunefndin, kemur fyrst saman á fundi. Júní 2015 Rögnunefndin kynnir niðurstöður sínar. Þar er staðsetning í Hvassahrauni talin henta best undir nýjan flugvöll. Deilt um flugvöllinn í marga áratugi  Hugað að flutningi vallarins allar götur frá stríðslokum  Fjölmargar nefndir verið skipaðar  Rafræn atkvæði gáfu yfirvöldum óljós skilaboð  Flugráð gagnrýndi Hvassahraun árið 2001 Bertil M. Hellman, flugvalla- sérfræðingur Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar, gerði árið 1963 skýrslu þar sem hann athugaði möguleika fyrir nýjan flugvöll. Skoðaði Hellman staðsetningar á Álftanesi, í Gálgahrauni og Kapellu- hrauni, nærri þeim stað þar sem ál- verið í Straumsvík stendur nú. Gaf hann þessum stöðum auk Reykja- víkur einkunnir eftir kostnaði og uppbyggingu og út frá flugtækni- legum atriðum. Fékk staðsetning flugvallar á Álftanesi flest stig en núverandi staðsetning í Vatnsmýr- inni fékk fæst stig. Síðar leitaði flugmálastjóri ráða hjá Hellman, sem þá fékk finnskan arkitekt til að gera frumúttekt á því hvort unnt yrði að breyta hluta Hótels Loftleiða í flugstöð. Í febrúar 1974 lagði hann fram greinargerð og teikningar, að því er fram kemur í skýrslu undirbúnings- hóps um samgöngumiðstöð í Reykjavík, frá árinu 2005. Þar var gert ráð fyrir að núver- andi hótelbygging yrði stækkuð vegna þessara viðbótarþarfa um tæplega fimm þúsund fermetra, en hótelið sjálft myndi áfram að fullu nýta efri hæðirnar. sh@mbl.is Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hótel Loftleiðir Myndin er líklega tekin skömmu eftir byggingu hótelsins. Könnuðu möguleika á flug- stöð í Hótel Loftleiðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.