Morgunblaðið - 02.07.2015, Síða 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
✝ GuðbjörgMagnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
16. apríl 1923. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 21. júní
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Stefánsson frá
Heiðarseli í Hróars-
tungu, fv. dyra-
vörður í Stjórnar-
ráði Íslands og bóndi, f. 30.4.
1891, d. 25.5. 1982, og Arnbjörg
Jónsdóttir frá Gilsárteigi í Eiða-
þingi, húsmóðir, f. 14.11. 1895, d.
1.5. 1980. Guðbjörg var elst
sinna systkina sem voru: 1) Anna
María, f. 17.1. 1925, d. 31.1. 2010,
gift Hans Danielsen, fram-
kvæmdastjóra hjá skipadeild
SÍS, f. 15.11. 1925, d. 16.9. 1977.
Synir þeirra eru Ragnar og
Magnús. 2) Stefán, flugstjóri, f.
26.8. 1926, er fórst í flugslysi
18.3. 1963, giftur Svövu M.
Þórðardóttur, f. 24.8. 1929, d.
13.9. 2007. Börn þeirra eru
Magnús Örn, Halla og Þorleifur,
en áður átti Stefán dótturina
Sigríði, móðir hennar var Anna
Camilla Einarsdóttir, f. 4.6.
1925, d. 26.11. 2014. 3) Ragnar
frá MR 1942. Starfaði svo sem
ritari hjá Pálma Hannessyni
rektor og vann m.a. að þýðingu
Ferðabókar Sveins Pálssonar.
Fór síðan til náms í fóstrufræð-
um og ensku í London. Heim-
komin vann hún sem fóstra í
Reykjavík, m.a. sem forstöðu-
kona á barnaheimilinu Baróns-
borg. Guðbjörg og Benedikt
bjuggu alla tíð í Þorlákshöfn,
voru ein af frumbyggjum stað-
arins og líf þeirra samofið sögu
hans. Benedikt var fram-
kvæmdastjóri Meitilsins frá 1951
til starfsloka. Guðbjörg starfaði
um tíma sem fóstra í Þorláks-
höfn og í Kaupfélaginu en var
síðan stöðvarstjóri Pósts og síma
þar til hún fór á eftirlaun. Guð-
björg og Benedikt reistu sér hús
við A-götu 4 árið 1952 og bjuggu
þar til 1963. Fluttu þá í nýtt og
reisulegt hús, Háaleiti, og
bjuggu þar uns þau á efri árum
fluttu í hentugra húsnæði. Bæði
voru virk í Söngfélagi Þorláks-
hafnar og kirkjukór. Þau áttu
bústað á Syðri-Reykjum og
dvöldu þar oft í næði og við út-
reiðar. Síðustu æviárin dvaldi
Guðbjörg um tíma á dvalarheim-
ilinu á Blesastöðum á Skeiðum í
góðu yfirlæti en síðan á Hrafn-
istu í Hafnarfirði og naut þar
góðrar umönnunar allt fram í
andlátið.
Útför Guðbjargar fer fram frá
Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í
dag, fimmtudaginn 2. júlí 2015,
og hefst kl. 14.
Jón, fv. flugvél-
stjóri, f. 15.7. 1932,
d. 7.2. 2009.
Guðbjörg giftist
hinn 14.3. 1953
Benedikt Thor-
arensen fram-
kvæmdastjóra Meit-
ilsins í Þorlákshöfn,
f. 1.2. 1926, d. 26.1.
2008. Foreldrar
hans voru Egill G.
Thorarensen kaup-
maður og síðar kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Árnesinga á Selfossi,
f. 7.1. 1897, d. 15.1. 1961, og
Kristín Daníelsdóttir Thorar-
ensen, f. 4.8. 1900, d. 29.12. 1994.
Benedikt var næstyngstur fjög-
urra systkina sem nú eru öll lát-
in. Þau voru Grímur, f. 7.6. 1920,
Erla, f. 29.4. 1923, og Jónína
Guðrún, f. 15.3. 1928. Guðbjörg
og Benedikt voru barnlaus.
Foreldrar Guðbjargar bjuggu
fyrst í Reykjavík, síðan um tíma í
Loðmundarfirði og á Seyðisfirði
þar til fjölskyldan flutti aftur til
Reykjavíkur 1926. Þau keyptu
og hófu búskap á Laugahvoli í
Laugarásnum 1929 og ólst Guð-
björg þar upp öll sín bernsku- og
unglingsár. Að loknu gagn-
fræðanámi tók hún stúdentspróf
Fyrir ungan strák fylgdi því
mikil eftirvænting að fara í heim-
sókn til Guðbjargar frænku í Þor-
lákshöfn. Staðurinn framandi og í
húsi hennar og Benedikts við A-
götu var spennandi að leika sér.
Sigga frænka var þar stundum
samtímis og þá var margt hægt
að bralla.
Fara niður á höfn, veiða á
bryggjunni, fara í rannsóknar-
leiðangra út í hraun, jafnvel týn-
ast og rata ekki heim. Stundum
var tekið til hendinni við saltfisk-
verkun eða í timburvinnu vegna
byggingar nýs skóla. Verkefni
voru næg og aldrei setið auðum
höndum.
Guðbjörg frænka var sterkur
persónuleiki, skapföst, fróð, ein-
staklega minnug, víðlesin, ætt-
fróð og kunni glögg deili á fólki.
Ung stundaði hún sund og keppti
í þeirri grein. Hún var lífsglöð og
hafði mikinn áhuga á tónlist.
Á menntaskólaárunum hlust-
aði hún mikið á djasstónlist með
vinum sínum, m.a. bræðrunum
frá Múla, Jóni og Jónasi.
Útskriftarárgangur hennar frá
MR, 1942, var mjög samheldinn, í
honum eignaðist hún vini fyrir
lífstíð og allt fram á efri ár hittist
þessi hópur reglulega.
Guðbjörg var mikill náttúru-
unnandi og naut þess að ferðast
um landið. Hún kunni vel nöfn á
flóru landsins og kenndi ónísk
þeim er fáfróðari voru. Þau Bene-
dikt fóru margar tjaldferðir á af-
skekkta staði, t.d. við Ísafjarðar-
djúp, og nutu þar kyrrðar og
náttúrufegurðar. Saman stund-
uðu þau hjónin líka hesta-
mennsku um árabil og fóru í
margar hestaferðir víðsvegar um
landið með góðu samreiðarfólki.
Var þá oft glatt á hjalla og á efri
árum hafði Guðbjörg gaman af að
rifja upp þessar ferðir og mundi
hún þá út í æsar allar fyrrverandi
reiðleiðir og áningarstaði. Einnig
ferðuðust hún og Benedikt tals-
vert erlendis og drukku í sig
menningu annarra þjóða, enda
bæði heimsborgarar.
Guðbjörg hafði víðan tónlistar-
smekk, hafði yndi af óperusöng
en fylgdist líka vel með í tónlist
ungra listamanna hérlendis. Sjálf
lék hún á píanó og var, ásamt
Benedikt, virk í kórastarfi í Þor-
lákshöfn árum saman. Þau hjónin
áttu sumarbústað á Syðri-Reykj-
um og systkini Guðbjargar, Anna
María og Jón, bústað á aðliggj-
andi lóð. Stundum var slegið upp
kvöldvöku með söng, Benni þandi
nikkuna og altrödd Guðbjargar
hljómaði vel með djúpri bassa-
rödd Benna. Guðbjörg var félags-
lynd, leiðtogi og myndaði sterk
tengsl við sitt samstarfsfólk. Á 70
ára afmæli hennar þökkuðu
starfsstúlkur Pósts og síma henni
góðar stundir og fyrir að hafa
„leitast við af fremsta megni að
kenna okkur að meta bókmennt-
ir, ljóð, söngmennt og vín“.
Á efri árum var Guðbjörg vel
ern, minnið allt undir það síðasta
óskert og viljastyrkurinn óhagg-
aður.
Hún stundaði göngur meðan
hún gat og gerði jafnvel Mullers-
æfingar á morgnana. Hún fylgd-
ist vel með í fréttum, hafði
ákveðnar skoðanir á flestum mál-
um og stundaði bóklestur af mik-
ill elju. Hinn 16. apríl sl. varð
Guðbjörg 92 ára og enn ágætlega
hress. En svo hrakaði heilsu
hennar jafnt og þétt og að lokum
kvaddi hún þennan heim sátt og
södd lífdaga.
Ragnar Danielsen.
Guðbjörg frænka var elst af
fjórum börnum ömmu og afa, og
varð þeirra síðust til að kveðja.
Hún var föðursystir mín og
tengslin milli okkar voru náin.
Það er oft talað um mikilvægi fyr-
irmynda og hvatningar fyrir
stúlkur.
Ég get ekki kvartað yfir að
hafa ekki hvatningu til að gera
það sem ég helst vildi. En Guð-
björg var eiginlega fremst í flokki
t.d. í að hvetja mig til náms –
jafnvel umfram það sem ég sjálf
hugsaði mér á unglingsárum. Og
fyrirmynd var hún líka. Dugleg
og sjálfstæð, alltaf glæsileg, hafði
áhuga á náttúrunni, menningu og
fallegum hlutum. Hún á nokkuð
stóran hlut í uppeldi mínu og vildi
helst að úr mér yrði dugleg, heið-
arleg og ærleg manneskja.
Guðbjörg og Benni voru með
yfirbragð heimsborgara, en
hlýddu kalli og settust að í Þor-
lákshöfn, voru þar frumbyggjar
þegar staðurinn og atvinnulíf
voru byggð upp.
Ég minnist marga góðra
stunda í Þorlákshöfn. Það var
gott að vera í húsinu í A-götu,
gaman að skoða bækur, hjálpa til
í eldhúsinu og leggja á borð. Og
það var alltaf lagt fallega á dúkað
borð.
Svo var kveikt upp í arninum
og horft í eldinn. Ekki var síður
ævintýralegt að vera úti, fara nið-
ur á bryggju, í fjöruferðir og
ferðir með frænku í kríuvarpið að
skoða egg og unga.
Og klettótta ströndin heillaði.
Þar brimaði í roki en á lygnum og
góðum dögum var hægt að fara
þangað, ganga á klettunum og
jafnvel bregða sér í bað í pollum
sem höfðu myndast á þeim.
Eftir að ég varð fullorðin og
stofnaði sjálf fjölskyldu og flutt-
ist norður fylgdist Guðbjörg með
þótt úr fjarlægð væri. Fylgdist
með því sem við tókum okkur fyr-
ir hendur, með uppeldi og þroska
barnanna, gaf góð ráð, hvatti og
sagði sína skoðun. Eftir að Benni
dó og hún var farin að eldast var
samband okkar áfram náið og
síminn notaður óspart.
Gaman var að hittast og eiga
góðar stundir, þar sem hún rifj-
aði upp gamlar minningar. Frá
uppvextinum, menntaskólagöng-
unni, ferðum í sundlaugarnar
þegar vera átti að lesa fyrir próf –
og stúdentsárunum æskuglöðu.
Ferðir og dvalir í erlendum borg-
um voru rifjaðar upp – London
og París áttu heiðurssess í huga
hennar.
En ekki sístar voru hestaferðir
innanlands í góðra vina hópi,
fundir við skólasystur úr MR og
góðar stundir með konunum af
símstöðinni, svo eitthvað sé
nefnt. Þegar allt var lagt saman
var Guðbjörg í mínum huga sam-
bland af heimskonu og íslenskri
alþýðukonu, náttúrubarni og
jafnvel bóhem.
Komin yfir nírætt hélt hún
sæmilegri heilsu og sjálfstæði
fram á þetta ár, og minni og reisn
alveg fram í andlátið. Hún var
enn, eins og alla tíð, með sterka
sjálfstæðiskennd, átti erfitt með
að láta aðra stjórna sér, og þoldi
illa að vera upp á aðra komin,
eins og gerðist síðustu vikurnar.
Hún var enn að reyna að ala
mig og fleiri harðfullorðin frænd-
systkini upp. Hafði sterkar skoð-
anir á mönnum og málefnum,
ræddi t.d. um kvótakerfið, nátt-
úruvernd og ríkisstjórnina. Var
ennþá fróðleiksfús og hafði yndi
af lestri og tónlist.
Á kveðjustund þökkum við Er-
lingur og krakkarnir okkar allt
gott.
Sigríður Stefánsdóttir.
„Hún var vinsæl og vel að sér
um flest og hinn mesti skörung-
ur.“ Þau orð hefðu fylgt kynningu
Guðbjargar Magnúsdóttur Thor-
arensen, væri það skráð í Íslend-
ingasögum.
Það er líka eins og Bjarni
Thorarensen hafi haft hana í
huga þegar hann orti í eftirmæl-
um fyrir 200 árum:
Ei þó upp hún fæddist
í öðlinga höllum,
látasnilld lipur var henni
sem lofðunga frúvum.
Kurteisin kom að innan,
sú kurteisin sanna,
siðdekri öllu æðri
af öðrum sem lærist.
Öll framkoma hennar ein-
kenndist af þeirri hógværu reisn
sem fylgir því að bera af auðmýkt
persónu sína og berast ekki á. Í
samræmi við það gekk hún ekki
að versla í andlegum skranbúð-
um tísku og tækifærismennsku.
Hún vissi hvað var vönduð vara
og klæddist í samræmi við það.
Hið sama gilti um eiginmann
hennar, Benedikt. Og saman
voru þau glæsilegt par sem tekið
var eftir hvar sem þau fóru á götu
eða mannamótum.
En þau hjón eignuðust ekki
börn. Guðbjörg lét sér hins vegar
annt um önnur börn, ekki síst
bróðurdóttur sína Sigríði, sem
átti eftir að verða konan mín og
Guðbjörg þar með eins og önnur
tengdamóðir. Uppeldisáhrif
hennar náðu eftir það einnig til
mín. Fyrir það vil ég þakka.
Guðbjörg Magnúsdóttir unni
íslenskri náttúru og menningu.
Hún vissi vel hvað var góð músík,
góð bók eða góður hestur. Hún
kunni einnig að vera með þjóðum.
Ung hafði hún lært í Englandi, en
París var hennar draumaborg.
Þangað ætluðu þær frænkur að
fara saman, en sú ferð verður
aldrei farin.
Erlingur Sigurðarson
frá Grænavatni.
Menning hvers þorps mótast
af atvinnuháttum og því fólki sem
byggir staðinn, en í þessu sem
öðru þarf einhver að gefa tóninn.
Í dag kveðjum við eina slíka, en
Guðbjörg gaf tón sem er hverju
þorpi nauðsynlegur og koma í
hugann orð eins og reisn, mynd-
ugleiki og fágun. Saga Þorláks-
hafnar og þeirra hjóna Guðbjarg-
ar og Benedikts Thorarensen er
samtvinnuð.
Þau voru á meðal frumbyggja
og stýrðu tveimur mikilvægustu
fyrirtækjum þorpsins, Benni
stýrði Meitlinum, en Guðbjörg
símstöðinni.
Um miðja síðustu öld og allt
fram á sjöunda áratuginn var
símstöðin samskiptapunktur
hvers byggðalags við umheiminn.
Það var því oft mikið annríki á
starfsfólki símans. Guðbjörg var
símstöðvarstjóri í rúma þrjá ára-
tugi og fórst starfið vel úr hendi,
var röggsöm og hélt góðum
vinnuanda og til marks um það
má nefna að margir störfuðu hjá
henni í áratugi.
Á fyrstu árum Þorlákshafnar
hljóp Guðbjörg oft í skarðið ef
vantaði kennara og ein fyrsta
minning mín úr skólastarfi er úr
tíma þar sem Guðbjörg var að
kenna okkur Gilsbakkaþulu.
Önnur sterk minning frá bernsk-
unni er sú að Guðbjörg fékk okk-
ur til að hjálpa sér við að hreinsa
garðinn og launaði okkur það
ríkulega með kókflösku og prins
póló – það var mikil sælustund og
var lengi í minni haft meðal okkar
strákanna.
Heimili þeirra hjóna stóð fyrst
við A-götu 4 og ég man þá stund
að við peyjarnir í þorpinu sýnd-
um meiri fágun og kurteisi þar en
víðast annars staðar, slík var
virðing okkar fyrir þeim ágætu
hjónum.
Guðbjörg var myndarkona,
ávallt vel klædd og bar sig vel.
Hún gat virst ströng, en það var
ávallt stutt í léttleikann. Hún lét
til sín taka í félagsmálum og
hugðarefni þeirra Benna og
hennar tvinnuðust saman í kórn-
um, þar hljómuðu saman bassa-
röddin hans Benna og altröddin
hennar Guðbjargar.
Við sem þekktum munum enn
raddir þeirra og þann góða tón
sem þau gáfu fyrir margt löngu.
Blessuð sé minning Guðbjargar
M. Thorarensen.
Þorsteinn Garðarsson.
Guðbjörg Magnús-
dóttir Thorarensen
Þann 16. júní lést
vinur okkar Kári
Steingrímsson eftir
langa og erfiða bar-
áttu við krabba-
mein.
Þó að lát hans kæmi ekki á
óvart var þetta samt harmafregn
fyrir alla þá sem þekktu Kára.
Við vorum ung að árum þegar
við kynntumst Kára í gegnum
sameiginlegan vinahóp og sam-
starf við trésmiðar hjá Skipa-
smíðastöðinni Dröfn og Bygg-
ingafélaginu Þór. Hélst sú góða
vinátta óslitið til dauðadags.
Kári var aðeins 15 ára þegar
faðir hans, Steingrímur Páll
Bjarnason byggingameistari,
varð bráðkvaddur, fjörutíu og
fimm ára að aldri. Hafði þessi litla
fjölskylda þá aðeins búið í örfáa
daga í nýbyggðu húsi, sem faðir
hans byggði af myndarskap við
Reykjavíkurveg 10 í Hafnarfirði.
Móðir Kára, Jóhanna Danívals-
dóttir, lést úr krabbameini innan
við fimmtugt. Þetta var Kára mik-
ið áfall og minntist hann þeirra oft
með söknuði.
Kári lærði húsasmíði og fór eft-
ir það til Svíþjóðar og Danmerkur
í framhaldsnám í sínu fagi. Í Dan-
mörku kynntist hann henni Siggu
sinni og stofnuðu heimili sitt í Ála-
borg. Eignuðust þau tvo mann-
vænlega syni. Eftir heimkomu
starfaði Kári aðallega við trésmíð-
ar, enda var hann vandvirkur og
laghentur smiður. Síðar hófu þau
hjón búskap í Pálmholti í Reykja-
dal og bjuggu þar stórbúi í 16 ár,
eða þar til heilsa þeirra beggja
tók að bila. Eftir það starfaði Kári
aðallega við trésmiðar.
Það er af mörgu að taka eftir
Kári
Steingrímsson
✝ Kári Stein-grímsson fædd-
ist 4. október 1941.
Hann lést 16. júní
2015.
Útför Kára fór
fram 30. júní 2015.
meira en hálfrar ald-
ar vináttu. Þær voru
margar góðar
stundirnar sem við
áttum með Kára,
bæði á yngri árum
þar sem ýmislegt
var brallað og síðar
eftir að við stofnuð-
um fjölskyldur.
Margar urðu
ferðirnar okkar
norður í Pálmholt,
með tilheyrandi skemmtilegheit-
um og ógleymanlegum uppátækj-
um. Þar var vel tekið á móti gest-
um og myndarskapurinn á öllum
sviðum. Kári var mjög orðhepp-
inn og ógleymanleg voru tilsvörin
hans oft á tíðum. Má t.d. nefna,
þegar þau voru nýflutt í sveitina
var hann spurður hvað tíkin á
bænum héti, en ólíkindatólið Kári
svaraði um hæl „Hún heitir Þor-
björg digra og kölluð Píla“. Svona
gátu tilsvörin hans verið. Dýrin á
bænum hétu ýmsum mannanöfn-
um eftir ýmsum vinum þeirra
hjóna, t.d. var ein gyltan nefnd
eftir undirritaðri, en sú gylta
„hélt illa“ og var þar með fljótlega
látin hverfa og nafnið ekki notað
aftur. Kári var mikill dýravinur
og til marks um það fengu hund-
arnir að sitja í kjöltu hans inni í
íbúðarhúsinu. Því höfðum við ekki
kynnst á þeim bæjum þar sem við
höfðum komið áður.
Ekki má gleyma vinskap
þeirra Kára og Sölku okkar, en
Kári bað um að hún fengi að koma
með í heimsóknirnar í Breiðuvík-
ina. Það urðu fagnaðarfundir þeg-
ar tíkin stökk upp í fangið á vini
sínum.
Að leiðarlokum kveðjum við
Kára vin okkar með söknuði og
vottum Siggu, Steingrími, Guð-
jóni og fjölskyldum þeirra okkar
okkar dýpstu samúð.
Hafðu þökk fyrir allar góðu
stundirnar kæri vinur. Minning
þín lifir.
Theresia og Gísli.
Móðir þín fylgir þér á
götu, er þú leggur af
stað út í heiminn en
þorpið fer með þér alla leið.
(Jón úr Vör)
Allt og allir, sem á vegi þínum
verða í uppvextinum, hafa á þig
áhrif. Þetta verður manni æ ljós-
ara eftir því sem tíminn líður. Og
lengi býr að fyrstu gerð. Meðal
þeirra, sem í þorpinu hvar ég ólst
upp höfðu ótvíræð áhrif á mig og
mótuðu, var Lína. Hún hefur með
einum eða öðrum hætti drepið
niður fæti í lífshlaupi mínu í hart-
nær hálfa öld. Við Ari kynntumst
um það bil sem skólakerfið náði
fyrst á okkur tökum og allt frá
þeim degi var ég tíður gestur á
heimili Línu. Í gegnum grunn-
skólagöngu vorum við svolítið
eins og bræður á köflum; áttum
enda hvorugur slíka heima hjá
okkur, og fyrir vikið varð Lína
mér svolítil mamma. Heimili
hennar var ungum dreng
skemmtilegur staður að koma á.
Menntaðra og menningarlegra en
flest sem ég þekkti. Bækur uppi
um alla veggi, steinasafn í glugg-
um og geymslum, merki um
ferðalög til annarra landa. Stórt
Sigurlína
Gunnlaugsdóttir
✝ SigurlínaGunnlaugs-
dóttir fæddist 29.
júlí 1924. Hún lést
19. maí 2015.
Útför Sigurlínu
fór fram 27. maí
2015.
hús, mörg herbergi,
spennandi leikvöll-
ur. Gagnfræðaskóla-
árin eru þó stærri í
minningunni en árin
fyrir fermingu.
Löngum stundum
vörðum við Ari sam-
an á þeim árum við
alls lags iðju er þeim
tilheyra. Lærdóm-
inn, vangaveltur um
lífið og tilveruna, almennan fífla-
gang. Lína var alltaf einhvers
staðar nálæg en skipti sér lítið af.
Að við héldum. Eftir á að hyggja
held ég hún hafi fylgst mun betur
með okkur en okkur grunaði.
Umhyggju sína sýndi hún ekki
með stöðugum aðfinnslum eða af-
skiptum. Þegar henni þótti þörf á
að blanda sér í málin var það gert
með stuttum, skýrum ábending-
um, ekki boðum og bönnum. „Er
það nú skynsamlegt“ var kannski
það eina, sem hún sagði um ein-
hverja ungæðislega hugmynd
okkar. Ekkert meira. Eftirlét
okkur að vinna úr athugasemd-
inni.
Ekki ætla ég að fara að hlaða
skrif þessi reynslusögum. Tíminn
leið, við Ari hófum, eins og geng-
ur, lífsgöngu okkar, hvor sína leið,
en hálft í hvoru þó hönd í hönd. Og
Lína var alltaf nálæg. Hún sýndi
mér ávallt umhyggju og hlýju,
fylgdist með mér og mínum, hélt
stöðu sinni sem svolítil mamma.
Lína hefur fylgt mér alla leið.
Fyrir það er ég þakklátur.
Haukur Svavarsson.