Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 44
Fjármálakreppan í Grikklandi Eftir að hafa eytt um efni fram árum saman voru skuldir gríska ríkisins komnar í 350 milljarða evra (51.680 ma. kr.) AGS og ESB samþykktu að veita Grikkjum lán að andvirði 110 milljarða evra til hjálpa þeim að greiða lánardrottnunummeð skilyrðum um erfiðar sparnaðaraðgerðir, hækkun skatta og lækkun laun 2011 Fjölmenn götumótmæli vegna aðhaldsaðgerðanna.Ríkisstjórn Grikklands féll. Frá 2010 hefur landsframleiðsla minnkað um 25%, laun lækkað enn meira og atvinnuleysið er 28%. 2012 2015 Róttækur vinstriflokkur,Syriza, sigraði í kosningum og hét því að semja um breytingar á lánaskilmálum. 25. jan. 20. febr. 17. júní ESB veitti Grikklandi lán að andvirði 130 milljarða evra til viðbótar. Lánardrottnar Grikklands samþykktu að afskrifa helming skulda landsins við þá. Skuldir Grikklands lækkuðu um 100 milljarða evra. Björgunaraðgerðirnar voru fram- lengdar til 30. júní. Gríska stjórnin samþykkti að leggja fram nýja áætlun um efnahagsumbætur gegn því að fá aðstoð að andvirði 7,2 milljarða evra til viðbótar. Eftir að samningaviðræður um nýja efnahagsáætlun báru ekki árangur varaði stjórn Grikklands við því að landið kynni að leggja niður evruna og jafnvel ganga úr Evrópusambandinu. 30. júní Frestur Grikklands til að endurgreiða AGS 1,5 milljarða evra rann út og landið lenti í vanskilum. 2010 Grískum bönkum var lokað til 6. júlí og fjármagns- höftum komið á. Kauphöllinni í Aþenu var lokað til 8. júlí. Hlutabréfavísitölur lækkuðu víða um heim. 27. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja, boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um lánaskilmála ESB og AGS. Evrópusambandið neitaði að framlengja björgunaraðgerðirnar. Viðskiptavinir grískra banka flýttu sér að taka út peninga af reikningum sínum. 29. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sagði í sjónvarpsávarpi í gær að staðið yrði við áformin um þjóðaratkvæði á sunnudaginn kemur um hvort Grikkir ættu að samþykkja lánaskilmála Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann kvaðst ætla að halda áfram samn- ingaviðræðum við lánardrottna Grikklands og tók fram að hann vildi að landið héldi evrunni og yrði áfram í Evrópusambandinu. Tsipras neitaði því að þjóðarat- kvæðið fyrirhugaða væri í reynd at- kvæðagreiðsla um aðild Grikklands að Evrópusambandinu og myntsam- starfinu eins og leiðtogar ESB-ríkja hafa sagt. Hann bætti við að ef Grikkir höfnuðu skilmálum Evrópu- sambandsins og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins myndu þeir setja „mikinn þrýsting“ á lánardrottnana og auka líkurnar á því að þeir léðu máls á breytingum á lánaskilmálunum. „Nei í þjóðaratkvæðinu væri mikil- vægt skref í átt að betri samningi,“ sagði hann. Merkel vill ekki viðræður fyrir þjóðaratkvæðið Fregnir hermdu í gær að Tsipras hefði sent lánardrottnunum bréf þar sem hann léði máls á því að sam- þykkja flesta af skilmálunum sem þeir höfðu sett fyrir frekari aðstoð við Grikkland áður en hann tilkynnti um síðustu helgi að skilmálarnir yrðu bornir undir þjóðaratkvæði. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, sagði að ekki yrði hægt að semja um frekari aðstoð við Grikk- land fyrr en þjóðaratkvæðagreiðsl- unni lyki. Francois Hollande, forseti Frakklands, hvatti hins vegar til „tafarlausra samninga“ til að leiða deiluna til lykta. Fréttaskýrandi breska ríkisút- varpsins sagði að í bréfinu til lánar- drottnanna léði gríski forsætisráð- herrann máls á því að samþykkja skilmálana ef þeir féllust á nokkrar breytingar. Nýjasta tilboð hans væri háð því að lánardrottnarnir yrðu við beiðni Grikkja um tveggja ára aðstoð til viðbótar að andvirði rúmra 29 milljarða evra, jafnvirði 4.300 millj- arða króna. Tsipras mun einnig hafa óskað eftir endurskipulagningu skulda og breytingum sem talið er að önnur evrulönd ljái ekki máls á núna. Gríski forsætisráðherrann lagði nýja tilboðið fram daginn eftir að Grikkland lenti í vanskilum við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn. Frestur Grikklands til að greiða afborgun af láni frá AGS upp á 1,6 milljarða evra (236 milljarða króna) rann út án þess að greiðsla bærist. Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópuland lendir í van- skilum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Einu löndin sem eru í vanskilum við sjóðinn eru Afríkuríkin Súdan, Sóm- alía og Simbabve. Minni andstaða við skilmálana í Grikklandi Ný skoðanakönnun bendir til þess að andstaðan við lánaskilmála lánar- drottnanna hafi minnkað eftir að grísk stjórnvöld ákváðu á sunnudag- inn var að loka bönkum og koma á fjármagnshöftum. Fyrir fjármagns- höftin sögðust 57% ætla að greiða at- kvæði gegn skilmálunum og 30% ætluðu að samþykkja þá. Í könnun, sem gerð var í fyrradag, sögðust 46% ætla að greiða atkvæði gegn skilmálunum, 37% sögðust ætla að styðja þá en 17% höfðu ekki gert upp hug sinn. Um 20.000 manns söfnuðust sam- an í miðborg Aþenu í gær til að láta í ljósi stuðning við skilmála lánar- drottnanna. Svipaður fjöldi and- stæðinga skilmálanna hefur efnt til götumótmæla í borginni síðustu daga. Framtíð ESB „ekki í veði“ Talsmaður Thorbjørns Jagland, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, sagði að þjóðaratkvæðið fyrirhugaða í Grikklandi stæðist ekki evrópskar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur. Boðað hefði verið til atkvæðagreiðsl- unnar með of skömmum fyrirvara og spurningarnar sem lagðar væru fyr- ir grísku þjóðina væru ekki nógu „skýrar og skiljanlegar“. Angela Merkel sagði að gríska fjármálakreppan væri alvarlegt vandamál en stefndi ekki Evrópu- sambandinu í hættu. „Heimsbyggðin fylgist með okkur. En framtíð Evr- ópusambandsins er ekki í húfi.“ Valdis Dombrovskis, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, tók í sama streng. „Hvern- ig sem þetta fer í Grikklandi er ég viss um að efnahags- og myntbanda- lag Evrópusambandsins komist klakklaust í gegnum þetta,“ sagði Dombrovskis, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Lettlands. Hann kvaðst einnig telja að samkomulag næðist við Grikki fyrir 20. júlí þegar þeir eiga að greiða næstu afborgun af láni frá Evrópusambandinu. Þá á Grikkland að greiða Evrópska seðla- bankanum 3,46 milljarða evra (550 milljarða króna). Tsipras vill samþykkja skilmála lánardrottna með skilyrðum  Forsætisráðherra Grikkja kveðst standa við áformin um að bera skilmálana undir þjóðaratkvæði AFP Glundroði Grískir ellilífeyrisþegar bíða í röð fyrir utan útibú banka í Aþenu. Aldraðir Grikkir fengu í gær að taka út reiðufé í um þúsund bankaútibúum. 44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Glundroði ríkti fyrir utan marga banka í Grikklandi í gær þegar þúsundir aldraðra Grikkja biðu í röðum eftir því að fá tækifæri til að taka út peninga fyrir lífs- nauðsynjum. Alexis Tsipras, forsætisráð- herra Grikklands, tilkynnti á sunnudaginn var að grískir bankar yrðu lokaðir út vikuna til að koma í veg fyrir bankahrun eftir að Grikkir tæmdu hrað- banka landsins vegna fjár- málakreppunnar. Skv. fjár- magnshöftum sem gríska stjórnin greip til geta Grikkir tekið út allt að 60 evrur (8.800 krónur) á dag á hvert greiðslu- kort. Þar sem margir aldraðir Grikkir eiga ekki greiðslukort var ákveðið að opna banka til að gera lífeyrisþegunum kleift að taka út allt að 120 evrur (17.700 krónur) sem eiga að duga þeim út vikuna. „Ég var sjómaður í 50 ár og nú þarf ég betla 120 evrur,“ sagði einn öldunganna. „Ég á enga peninga fyrir lyfjum handa konunni minni sem fór í upp- skurð og er veik.“ Aldraðir flykktust í bankana FJÁRMAGNSHÖFT Í GILDI AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.