Morgunblaðið - 02.07.2015, Page 25

Morgunblaðið - 02.07.2015, Page 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Njóttu sumarsins með Módel: Andrea Stefánsdóttir Umgjörð: RayBan 3025 Umboðsaðili á Íslandi Svisslendingurinn Besel stóð við Gullfoss og var nýbúinn að smella af sér mynd. Hann horfði gáttaður niður í foss- inn og skildi ekki hvers vegna væru ekki meiri öryggis- kröfur. „Ísland er magnaður staður. Við vorum að koma frá Alaska og stoppum hér í nokkra daga áður en við förum heim til Sviss. Heima og í Alaska er öðruvísi farið með ferðamenn. Þar eru tollar víða, náttúran er gjaldskyld en hér er allt frítt og ekki mikið um öryggi. Þegar ég gekk niður stíginn trúði ég ekki að það væri ekkert öryggisband, bara einn lítill spotti. Það fannst mér sérstakt. Ég er ekki búinn að vera hérna lengi en sé það strax að þið eruð ekki tilbúin að taka á móti svona mörg- um ferðamönnum. Í Sviss eða öðrum ferðamannalöndum eru öryggisreglur mjög strangar en hér er engar. Kannski mun Ísland tapa sérstöðu sinni ef það verður bara hægt að skoða fossinn bak við glervegg eða eitthvað álíka. Hér er allt hrátt og ég kann ágætlega við það. Ég er hins vegar ekki viss um að þetta yrði leyft í Sviss.“ Morgunblaðið/Eggert Vill meira Besel hafði töluverðar áhyggjur af hópnum sínum, sem saman- stóð af nokkrum eldri borgurum. Fannst stígurinn sleipur og öryggið lítið. Greinilega ekki tilbúin að taka á móti svona mörgum ferðamönnum Gullfoss Fossinn vakti aðdáun allra sem þarna stóðu. Það voru samt nokkrir hissa á að öryggiskröfurnar væru jafn litlar og raun ber vitni. Einn datt þó um koll á sleipum stígnum eða við klettanöfina sem starir út í ólgandi fljótið. Geysir Geysissvæðið er ekki stórt og hefur eitt aðdráttarafl, Strokk, sem gýs nánast á sex mínútna fresti eins og klukka. Gríð- arlegur fólksfjöldi var þennan þriðjudagsmorgun þegar Morgunblaðið kom við, svo mikill að nokkrir sáu ekki dýrðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.