Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 38
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Hjólarallið Paris-Brest-Paris (P-B-
P) er að sönnu helsta áskorun frí-
stundahjólara, ekki aðeins í Frakk-
landi heldur um heim allan. Nokkurs
konar ólympíuleikar þessarar gerð-
ar hjólreiðamanna og þangað kemst
ekki nema brot af þeim sem vilja;
margir eru kallaðir en fáir útvaldir.
Mörg þúsund hjólarar um jarðir all-
ar glíma við þrautir þær sem þarf að
standast til að fá að vera með í rall-
inu mikla sem fram fer 16.-20. ágúst
í sumar.
Eins og nafn rallsins gefur til
kynna liggur leið keppenda til vest-
urs frá París út á Bretaníuskagann,
til bæjarins Brest og til baka.
Leiðin í báðar áttir er að mestu sú
sama og liggur um afar öldótt lands-
lag. Hafa þátttakendur að hámarki
90 klukkustundir til að ljúka rallinu.
Til marks um hversu brautin reynir
á andlegt þol og líkamlegan styrk er
um 400 hundruð brekkur að fara, all-
margar mjög langar og brattar, en
uppsafnað klifur á leiðinni er yfir
10.000 metrar. Til samanburðar er
samsvarandi hæðarbreyting í
WOW-cyclothon á Íslandi um 7.000
metrar, en það er 100 km lengra en
P-B-M.
Til að öðlast þátttökurétt í París-
Brest-París-rallinu verða menn að
fara í gegnum forkeppni og ljúka
fjórum röllum fyrr á sama ári, 200
km, 300 km, 400 km og 600 km. Þau
eru skipulögð og haldin um heim all-
an samkvæmt settum reglum og
önnur röll sem ekki hafa hlotið við-
urkenningu franska félagsins sem
fyrir P-B-P stendur gilda ekki. Þak
er á þátttökunni, 5.500 manns fá að
hámarki að vera með, sem er aðeins
brot af fjöldanum sem reynir við
röllin í ár í þeim tilgangi að vera með
í P-B-P.
Rúmlega 5.000 hjólamenn voru
með í hvoru hinna tveggja síðustu
París-Brest-París, 2007 og 2011.
Voru um þrír fjórðu þeirra á aldurs-
bilinu 40-59 ára. Lágmarksaldur er
18 ár en efri mörk engin. Keppendur
hafa nokkurn veginn til helminga
verið útlendingar og helmingurinn
Frakkar. Konum hefur fjölgað jafnt
og þétt þótt enn sem komið er séu
þær í miklum minnihluta keppenda.
Árið 2007 voru þær 343 en karlar um
4.800. Af þeim komust 209 alla leið í
mark sem þýðir með öðrum orðum
að um þriðja hver þeirra, eða 36%,
heltist úr á leiðinni erfiðu. Þetta ár
voru veðurfarslegar aðstæður
einkar óhagstæðar, kalt og rigning
allan tímann, í fyrsta sinn frá 1956.
Til samanburðar féllu 27% karla úr
leik eða 1.306 talsins. Heildar-
brottfallið var 30,2% og var það að
mestu rakið til veðursins því að jafn-
aði hefur það legið á bilinu 15-20%.
Þátttökulönd hafa aldrei verið
fleiri en árið 2011, eða 53, en þá
bættist Ísland í þann hóp. Þar var á
ferð greinarhöfundur, sem um ný-
liðna helgi vann sér þátttökurétt í
rallinu að nýju í ár. Óvíst er þó hvort
af þátttöku verður, hvort hann legg-
ur á sig það mikla erfiði sem reiðin
útheimtir.
Víst er það eins og að upplifa fal-
legt ævintýri að taka þátt í París-
Brest-París-rallinu. Og þrátt fyrir
þá miklu raun sem það er brýst alltaf
fram bros á vörum keppenda þótt í
andlitsdráttum þeirra skíni erfiðið í
gegn. Í kvalræðinu líður þeim þrátt
fyrir allt vel og þótt hætta verði för
gleymast vonbrigðin fljótt.
Þannig minnist ég reiðarinnar
2011. Hún hófst í hitabylgju í París
og allt gekk vel lengi vel. Að kvöldi
annars keppnisdags rifnuðu himn-
arnir með þrumu- og eldingaveðri
sem stóð í nokkrar stundir. Í byrjun
leitaði ég skjóls í hlöðu við veginn
ásamt nokkrum öðrum en vegna
tímamarka var fljótlega ákveðið að
halda á enda næsta áfanga þar sem
keppniskortin voru stimpluð og nýtt
svigrúm til að skoða herfræðina
gafst. Frá hlöðunni tók þessi kafli
nokkuð á aðra klukkustund og hjól-
uðum við fimm í einfaldri röð eins og
við ættum lífið að leysa. Ljósabún-
aður er ekki sérlega skilvirkur í
bleytunni sem buldi og bremsur
seinvirkar á vatnslegnum felgum.
Einbeitingin á afturdekk hjólarans á
undan varð að vera algjörlega óskert
til að ekkert brygði út af.
Lofteldar í hrunadansi
Yfir dönsuðu lofteldar hrunadans
sem þeir vildu klóra manni í koll-
inum. Svo fá voru sekúndubrotin á
köflum milli ljósblossans og reið-
arþrumunnar að maður virtist rétt
undir og beygði sig ósjálfrátt niður
til að forðast kinnhest blossanna.
Augnablik sem aldrei gleymast og
skjólið sem við tók í smábæ utarlega
á Bretaníuskaga var vel þegið. Í
íþróttasal bauðst að leggjast til hvílu
og sjálfboðaliðar sáu um að ganga á
milli rúma og ræsa eftir fyrirfram
gerðri pöntun. Þar lágu á þriðja
hundrað manns á hermannabeddum
er mig bar að garði og hrutu meira
og minna allir í kór. Ótrúleg lífs-
reynsla og líka eftirminnileg. Ekki
mátti á milli sjá hvort hefði yfirhönd-
ina, hroturnar eða rigningin sem
áfram buldi á þaki hússins. Þrátt
fyrir gauraganginn dottaði ég fljótt.
Meðan ég skreið í koju í tvær stundir
eða svo var rennblautum gallanum
skellt í þurrkara og beið sem nýr
þegar vaknað var síðar um nóttina
og síðasti spölurinn til Brest tekinn.
Í tvö önnur skipti hallaði ég mér
ögn en hugurinn vildi áfram og
stoppa sem styst á eftirlitsstöðvum
sem voru 10 á útleið og jafnmargar
til baka. Áfram seiglaðist fákur minn
jafnt og þétt, ýmist einn eða í slag-
togi við fleiri. Upp bratta og brekkur
sem virtust jafnmargar og finnsku
vötnin þúsundanna. Eftir því sem
leið á bakleiðina efldist tiltrúin á að í
mark kæmist þótt þreytan safnaðist
upp; ég var oftast vel innan tíma-
marka á tékkstöðvum en nái menn
þeim ekki er þeim kippt úr leik.
Hausinn hékk á milli herðanna
Mín biðu hins vegar sömu örlög og
um fimmtungs þátttakenda, að kom-
ast ekki alla leið í mark. Alls 66
stundum eftir ræsingu og með 1.000
kílómetra að baki olli hálfgerð lömun
í hálsi því að ég ákvað að láta gott
heita. Átti sólarhring inni til að klára
kafla sem alla jafna tæki 8-10 stund-
ir og formið var mjög gott að öðru
leyti. Hálsinn var ekki til í slaginn og
krankleikinn lýsti sér í því að ég gat
ekki lengur haldið höfðinu uppi til að
sjá það sem framundan var. Nema
með því að rífa höfuðið upp á hönd-
unum og styðja við það, ella hékk
það á milli herðanna. Ég var með
hangandi haus í bókstaflegri merk-
ingu og upplifunin afar einkennileg.
Þetta skrifaði ég á þungan bakpoka
sem ég hafði borið alla leiðina með
ýmsu sem til þarf. Hafi maður ekki
aðstoðarmenn til að liðsinna sér á
leiðinni og flytja pokann milli eftir-
litsstöðva verða menn að bjarga sér
sjálfir. Þrjóskan sagði mér að halda
áfram en skynsemin náði yfirhönd-
inni því í þessu ásigkomulagi taldi ég
hættulegt að halda áfram. Fram-
undan var meðal annars nótt og þá
hefði ég þurft báðar hendur á stýri.
Hugsaði sem svo að betra væri að
láta slag standa; betra væri að vera
lifandi heigull en dauð hetja, en af al-
vöruhetjum væru franskir kirkju-
garðar sneisafullir. Þannig fór um
sjóferð þá.
Þorskalifrin reyndist vel
Í forkeppnisröllunum fjórum í ár
lagði ég mig eftir því að leita uppi
erfið röll, með helst ekki minni hæð-
arbreytingu en í höfuðrallinu sjálfu.
Þannig væri best að búa sig undir al-
vöru-„ólympíuhátíð“ frístundahjóla-
manna, ef á annað borð yrði reynt
aftur við rallið frá París til Brest og
til baka. Í forkeppnunum í ár tók ég
upp á því nýmæli – eftir ábendingu
frá frönskum hjólavini – að búa mér
til samlokur sem ég smurði með
þorskalifur. Skar þær niður í bita
svo lesa mætti þá upp úr vösunum og
snæða á ferð. Borðaði þessa bæti-
efnabita aðallega framan af ralli en
sykurbita og orkustangir frekar
undir lokin. Það góða við þorska-
lifrina var að hún var úr íslenskri
lögsögu og fæst í úrvali í öllum mat-
vælabúðum í höfuðstað Bretaníu-
skagans, Rennes. http://www.paris-
brest-paris.org
Ólympshátíð frístundahjólara
1.220 km hjólarall frá París til sjávar í Brest og til baka fer fram á fjögurra ára fresti Nokkurs
konar ólympíuleikar frístundahjólara á öllum aldri Tugir þúsunda reyna að fá að vera með
Slakað á Hvíldinni feginn þótt aðstaðan sé ekki þægileg.Veifa Margir fylgjast spenntir með hjólreiðaköppunum. Klár í slaginn Greinarhöfundur (l.t.h.) með liðsfélögum.
Öldótt landslag Um 400 brekkur eru á leiðinni frá París til Brest og til baka. Myndin er dæmigerð fyrir leiðina.
Rallið mikla Leiðin frá París til Brest og til baka er 1.220 kílómetra löng.
Ermarsund
París
Angers
Nantes
Hjólaleiðin á milli Brest og Parísar
Brest
Óhætt er að segja að hugdetta ritstjóra lítils Parísarblaðs, Le Petit Journal, hafi
velt þungu hlassi. Pierre Giffard fékk þá flugu í hausinn að stofna til hjólreiða-
keppni frá París til Brest og til baka til að vekja athygli á blaði sínu og örva sölu
þess. Árangurinn er elsta hjólalangreið sögunnar.
Í árdaga rallsins voru traustir rammar og slöngudekk að taka við af háum hjólum
með trégjörðum. Var keppnin því góður mælikvarði á nýjungarnar og endingu reið-
hjólanna en ekki mátti nota nema eitt og sama hjólið á leiðinni. Giffard rak áróður
fyrir keppninni í leiðurum sem hann skrifaði undir dulnefninu „Jarðarlausi Jón“.
Þar skrifaði hann um sjálfbæra keppni þar sem keppendur bæru sjálfir mat sinn til
að snæða á leiðinni og fatnað til skiptanna. Aðeins Frökkum var leyfð þátttaka og
mættu 207 til leiks.
Upphaflega var leiðin P-B-P 1.200 km löng. Keppnin fór fyrst fram árið 1891 og
hefur verið háð reglulega síðan.
Aðeins eitt hjólamót í heiminum sem enn fer fram mun vera eldra, Catford CC-
brekkuklifrið á Englandi. Atvinnumenn kepptu síðast 1951 og síðan hafa eingöngu
áhugamenn og loks frístundahjólarar verið með. Formlega er ekki um keppni að
ræða en tími er þó tekinn á öllum og verðlaun og viðurkenningar veitt.
HJÓLREIÐAKEPPNIN FRÁ PARÍS TIL BREST FÓR FYRST FRAM ÁRIÐ 1891
Charles Terront vann fyrstu reið-
ina frá París til Brest og til baka
en keppnin var hugdetta rit-
stjóra blaðsins Le Petit Journal.
Hugdetta ritstjóra velti hlassi
38 FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015