Morgunblaðið - 02.07.2015, Side 42

Morgunblaðið - 02.07.2015, Side 42
SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sólin skín og hitinn er meiri en Ís- lendingar eiga að venjast. Á örlitlu svæði um 15 kílómetrum sunnan við Brussel hefur fjöldi manns safnast saman í einum tilgangi, að heiðra minningu orrustunnar við Waterloo, en þennan tiltekna dag, 18. júní 2015, eru 200 ár liðin frá lokaorrustu Napóleons keisara, orrustu sem breytti gangi mannkynssögunnar. Á meðal þeirra sem þarna feta í fótspor keisarans eru undirritaður og Steinunn Lilja, eiginkona hans. Ástæðan fyrir ferðinni er í raun tví- þætt. Ég hef haft mikinn áhuga á Napóleon og sögu hans frá því á unga aldri, og fyrir mig er þetta því í raun hálfgerð pílagrímsför, fyrsta heimsókn mín á einn af vígvöllum hans. Fyrir okkur er þessi ferð þó í raun hálfgerð brúðkaupsferð, enda höfum við ekki ferðast til útlanda saman frá giftingu. Forsjálir í minnihluta Fyrsti stans á þessari ólíklegu pílagríms- og brúðkaupsferð er við Ljónið fræga, minnismerki um orr- ustuna, sem reist var árið 1830 af Hollendingum. Hjónakornin eru þó stöðvuð nánast við innganginn að svæðinu. „Tíkett?“ spyr belgíski lög- reglumaðurinn með frönskum hreim. „Tíkett?“ svarar blaða- maðurinn með spurningu. „Nó tíkett, nó entrí túdei,“ segir lög- reglumaðurinn af takmarkaðri enskukunnáttu. Ferðin ónýt. Lögreglumaðurinn fór sem betur fer með fleipur, en ástæðan fyrir lok- uninni er sú að konungshjón Belgíu eru að spássera um svæðið, og á meðan er svæðinu lokað fyrir aðra en þá sem keyptu miða fyrir fram. Þeir forsjálu eru hins vegar í miklum minnihluta, eins og kemur í ljós á bar í nágrenninu, en þar hefur safnast saman fólk úr öllum heimshornum sem bíður þess að kóngafólkið hypji sig og hleypi almúganum að. Svona eins og í frönsku byltingunni. Sér- stakur Waterloo-bjór léttir þó stund- irnar, ekki síst þegar í ljós kemur um síðir að styrkleikinn er í átta pró- sentum. Örlagaríkur regnstormur Sólin skín sem fyrr. Hitinn er allt að því óbærilegur. Hvað ætli Napóleon hefði ekki gefið fyrir svip- að veður tvöhundruð árum fyrr! Frægt er að einn þátturinn sem réði úrslitum var sá að Napóleon vildi út- kljá málin við Breta hinn 17. júní, degi fyrr en varð.Veðurguðirnir tóku hins vegar í taumana og gáfu stríð- andi fylkingum sannkallað þjóðhá- tíðarveður, sem samkvæmt lýs- ingum var engu líkt, nema ef vera skyldi veðrinu á Þingvöllum 1944. Rigningin hafði einkum þau áhrif að stórskotalið Frakka átti mun erfiðara með að ýta Bretum úr varnarstöðu sinni og tafði einnig fyrir öllum tilburðum fótgönguliðs- ins franska til þess að fóta sig í for- inni. Þá ákvað Napóleon að seinka upp- hafi árásar sinnar um nokkra klukkutíma til þess að jörðin gæti þornað og er líklegt að sú töf hafi skilið á milli feigs og ófeigs, í ljósi þess að orrustan vannst á því þegar herlið Prússa kom Wellington til að- stoðar um kvöldið. En hefði það skipt einhverju máli þó að Napóleon hefði sigrað við Waterloo? Á leiðinni til Frakklands voru aðrir hundrað þúsund Austur- ríkismenn og um tvö hundruð þús- und Rússar, sem Napóleon hefði þá einnig líklega þurft að sigra í orr- ustu. Ekki nema Bretar, sem borg- uðu stríðsþátttöku allra hinna, hefðu fengið svo mikið kjaftshögg við ósig- ur sinn við Waterloo að þeir hefðu dregið fjárstuðning sinn til baka, sem verður að teljast ólíklegt. Þá hefur einnig verið nokkuð rætt um önnur áhrif þess að Napóleon beið lægri hlut. Í kjölfarið ákváðu konungsríki og valdastéttir Evrópu að franska byltingin skyldi aldrei fá að endurtaka sig og öll óánægja með ríkjandi fyrirkomulag yrði kæfð í fæðingu. Afleiðingin af því að hunsa vilja almennings, líkt og sannast hef- ur bæði fyrr og síðar, varð hins veg- ar þveröfug, þar sem í staðinn byggðist upp spenna víða um Evr- ópu, sem hlaut að brjótast út ein- hvern veginn, og gerði það á end- anum árin 1830 og 1848, auk þess sem hún ýtti undir þjóðerniskennd í álfunni, sem varð að afli til samein- ingar eða sundrungar. Í fullum skrúða Rétt handan vígvallarins hefur myndast lítið þorp sölubása, þar sem hægt er að kaupa alls kyns skran tengt orrustunni, styttur, föt, póst- kort og spil. Nánast allir gripirnir tengjast hins vegar þeim sem tapaði orrustunni. Áhuginn á honum er ein- faldlega mun meiri. Í einum básnum eru seldir Napóleonshattar úr felt-efni, sem gefur mér tækifæri til þess að upp- fylla ævilangan draum. Það sem eftir lifir dagsins geng ég um svæðið í hálfgerðu mikilmennskubrjálæði, ekki síst vegna þess að ég virðist sá eini sem hefur tímt því að kaupa hattinn á litlar sjö evrur. En því fer fjarri að ég sé sá eini þarna í búningi. Dagana á eftir munu um 6.000 manns taka þátt í endur- gerð orrustunnar, en þennan dag, sjálfan orrustudaginn, eru þeir í fríi, og þeir ganga eða marséra jafnvel um svæðið í fullum skrúða. Einn „hermaðurinn“ í rauðri kápu og Skotapilsi fær frían bjór út á búning- inn sinn. Annar, í frönskum her- klæðum, segir mér að hann hafi komið alla leið frá Rússlandi til þess að taka þátt í þessu ævintýri. Og búningarnir eru mjög ná- kvæmir. Einn af þeim sem hjónin hitta á ferð sinni um vígvöllinn kem- ur frá Þýskalandi, og er klæddur í eins búning og hermenn frá Hann- over í þjónustu Bretakonungs hefðu verið, auðkenndir með grænu jökk- unum sínum. Við forðumst að spyrja hvað fólk borgi fyrir nákvæmnina en rennur í grun að það sé aðeins meira en sjö evrur. Blóði drifið bóndabýli Hápunktur ferðarinnar er heim- sókn á herragarðinn Hougoumont, sem árið 1815 fékk þann vafasama heiður að vera vettvangur hörðustu bardaganna í orrustunni. Napóleon fól bróður sínum, Jeróm, að ráðast á Hougoumont, þar sem Bretar höfðu komið sér fyrir, í þeirri von að Well- ington myndi þurfa að senda liðs- auka þangað og veikja aðra hluta víglínu sinnar í leiðinni. Það fór hins vegar á aðra leið, því að Jeróm, þyrstur í viðurkenningu bróður síns, ákvað að Hougoumont skyldi falla Frökkum í skaut og hélt því uppi ítrekuðum árásum, jafnvel eftir að ljóst var orðið að býlið, sem umkringt er háum veggjum, myndi ekki falla svo glatt. Wellington sagði síðar að við Hougoumont hefði vendipunktur orrustunnar átt sér stað; hópur Frakka náði að brjóta sér leið inn, þar af einn hávaxinn rumur vopn- aður stórri skógarexi. Eftir harðan bardaga í návígi, þar sem rumurinn hjó hendur af andstæðingum sínum eins og ekkert væri, tókst Bretunum að loka hliðinu að Hougoumont áður en franski herinn náði að streyma þangað inn. Frökkunum sem leiddu áhlaupið var slátrað, fyrir utan einn svonefndan trommustrák. Býlið stendur enn, og hliðið fræga lítur enn eins út og það gerði þessa daga. Ferðalangarnir standast ekki mátið og taka af sér nokkrar myndir við veggina. Bónapartistinn í mér bölvar þeim í hljóði. Bara ef. Lokapunktur í lygasögu En í raun er óskin um sigur Bóna- partes ekki svo einlæg. Á þeim tvö- hundruð árum sem liðin eru frá Waterloo hefur ferill Napóleons tek- ið á sig nánast goðsagnakennda ímynd og orrustan sjálf verið reifuð í ótal bókum og myndum. Á leiðinni heim rökræðum við Steinunn um það hvort Napóleon væri yfirhöfuð jafnvinsæll og þessi fjölmenna samkoma bar með sér ef hann hefði ekki tapað við Waterloo, ef hann hefði haft tækifæri til þess að verða aftur óvinsæll meðal al- mennra Frakka? Því að eins og sagan gerðist hljóm- ar hún ótrúlegri en nokkur lygasaga, þar sem stráklingur frá einum af fá- tækustu afkimum Evrópu varð að keisara eins glæstasta ríkis álfunnar í krafti getu sinnar og metnaðar. En þessi saga gat aldrei endað vel. Metnaðurinn leiddi hann í herferðir víða um Evrópu með öllum þeim hræðilegu afleiðingum sem slíku brölti fylgja. Fyrir hvern sem sá hann sem hetju voru tveir sem litu á hann sem kúgara. Á endanum tóku hin ríki Evrópu höndum saman til þess að losa sig við hann. Hvernig sem á það er litið virðist það viðeigandi að þessari ótrúlegu sögu hafi lokið á annars ómerki- legum akri í Belgíu. Ferðast í fótspor keisarans  Ein fjölmennasta endurgerð orrustunnar við Waterloo fór fram dagana 19.-20. júní  Mjög mikið lagt í að gera búningana sem nákvæmasta  Ferill Napóleons orðinn nánast goðsagnakenndur 42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Orrustur Napóleons hafa verið end- urgerðar allt frá því snemma á 19. öld, stuttu eftir að þær áttu sér stað, og er orrustan við Waterloo þar engin undantekning. Ein sú fyrsta sem getið er um átti sér stað árið 1824 í hringleikahúsi í London. Í seinni tíð hefur orrustan hins vegar verið endurgerð árlega við Waterloo, og taka venjulegast um 6-800 manns þátt í því. Í ár var hins vegar ákveðið að hafa eina fjöl- mennustu endurgerð sem um getur í sögunni, þar sem 6.200 menn og konur, 330 hestar og 120 fallbyssur komu við sögu. Þar sem svo margir komu við sögu að þessu sinni var ákveðið að hafa tvær endurgerðir, aðra hinn 19. júní og hina seinni hinn 20. júní. Fyrri daginn léku menn árás Frakka á víglínur Breta við La Ha- ye Sainte, en hinn seinni var komið að Bretunum að hefja gagnárás á Frakka. Að þessu sinni var Napóle- on leikinn af Franck Samson, frönskum lögfræðingi, en hann hef- ur leikið keisarann við flest tæki- færi síðasta áratuginn, en þetta var hans lokaorrusta. Niðurstaða orrustunnar var síð- an að sjálfsögðu hin sama og ætíð fyrr: Napóleon mætti sinni Water- loo. Ljósmynd/Steinunn Lilja Gengið í takt Þýskir hermenn Bretakonungs marséra til Waterloo. Þeir voru hluti af rúmlega 6.000 manns sem endurgerðu orrustuna í ár. Stærsta endurgerð orrustunnar  6.200 manns endurlifðu Waterloo Orrustan við Waterloo var ein af þeim blóðugri sem háðar hafa verið í Evrópu, en nærri því 50.000 manns særðust eða féllu í henni. Í lýsingum ferða- langa sem fóru á vígvöllinn síð- ar um sumarið 1815 er honum lýst sem hræðilegum stað, þar sem lík manna lágu um allt eins og hráviði. Enn má finna minjar um orr- ustuna á vígvellinum. Lík óþekkts hermanns fannst árið 2012 þegar verið var að grafa fyrir nýju bílastæði, og í apríl á þessu ári bárust fregnir um að tekist hefði að bera kennsl á hann, tvö hundruð árum síðar, sem þýskan hermann í þjónustu Breta. Ennþá að finnast lík 200 ÁRUM SÍÐAR Ljósmynd/Steinunn Lilja Stund milli stríða „Hermenn“ Breta fá sér að borða við Waterloo. AFP Napóleon kveður Franski lögfræðingurinn Franck Samson hefur farið með hlutverk Napóleons í flestum endur- gerðum síðasta áratuginn eða svo. Endurgerðin við Waterloo var hins vegar hans síðasta orrusta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.