Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
✝ SigurðurSveinbjörn
Bjarnason fæddist
í Stykkishólmi 30.
ágúst 1933. Hann
lést 19. júní 2015
á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi. Sig-
urður var sonur
hjónanna Bjarna
Jakobssonar
verkamanns, f.
1901 á Ísafirði, d. 1973, og
Kristínar Brynhildar Davíðs-
dóttur húsmóður, f. 1908 á
Hraunhálsi í Helgafellssveit,
d. 2007. Sigurður var þriðji í
röðinni af níu systkinum.
Birna Mjöll, f. 1970.
Sigurður hóf nám í múrs-
míði, lauk sveinsprófi árið
1968 og bætti auk þess við sig
meistaraprófi í iðninni árið
1973. Eftir að hann lauk nám-
inu starfaði hann fyrst hjá
meistara sínum, en fór svo að
vinna sjálfstætt sem hann
gerði um þó nokkurra ára
skeið. Árið 1978 lét hann af
störfum sem múrari og réð sig
til starfa í Álverinu í Straums-
vík þar sem hann vann starfs-
ævina á enda.
Áhugamál Sigurðar voru
mörg en hann stundaði hesta-
mennsku um langt skeið, batt
inn bækur, sótti ýmis nám-
skeið í tréútskurði og renni-
smíði auk þess sem þau hjónin
stunduðu ferðalög innanlands
jafnt sem utan.
Sigurður var jarðsunginn
frá Lágafellskirkju í Mos-
fellsbæ 30. júní 2015.
Sigurður kvænt-
ist árið 1963 Lillý
S. Guðmunds-
dóttur, f. 1939.
Börn þeirra eru:
1) Aldís, f. 1962. 2)
Bjarki, f. 1965.
Dóttir hans með
Örnu Hilmars-
dóttur, f. 1971, er
Guðrún Eva, f.
1991. Hún er gift
Davíð Jónssyni, f.
1989, og eiga þau Viktor Örn,
f. 2012, og Jón Arnar, f. 2015.
Bjarki er kvæntur Önnu Jódísi
Sigurbergsdóttur, f. 1969,
börn þeirra eru Gústaf Orri, f.
1996, og Harpa Líf, f. 1998. 3)
Elsku pabbi minn. Ég trúi
því varla að þú sért farinn.
Fjársjóður minninga þyrlast
um huga minn þegar ég rifja
upp samverustundir okkar. Ég
man vel eftir þegar þú tókst
mig með þér í vinnuna þegar ég
var 4-5 ára, þú varst að múra
hús á Arnarnesinu og ég fékk
að skottast í kringum þig,
hjálpa að hræra steypuna og
keyra litlar hjólbörur og af ein-
hverjum ástæðum man ég eftir
því þegar þú gafst mér í fyrsta
skipti flatbrauð með hangikjöti,
sem mér fannst hræðilega vont
og hef aldrei borðað síðan.
Svo voru það sumrin við
Hæðargarðsvatn rétt fyrir utan
Kirkjubæjarklaustur. Fyrstu
sumrin gistum við í hjólhýsum,
en síðan voru byggðir sum-
arbústaðir og áttum við mörg
góð sumarfrí á þessum slóðum.
Minnisstæð er ein nóttin sem
við vorum að veiðum í vatninu.
Pabbi hafði tekið með sér vöðl-
ur og tvær stengur, óð út í og
kastaði og það brást ekki að á
meðan hann óð í land var búið
að bíta á.
Við mamma stóðum á bakk-
anum og höluðum inn fiskinn á
meðan pabbi fór með hina
stöngina út í og kastaði. Svo
varð pabbi að koma í land og
rota fiskinn sem ég halaði inn
því ég gat það ekki. Svona gekk
þetta langt fram eftir nóttu og
var aflinn töluverður sem síðar
var settur í reyk.
Eða þegar við fórum eitt
sumarið, helgi eftir helgi, upp í
Galtarholt til að girða Halavöll-
inn. Fyrst var stoppað í Hyrn-
unni, borðaður morgunverður
og keypt nesti fyrir daginn.
Síðan keyrt upp eftir, kerran
affermd sem var erfitt því við
vorum með stóran bensínloft-
bor, eða símaborinn eins og við
kölluðum hann, til að gata
bergið á Klettaborginni. En
síðan unnið og spjallað, bara
við tvö, um alla heima og
geima, fjölskylduna, hestana,
hundana, vinina, landafræði, út-
sýnið af Borginni og drauma
eins og að reisa sumarbústað
undir Borginni, hafa hestana á
beit á Vellinum og rannsaka
Borgarfjörðinn þveran og endi-
langan á hestbaki.
Þá minnist ég einnig hesta-
ferðanna sem við fórum í, ann-
aðhvort fjölskyldan eða í hópi
vina, hvort sem riðið var til
kirkju, í kaffið í Fák eða til
Þingvalla, þá varstu alltaf hress
og glaður.
Dýrin hændust að þér enda
minnist ég þess að Ponsa mín
vildi hvergi annars staðar vera
en hjá þér þegar horft var á
sjónvarpið.
Svo var samband ykkar
Glettu alveg sérstakt. Hvernig
þú náðir sambandi við þessa
skapmiklu meri var einstakt,
enda varst þú sá eini sem gast
riðið henni án mikillar fyrir-
hafnar, því til dæmis átti ég og
merin ekki skap saman. En þú
sýndir henni þolinmæði og
væntumþykju og hún gerði
hvað sem var fyrir þig og bar
þig um landið í öllum þeim
löngu hestaferðum sem þið
mamma fóruð í.
Þú varst svo örlátur og
hjálpsamur við að hjálpa þeim
sem til þín leituðu, hvort sem
það var fjölskyldan, ættingjar
eða vinir.
Ég er sannfærð um að þér
hefur verið vel fagnað fyrir
handan og að ástvinir okkar,
menn og dýr, umvefji þig ást
og umhyggju.
Ég á eftir að sakna þín óend-
anlega mikið.
Þín
Birna Mjöll.
Elsku pabbi minn er dáinn.
Nú þegar hann hefur kvatt
þetta jarðlíf þyrlast minning-
arnar um hann í kring um mig
og ég man bæði stærri atburði
sem og eitthvað smálegt.
Ég man að hann var alltaf
boðinn og búinn að hjálpa fólki
þegar um það var beðið og
aldrei taldi hann eftir sér að
gera fólki greiða.
Ég man ótal ferðir sem við
fjölskyldan fórum um landið
þegar við systkinin vorum ung.
Þá var gist í tjaldi og oftar en
ekki þurfti pabbi að kasta út
kóngulónum sem höfðu skriðið
inn í tjaldið um nóttina áður en
ég treysti mér á fætur.
Ég man hvað hann var mikill
dýravinur og að öll dýr áttu vin
í honum. Hestar, hundar og eitt
sinn köttur töldust til dýra-
halds fjölskyldunnar og lét
hann sér alltaf annt um þau
með klappi og kjassi og umönn-
un.
Páfagauka áttum við líka þó
nokkra. Best man ég eftir Píu,
en hún sóttist eftir að sitja hjá
pabba. Á þessum tíma reykti
hann pípu og fuglinn vildi helst
vera í reyknum og þá sat hún á
brjóstvasanum þar sem pabbi
geymdi píputóbakið og varði
vasann af heift ef maður fór
þar nálægt með puttana. Eftir
að pabbi hætti að vinna gaf
hann fyrir fólk hestum í hest-
húsahverfinu gjöfina á morgn-
ana og taldi það ekki eftir sér.
Ég man að hann var mjög
félagslyndur og þótti gaman að
vera innan um fólk. Þegar hann
kom í heimsókn þegar ég bjó á
Ísafirði fórum við í ferðir og
leituðum uppi ættingja okkar
þar. Og síðar þegar hann heim-
sótti mig í Stykkishólm, þar
sem hann var fæddur og uppal-
inn, þótti honum mjög gaman
að fara og heimsækja gamla
vini og félaga. Einnig þótti hon-
um gaman að rifja upp gamlar
minningar og sagði hann mér
bæði sögur af mönnum og mál-
efnum í Stykkishólmi í gamla
daga sem og sögur um leiki og
störf þegar hann var strákur í
Hólminum.
Ég man alla fallegu munina
sem hann skar út og gaf mér.
Klukka sem var útskorið sól-
blóm, fallegt refakefli og
prjónastokkur voru á meðal
þeirra muna. Hann renndi líka
diska, penna og fleira í renni-
bekknum sínum. Síðast en ekki
síst man ég bækurnar sem
hann batt svo fallega inn og gaf
mér.
Ég man er við horfðum sam-
an á sjónvarpsþættina Blacklist
sem okkur þóttu bæði
skemmtilegir og spennandi.
Ég man hvað hann tók veik-
indum sínum af miklu æðru-
leysi. Hann kvartaði ekki en
bar veikindin með reisn, jafnvel
þegar ljóst var að hverju
stefndi.
En best man ég undanfarnar
vikur og mánuði þegar hann
var hættur að geta lesið og ég
las fyrir hann bækur sem hon-
um fannst skemmtilegar. Voru
þetta miklar gæðastundir sem
við áttum saman, bæði heima-
við, á Landspítalanum og á
líknardeildinni þar sem hann
dvaldist síðustu vikur lífs síns.
Allar minningarnar um þig
eru dýrmætar, pabbi minn, og
mun ég geyma þær í huga mín-
um um ókomin ár. Allt þar til
við hittumst aftur þegar ég fer
af jörðu hér og hitti þig og
Ösku mína og Ponsu og fleiri
ástvini sem ég veit að munu
dvelja hjá þér í sumarlandinu.
Frá þinni
Aldísi.
Sigurður Svein-
björn Bjarnason
Kæri vinur. Ég
kveð þig nú í
hinsta sinn. Ég
var að vona að við
fengjum að verða
gamlir karlar saman. Við áttum
eftir að gera svo margt saman,
en einhvern veginn finnst
manni tíminn alltaf vera nægur.
Þrátt fyrir allan söknuðinn og
sorgina sem fráfalli þínu fylgir
er ég líka endalaust þakklátur
fyrir að hafa eignast þig fyrir
vin. Betri vin var ekki hægt að
eiga. Þú komst alltaf til dyr-
anna eins og þú varst klæddur,
varst mjög duglegur við allt
sem þú tókst þér fyrir hendur,
hress og umfram allt hreinskil-
inn. Ég kunni alltaf vel að meta
orkuna þína og hreinskilni.
Maður vissi alltaf nákvæmlega
hvar maður hafði þig og það
þótti mér gott.
Félagarnir bjuggust nú ekki
við að sambúð okkar á heima-
Garðar Sigurðsson
✝ Garðar Sig-urðsson fædd-
ist 22. september
1971. Hann lést 12.
júní 2015. Útför
Garðars fór fram
22. júní 2015.
vist Vélskólans
myndi endast nema
í nokkra daga, enda
báðir þekktir fyrir
að standa fast á
skoðunum okkar.
En við skildum
strax hvor annan
og úr varð traust
og góð vinátta. Við
studdum hvor ann-
an í náminu, það er
m.a. þér að þakka
að ég komst í gegnum alla
dönskuáfangana. Þegar ég var
við það að gefast upp á henni
tókstu bara upp orðabókina og
sagðir að nú þýddi ekkert kjaft-
æði. Svo sátum við saman,
þýddum og lærðum dönsku.
Það hafðist fyrir rest og báðir
útskrifuðumst við sem vélstjór-
ar. Með þessu hugarfari nálg-
aðist þú svo margt í þínu lífi.
Þú hlífðir þér aldrei og gafst
aldrei upp. Með því gafstu svo
mörgum svo margt.
Við sátum nú ekki alltaf yfir
skólabókunum. Djammið tók
sinn tíma. Gaukurinn var einn
af þeim stöðum sem við sóttum
mest, enda var þar spilað al-
vöru rokk. Það kunnum við fé-
lagarnir vel að meta. Lög með
hljómsveitum eins og Guns N’
Roses, Metallica og fleiri góð-
um munu ávallt vekja upp góð-
ar minningar um þig.
Svo urðum við fullorðnir.
Eignuðumst konur og börn.
Samverustundunum fækkaði en
alltaf hélt strengurinn á milli
okkar og við hittumst af og til
og spjölluðum í síma. Við áttum
það líka til að horfa á einn og
einn íþróttaleik saman, það
voru góðar stundir.
Þú varst virkilega góður fað-
ir og eiginmaður og það er svo
sorglegt að þú fáir ekki að
fylgja börnunum þínum og
Ástu lengur í lífinu. En þau eru
dugleg, eins og þú, enda varstu
alltaf svo stoltur af þeim.
Undanfarin fjögur ár hef ég
fundið sterkt hversu djúp vin-
átta okkar er, sérstaklega síð-
astliðinn vetur þegar þú háðir
lokabaráttu þína við meinið
sem tók þig að lokum frá okk-
ur.
Þú barðist hetjulega allt til
enda. Æðruleysi þitt og styrkur
var einstakur. Við vorum auð-
vitað alltaf að vonast eftir
kraftaverki en fengum ósk okk-
ar því miður ekki uppfyllta.
Tómleikinn og söknuðurinn er
stundum yfirþyrmandi. Það er
svo óraunverulegt að þú sért
ekki lengur hjá okkur. En ég
verð ævinlega þakklátur fyrir
að fá að hafa fengið að fylgja
þér alla leið.
Ekkert varir að eilífu, kæri
vinur, nema minningarnar og
ég mun varðveita þær þar til
yfir lýkur. Þá hittumst við hin-
um megin.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Þinn vinur,
Þröstur Sigmundsson.
Elsku Garðar.
Það er sárt að kveðja þig í
blóma lífsins.
Við höfum alltaf dáðst að
bjartsýni þinni, baráttuþreki og
jákvæðni í gegnum árin. Það
var ekki óalgengt að sjá undir
iljarnar á þér og hundinum þar
sem þú varst að ganga rösklega
á Þorbjörninn. Það var alltaf
gleði og kraftur sem fylgdi þér
og þú hafðir jákvæð og notaleg
áhrif á þá sem nálægt þér voru.
Við kveðjum góðan vin og
minnumst samverustundanna
með hlýjum hug.
Sendum aðstandendum okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Katrín Sigurðardóttir
og Eiríkur Tómasson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HEIÐAR ÞÓR BRAGASON
vélfræðingur,
Blikahólum 6,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við
Hringbraut mánudaginn 29. júní 2015.
Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju
föstudaginn 10. júlí kl. 13.
.
Júlíus S. Heiðarsson, Kristín Margrét Gísladóttir,
Hjalti Þór Heiðarsson, Kristín Jónsdóttir,
Gyða Gunnarsdóttir,
Alex Þór, Andri Týr, Sara Margrét, Sóldís og Aníta.
ÓLAFUR HANNIBALSSON
er látinn.
Við þökkum hverja stund sem við áttum með honum.
.
Guðrún Pétursdóttir,
Hugi, Sólveig, Kristín, Ásdís og Marta Ólafsbörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN ÁSGEIRSDÓTTIR,
áður til heimilis að Garðavegi 9,
Hafnarfirði,
lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði
17. júní. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
föstudaginn 3. júlí kl. 13.
.
Lilja Sölvadóttir,
Ásgeir Sölvason,
Þórdís Sölvadóttir,
Erla Sölvadóttir,
Kristín Sölvadóttir, Benedikt Kröyer,
Steinunn Sölvadóttir, Stefán Símonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.