Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Náttúran í öllum sínum fjölbreyti- leika er skemmtilegt myndefni, hvort sem það er fuglalífið eða lit- brigðin, fugla- og dýralíf eða á vet- urna þegar norðurljósin dansa um himinhvolfið,“ segir Höskuldur B. Erlingsson, lögregluvarðstjóri á Blönduósi. „Í vinnunni er ég eðli- lega mikið á ferð um þetta víð- feðma svæði sem við sinnum og oft- ast er ég með myndavélina í lögreglubílnum. Ef tök eru á stoppa ég svo og tek myndir af því sem fyrir augu ber. Á frívöktum fer ég oft í sérstakar myndatöku- ferðir.“ Við Hvammstanga- afleggjarann Fræg sakamálasaga sem kom út í íslenskri þýðingu fyrir mörgum árum heitir Löggan sem hló. „Já, það er bara gaman að rabba við þig og endilega taktu mynd,“ sagði Höskuldur og hló þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann nyrðra á dögunum. Leiðir sköruðust við afleggjarann að Hvammstanga, en þar var Hösk- uldur við umferðareftirlit. Lengi hefur farið orð af kappi lögreglumanna á Norðurlandi vestra við að halda umferðarhraða á þjóðvegunum niðri. Þetta hefur verið áhersluþáttur í starfi lögregl- unnar á Blönduósi, þar sem Hösk- uldur hefur starfað frá 2001. Tæp 30 ár eru síðan hann gekk í lög- regluna, var fyrst í Reykjavík, svo allmörg ár á Hólmavík eða þar til leiðin lá í Húnavatnssýslurnar. „Ég er Reykvíkingur að upp- runa, en áhugamálin af þeim toga að ég vil búa úti á landi. Ég hef gaman af veiðiskap, bæði með byssu og á stöng, og á sumrin gríp ég oft í að leiðsegja veiðimönnum við húnvetnsku árnar. Í því stússi finn ég oft góð myndefni og eins í hestamennskunni,“ segir Hösk- uldur, sem næstliðna daga hefur verið með fjölskyldunni í hestaferð um Húnavatnssýslurnar, það er sveitirnar í hringum Hópið. Máni og tröllskessan Kola Síðustu árin hefur viðmælandi okkar gert víðreist um Húnavatns- sýslurnar og myndað fallega fossa í ám, en margir þeirra eru faldar náttúruperlur og utan alfaraleiða. Myndasmiðurinn nefnir þar til dæmis fossana fremst í Vatnsdalsá, þar sem heitir Forsæludalur. „Í Laxá á Ásum, sem er ekki langt hér fyrir utan Blönduós, er hinn fallegi Mánafoss, sem nefndur er eftir landnámsmanninum Mána. Fossarnir í Kolugljúfri í Víðidaln- um eru nefnir eftir tröllskessunni Kolu – og svona gæti ég haldið áfram. Nöfn á ótal stöðum í nátt- úrunni eru dregin af alls konar sög- um og þeim hef ég lagt mig sér- staklega eftir,“ segir Höskuldur, sem að undanförnu hefur verið að safna og vinna myndir af fossunum í Húnaþingi. Verkefnið fékk stuðn- ing frá menningarráði Norðurlands vestra. Í bígerð er að halda sýn- ingu á fossamyndum innan tíðar. Lögreglan leitar að fallegum fossum  Fuglar, dýr og dansandi norðurljós ber fyrir augu í Húnaþingi  Höskuldur er með myndavélina í lögreglubílnum  Reykvíkingurinn sem vill vera úti á landi  Sýning á myndum af fossum er í bígerð Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson Perla Kolgljúfur, sem kennt er við tröllskessuna Kolu, er innarlega í Viðidalnum. Fossinn þar fellur fram í nokkrum þrepum og það er sannarlega vel þess virði að gera sér erindi á þessar slóðir. Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson Fallegt Fyrir innan Vatnsdalsvatnið þar sem heitir Forsæludalur er Dals- foss, einn margra slíkra sem eru utan alfaraleiða á Norðurlandi vestra. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Brosmildur „Já, það er bara gaman að rabba við þig og endilega taktu mynd,“ sagði Höskuldur þegar blaðmaður hitti hann nyrðra á dögunum. Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingss Sjónarspil Steinkirkjan fræga á Þingeyrum á mynd sem tekin er á vetr- arnóttu undir birtu dansandi norðurljósa í öllum regnbogans litum. „Þetta smáa og fallega í nátt- úrunni er yfirleitt bara beint fyrir framan okkur ef við höfum augun opin,“ segir Höskuldur B. Erlings- son. „Við ósa Blöndu, niður af lög- reglustöðinni, halda straumendur sig í stórum stíl og það hefur spurst út. Erlendir ljósmyndarar eru gjarnan þarna á árbakkanum í hópum með sínar allra stærstu linsur og útkoman hjá því fólki virðist yfirleitt góð. Hvað telst góð mynd er annars alltaf smekks- atriði. Myndir sem teknar eru í glaðasólskini um hásumar geta verið ágætar en séu ský á himni og einhver litur í himinhvolfinu verður útkoman oft enn betri.“ Straumendur í stórum stíl FALLEG NÁTTÚRA ER BEINT FYRIR FRAMAN OKKUR Ljósm/Höskuldur B. Erlingsson Straumendur Stór hópur er á ósum Blöndu, rétt við lögreglustöðina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.