Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Fótboltamenn verða áberandi á
Akureyri næstu daga. Hvorki fleiri
né færri en 1.800 leikmenn hófu
þátttöku í N1 móti KA fyrir 5. ald-
ursflokk stráka í gær og á morgun
hefst Pollamót Þórs, þar sem eldri
kempur af báðum kynjum spreyta
sig.
Þetta er stærsta N1 mótið frá
upphafi. Í fyrra voru þátttakendur
rúmlega 1.300 svo að fjölgunin er
mikil, en nú taka þátt alls 180 lið frá
39 félögum.
Fjölskyldur margra keppenda
fylgja þeim jafnan á N1 mótið og
þjálfarar og fararstjórar eru margir,
svo að búist er við þúsundum gesta
til bæjarins vegna mótsins.
Skemmtileg nýjung á N1
mótinu að þessu sinni er beinar út-
sendingar frá leikjum á netsjón-
varpsstöðinni sport.tv. Nokkrir leik-
ir voru sýndir í gær og svo verður
alla keppnisdagana.
Pollamót Þórs fer ætíð fram
þessa sömu helgi, en þar láta gamlar
kempur ljós sitt skína. Á þeim vett-
vangi eru hárin færri og kílóin fleiri
en gleðin yfirleitt álíka mikil og á
KA-svæðinu.
Í tilefni 100 ára afmælis Þórs er
óvenju mikið lagt í mótið núna. Á
laugardagskvöldið, að keppni og
verðlaunaafhendingu lokinni, verður
til að mynda slegið upp sveitaballi í
Boganum, þar sem Helgi Björnsson
verður í aðalhlutverki með hljóm-
sveitunum SS Sól og Reiðmönnum
vindanna.
Jónas Þór Hafþórsson frá Akur-
eyri afrekaði það á Arctic Open-
golfmótinu um síðustu helgi að fara
holu í höggi á 18. braut. Vann hann
sér þar með inn eina milljón króna
en gaf helming þeirrar upphæðar
Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á
Akureyri.
Milljón krónur hafa verið í boði á
Arctic árum saman fyrir þetta afrek
en engum tekist að fara síðustu
braut vallarins á einu höggi. Þrír
voru nálægt því fyrri keppnisdaginn
en boltar þeirra stöðvuðust 14, 15 og
16 cm frá holu. Jónasi tókst þetta
svo loks, við mikinn fögnuð þeirra
sem urðu vitni að högginu.
„Það var einkar ánægjulegt þeg-
ar þetta tjón var tilkynnt,“ sagði Jón
Birgir Guðmundsson, útibússtjóri
Sjóvár, um afrek Jónasar, en Golf-
klúbbur Akureyrar hefur lengi verið
tryggður fyrir því að einhver nái
draumahögginu á 18. braut.
Vert er að geta þess að sama dag
og Jónas náði draumahögginu fór
annar keppendi 4. braut Jaðars-
vallar í einu höggi.
Jóhannes Gunnar Bjarnason,
formaður Hollvinasamtakanna tók
við gjöf Jónasar og fékk raunar af-
hentar 612 þúsund krónur, vegna
þess að 112 þúsund kr. söfnuðust í
leik sem fram fór meðan á mótinu
stóð og fylgdi hver króna þaðan með
til samtakanna.
Stefán Gunnlaugsson, helsti
hvatamaður stofnunar Hollvina-
samtakanna, var einnig viðstaddur
afhendinguna, sem fram fór við golf-
skálann að Jaðri.
Jóhannes þakkaði Jónasi inni-
lega fyrir stuðninginn og sagði pen-
ingana án efa geta bjargað manns-
lífi. „Við Jónas höfum þekkst lengi
og hann skaust í dag upp Þórsara-
vinsældalistann minn,“ sagði KA-
maðurinn Jóhannes. „Hann er kom-
inn upp í þriðja sæti; aðeins eigin-
konan og tengdapabbi eru fyrir ofan
hann á lista mínum yfir Þórsara
núna.“
Arctic Open, Miðnætursólar-
mótið eins og það er gjarnan kallað,
heppnaðist einstaklega vel núna.
Veður var með afbrigðum gott og
keppendur frá útlöndum hafa aldrei
verið fleiri, um 50.
Pétur Bolli Jóhannesson, skipu-
lagsstjóri Akureyrarbæjar, hefur
sagt upp störfum. Í fundargerð
skipulagsnefndar er Pétri Bolla
þakkað fyrir vel unnin störf og óskað
velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Vísindaskóli unga fólksins, sem
starfræktur var við Háskólann á
Akureyri í fyrsta skipti í síðustu
viku, þótti takast afar vel og ljóst að
hann verður til frambúðar. Nem-
endur voru liðlega 90, á aldrinum 11-
13 ára, og komust færri að en vildu.
Við brautskráningu fengu nem-
endur viðurkenningarskjöl og rós
frá Sigrúnu Stefánsdóttur, skóla-
stóra Vísindaskólans, og Eyjólfi
Guðmundssyni, rektor Háskólans á
Akureyri. Blásarasveit háskólans
flutti vel valin lög, útskriftarnemar
fluttu ræður og Sean Scully, sér-
fræðingur í efnafræðibrellum, skaut
áhorfendum skelk í bringu með
kraftmikilli sprengjusýningu.
Listaverkefninu RÓT 2015 í
Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi
lýkur á laugardaginn með sýningu
frá klukkan 15 til 17, eftir tveggja
vikna ferli, sjö vinnudaga og þátt-
töku 31 skapandi einstaklings. Þar
með er sýningin fullunnin og verður
því opnuð formlega.
Sýningu Bjargar Eiríksdóttur á
fjórðu hæð Ráðhússins á Akureyri
lýkur í dag með leiðsögn kl. 17 til 18.
Hún sýnir þar textílverk unnin með
aðferðum líkt og í lagskiptu mál-
verki og mun Björg taka á móti gest-
um og gangandi og fræða um tilurð
sýningarinnar og einstök verk.
74,2 milljónum kr. hefur verið út-
hlutað til menningar, atvinnuþróun-
ar og nýsköpunar í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum úr Uppbyggingar-
sjóði Norðurlands eystra.
Sjóðurinn er nýr og tekur við af
Menningarsamningi Eyþings,
Vaxtarsamningi Eyjafjarðar og
Vaxtarsamningi Norðausturlands.
Í ár var sérstaklega litið til verk-
efna sem jafna stöðu kynjanna og
aldurshópa á svæðinu. Sjóðnum bár-
ust 169 umsóknir en samþykkt var
að veita 94 verkefnum styrk.
Dagskráin á Græna hattinum er
einföld næstu daga: Ljótu hálfvit-
arnir einoka staðinn og verða með
þrenna tónleika; fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagskvöld.
Á sunnudaginn hefst Sumar-
tónleikaröð Akureyrarkirkju í 29.
sinn. Kammerhópurinn Reykjavík
Barokk ríður þá á vaðið og flytur
m.a. verk eftir Vivaldi, Telemann og
Kristínu Lárusdóttur. Tónleikarnir
hefjast kl. 17. Aðgangur er ókeypis.
Sýning sem kölluð er Nowhere
else/Hvergi annarsstaðar verður
opnuð á morgun kl. 17 í Verksmiðj-
unni á Hjalteyri. Sýningarstjóri er
Sirra Sigrúnar Sigurðardóttir, en í
sýningunni taka þátt alþjóðlegir
listamenn og einn líffræðingur, að
því er segir í tilkynningu.
Titill sýningarinnar er vísan til
einnar áhrifamestu myndar mann-
kynssögunnar, The Pale Blue Dot,
fölblár punktur, sem var tekin fyrir
25 árum af geimkönnunarfarinu
Voyager 1. „Þegar könnunarfarið
var um það bil að yfirgefa sólkerfi
okkar var myndavélum Voyager
snúið aftur í átt til jarðar og myndin
tekin úr sex milljarða kílómetra fjar-
lægð.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjörið byrjað Njörður Njarðarson, leikmaður Breiðabliks, og Þróttarinn Kári Kristjánsson á N1 móti KA í gær.
Flinkir boltamenn af öllum stærðum
Morgunblaðið/Skapti
Peningagjöf Stefán Gunnlaugsson, Jóhannes G. Bjarnason, formaður
Hollvinasamtakanna, Jónas Þór Hafþórsson og Jón Birgir Guðmundsson.
Mennta- og
menningar-
málaráðherra
hefur skipað
Ernu Ómars-
dóttur listdans-
stjóra Íslenska
dansflokksins
frá 1. ágúst nk.
Erna stundaði
dansnám meðal
annars við List-
danskóla Íslands, Rotterdamse
Dansakademie og PARTS í Brussel
undir stjórn Önnu Teresu de
Keersemaeker. Hún hefur á ferli
sínum unnið með mörgum danshöf-
undum og öðrum listamönnum við
uppsetningu eigin verka og ann-
arra.
Erna var listrænn stjórnandi
danshópsins Shalala frá 2007, Les
Grandes Traversees í Bordeaux
2008, Reykjavík Dancefestival
2013 og hefur verið listrænn ráð-
gjafi Íslenska dansflokksins frá
2014.
Erna Ómarsdóttir
skipuð listdansstjóri
Erna
Ómarsdóttir
ÖRYGGISVÖRUR
VERKTAKANS
–Þekking og þjónusta í 20 ár
Tunguhálsi 10 • www.kemi.is
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!