Morgunblaðið - 02.07.2015, Page 66
66
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
Á fallegum og notalegum stað
á 5. hæð Perlunnar
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200
HJÓLREIÐAR
Það kemur lesendum varla á
óvart að Bragi stundar sjálfur
hjólreiðar af miklum móð og
raunar fjölskylda hans öll. Bragi
segir að dellan hafi fyrst gert
vart við sig árið 2009 þegar
hann eignaðist sitt fyrsta götu-
hjól. „Ég uppgötvaði hvað það
getur verið góð byrjun á deg-
inum að hjóla í vinnuna og ekki
skemmdi heldur fyrir hversu öfl-
ugan og góðan félagsskap má
finna hjá hjólreiðafélögunum.“
Bragi er tölvunarfræðingur og
starfar hjá RB, sem er
aðalstyrktaraðili RB Classic.
Hann segir fyrirtækið í far-
arbroddi hvað snýr að því að
hvetja starfsmenn til hjólreiða-
iðkunar. „Fyrir rúmu ári voru
innleiddir samgöngusamningar
þar sem starfsmenn fá 7.000 kr.
aukagreiðslu, skattfrjálst, gegn
þvi að mæta að minnsta kosti
þrisvar í viku til vinnu öðruvísi
en á einkabíl. Nú þegar nýta
45% starfsmanna sér þennan
styrk. Rausnarlegir íþrótta-
styrkir eru í boði sem nota má
til kaupa á reiðhjólum og reið-
hjólafatnaði og aðstaðan góð
fyrir þá sem hjóla til vinnu. Nú
síðast keypti RB nokkur vönduð
reiðhjól sem standa starfs-
mönnum til boða yfir vinnudag-
inn ef þeir þurfa að skjótast frá
vinnustaðnum.“
Bragi á konu og þrjú ung
börn, og hefði margur haldið að
fjölskyldugerðin krefðist þess
að fjölskyldan ætti bíl. Þau
ákváðu þó í sameiningu síðasta
sumar að prufa bíllausan lífsstíl
og hafa eftir það farið allra
sinna ferða á hjólum. Bragi vílar
ekki fyrir sér að hjóla alla leið úr
Breiðholtinu í vinnuna, jafnvel
þegar snjór og ís er á götum og
veður vond.
„Í mestu snjóbyljunum er ég,
ef eitthvað er, fljótari í vinnuna
en nágranninn sem er fastur í
hægfara umferðinni. Á hjólinu
kemst ég áfram og þarf bara að
berjast í gegnum snjóinn. Þegar
ég svo mæti til vinnu er mér tek-
ið eins og hetju, sem er ekki
óskemmtilegt. Þegar maður
hjólar sömu leiðina í vinnuna allt
árið eru það í raun dagarnir þar
sem veðrið er verst sem eru
skemmtilegastir því þeir gefa
smá tilbreytingu.“
Bragi saknar ekki einu sinni
einkabílsins þegar kemur að
matarinnkaupunum. „Það má
finna lausn á öllum þessum
reglulegu ferðum en í mínu til-
viki festi ég kerru aftan á hjólið
og fer þá léttilega með að ferja
heim matarinnkaup fyrir 30-
40.000 kr.“
Ekkert mál
fyrir fjöl-
skylduna að
vera bíllaus
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sunnudaginn 30. ágúst verður efnt
til áhugaverðrar hjólreiðakeppni
umhverfis Þingvallavatn. RB Classic
hjólreiðamótið er núna haldið í annað
sinn og er í boði að taka einn hring
umhverfis vatnið, 65 km leið, eða tvo
hringi, sem gerir 127 km.
Bragi Freyr Gunnarsson stjórn-
ar keppninni, sem haldin er á vegum
reiðhjólafélagsins Tinds í samstarfi
við RB (Reiknistofu bankanna), Ion
Luxury Adventure Hotel og Kríu
reiðhjólaverslun. Hann segir RB
Classic mótið skilgetið afkvæmi Dav-
ids Robertson í Kríu. „Honum hug-
kvæmdist að það gæti verið gaman
að skipuleggja keppni umhverfis
Þingvallavatn sem hefði skírskotun í
stóru klassísku evrópsku eins dags
keppnirnar sem oft eru haldnar á
mjög erfiðum brautum. Ein sú
þekktasta af þeim keppnum er Paris
Roubaix, sem fer að nokkru leyti
fram á hellusteinum. Í tilviki RB
Classic er um að ræða nokkuð langa
og hæfilega erfiða keppnisleið í fal-
legu umhverfi þar sem 10 km kafli á
malarvegi gerir keppnina óhefð-
bundna og meira krefjandi.“
Vegleg verðlaun í boði
Keppnin hefst við afleggjarann
að Ion hótelinu snemma á laugardeg-
inum og hjólað er réttsælis kringum
vatnið. Um er að ræða bikarmót sem
myndar hluta af verðlaunakerfi ÍSÍ
og segir Bragi Freyr stefnt að því að
gera RB Classic eina af stóru reið-
hjólakeppnum Íslands. Í fyrra tóku
144 manns þátt og gerði það mótið
strax að því þriðja stærsta það sum-
arið.
„Við njótum góðs af því að eiga
þrjá mjög öfluga bakhjarla sem bæði
hjálpa okkur að standa straum af
kostnaðinum við keppnishaldið og
leggja fram vergleg verðlaun,“ út-
skýrir Bragi, en peningaverðlaun í
boði RB eru veitt fyrir efstu fimm
sætin í flokki karla og kvenna í A-
flokki. Þá verður einn heppinn þátt-
takandi dreginn úr potti og hreppir
öndvegis reiðhjól í boði Kríu. Að auki
verður fjölid annarra skemmtilegra
vinninga dreginn út.
Keppt er á götuhjólum, þ.e.
„racer“-hjólum, svo að keppendur
ferðast hratt umhverfis vatnið, en
Bragi reiknar með að þeir síðustu
skili sér í mark 5-6 tímum eftir að
keppnin hefst.
Vart er hægt að finna fallegri
eða skemmtilegri hjólaleið: „Mal-
arkaflinn brýtur upp hringinn og
getur verið krefjandi fyrir hjólreiða-
fólkið, ekki síst vegna þess að þó svo
að götuhjól geti vel komist greiðlega
eftir malarvegunum eykur mölin
hættuna á að hjólið skriki ef farið er
óvarlega, eða jafnvel að springi á
dekki.“
Segir Bragi að í samanburði við
evrópsk atvinnumannamót sé keppn-
isleiðin í styttra lagi. „Á megin-
landinu fara atvinnumenn í hjólreið-
um varla á fætur fyrir minna en 200
km keppni,“ segir hann og hlær. „En
127 km leið er hæfileg vegalengd fyr-
ir reynda íslenska hjólreiðamenn og
65 km fínt fyrir þá sem eru komnir
skemmra á veg í sportinu.“
Könnun sem gerð var meðal
keppenda síðasta sumar leiddi í ljós
mikla ánægju með viðburðinn. Góð
þjónusta er við keppendur og gesti
og Ion hótelið undirlagt á meðan
keppnin varir. Í lok keppninnar er
efnt til verðlaunaafhendingar við
hótelið, eða innandyra ef veðrið kall-
ar á það, og veitingarnar eru inni-
faldar í þátttökugjaldinu, sem er
5.500 kr.
Nánari upplýsingar má finna á
slóðinni www.rbclassic.is en þar er
hlekkur á síðuna Hjólamót.is þar
sem skráning fer fram.
Hjóla fallega leið sem er brotin
upp af stuttum malarkafla
RB Classic er skemmtileg áskorun fyrir hjólreiðafólk og varla hægt að finna
fallegra umhverfi fyrir keppnina Sækir innblástur í krefjandi evrópskar keppnir
Morgunblaðið/Kristinn
Spenna Bragi Freyr segir hægt að bjóða upp á vegleg verðlaun í RB Classic, þökk sé rausnarlegum bakhjörlum.
Ljósmyndir / Arnold Björnsson
Slagur Fjölbreyttur og stór hópur tók þátt síðasta sumar.
Ljósmynd/Arnold Björnsson
Fegurð Varla er hægt að ímynda sér betra umhverfi til að hjóla í en þjóðgarðinn.